Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 11

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 11
Gunnar hefur nokkrar kindur í hólfi og cefir hundana við að smala þeim. Hann stjórnar hundunum með stuttum skipunum og bendingum. Hér hefurhann stöðvað fjárhópinn með hjálp hundanna. Hundurinn Roy t. v., en tíkin Lass t. h. Hefurðu notað hundana við smöl- un hér? Já, ég hef oft notað þá við fjárrag á haustin. Geturðu sagt okkur frá einhverju atviki af því? Ég man eftir því einu sinni til dæmis hérna á háheiðinni að það voru fim mtán kindur í hóp, margar af þeim mórauðar, sem sloppið höfðu í mörgum leitum alltaf árum saman. Þetta gerðist eftir allar leitir. Um leið og þær sáu mig tóku þær strikið og voru brátt komnar kílómetra á undan mér. Þær stefndu í átt að bílnum mínum svo ég hélt á eftir þeim. Pabbi stóð við bílinn, því hann ók honum fyrir mig og þegar þær komu að honum, reyndi hann að fara fyrir þær og stoppa þær, en þær hlupu bara sitt hvoru megin við hann. Ég var þarna með tvö lömb sem ég hafði fundið. Þegar ég sá að kindahóp- urinn tók á rás fram hjá bílnum sendi ég tíkina fyrir hann. Hún fer fyrir hópinn og þessi mórauða sem var fyrir honum ætlaði bara að stanga hana í burtu og hlaupa yfir hana eins og hún var vön að gera. En tíkin grípur eldsnöggt neðan í kindina, þannig að hún hrekkur við, og tíkin hoppar svo í aðra varnarstöðu ofúrlítið aftur á bak. Og kindin kemur aftur og tíkin fer að öllu sem áður. í þriðja sinn þeg- ar kindin kemur að tíkinni, nemur hún staðar. Og þarna var tíkin búin að stöðva allan hópinn. Eftir nokkrar mínútur þegar tíkin var búin að ná valdi yfir hjörðinni, tók hún þær verstu úr henni og kom þeim í kerruna. Svo rákum við þær kindur sem eftir voru niður í rétt. Þess ber að geta, að þótt þægi- legt sé að láta góða fjárhunda glíma við svona fjallafálur, mundu slík atvik sem lýst var að framan aldrei koma fyrir ef menn hefðu sæmilega fjárhunda, því svona kindur hefu átt að koma í réttir í fyrstu leitum og aldrei nein vand- ræði átt að vera með þær. Nú segja margir, heldur Gunnar áfram, að það sé orðið svo lítið að gera fyrir hunda á íslandi og þess vegna séu hundar svo langtum verri heldur en þeir voru. Það er nokkuð til í þessu. Því ef menn hafa sæmilegt fjárhundsefni og eru að vinna með hundinum alla daga er líklegra að hann verði að ein- hverju heldur en ef hann liggur alltaf heima og er aðeins notaður nokkrum sinnum á ári. En hér er tvennt að athuga: í fyrsta lagi veit ég hvergi dæmi þess, þar sem fólk er með sauðfé á annað borð, að það borgi sig ekki að hafa sæmi- legan hund, og þar fyrir utan að þegar menn gefa sér svolítinn tíma til að þjálfa hundinn og ná valdi á honum hafa þeir miklu meiri not fyrir hann heldur en þeir gætu ímyndað sér. Þú hefur selt bændum hunda? Já, aðallega hef ég selt hvolpa og nokkra hunda, sem ég hef séð að voru byrjaðir að vinna eftir að ég hafði þjálfað þá. Það hefur komið í ljós að þeir sem leggja alúð við þetta og gefa því tíma ná árangri fljótt með því að þjálfa hundana sjálfir. Ég efa ekki að bók sú um hundaþjálfun, sem komin er út á vegum Búnaðarfélagsins mun líka hjálpa mönnum við að þjálfa hunda. Nú þarf að halda þjálfuðum hund- um í æfingu Það mikilvægasta er að gefa hundinum fyrst tíma þegar maður byrjar að þjálfa hann sem hvolp, eða þegar hann byrjar að sýna fé áhuga. Það þýðir ekkert að byrja með hann mjög ungan og ekki fyrr en hann er orðinn svo fljótur að hann er fljótari en féð. Þá eru hvolparnir orðnir 5—7 mánaða gamlir og sumir eldri. Ef maður byrjar þá og hefur nokkrar kindur fyrir þá, bara til þess að þjálfa þá og æfir þá á hverjum degj sem veð- ur er fært — og kennir þeim undirstöðuatriðin, þá kemur þetta mjög fljótt og gefur árangur. Nú háttar svo til hér á landi að staðhættir eru aðrir en á Nýja- Sjálandi. Fé er hér ýmist á fjalli eða á húsi meginhluta ársins. Hvað er helst til ráða með að hafa kindur til taks til þess að venja hunda við fjárrag? Ég held að sé best að hafa sama hátt og éj> hef haft hérna þ. e. að hafa nokkrar kindur í hólfi hérna við til þess að þjálfa hundana. Vel hentar að hafa geldfé, t. d. gelda gemsa að sumri til í girðingu, eða FREYR — 819

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.