Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.10.1981, Qupperneq 12

Freyr - 15.10.1981, Qupperneq 12
lömb sem ekki hafa náð fullri stærð. Að hausti má nota líflömb til þess arna, en á veturna er gott að viðra féð og láta það út í góðu veðri. Er þá tækifæri til þess að æfa fjárhundinn. Það skiptir líka afar miklu máli að féð venjist hundinum og reynd- ar má segja að hálft verkið sé að venja féð við hundinn. Fé vant hundi hagar sér allt öðru vísi en óvant. — Landamæra-kollí hund- ar gelta ekki en það getur verið ágætt að hafa hund sem geltir og það á mjög vel við sums staðar, t. d. notuðum við alltaf í Nýja- Sjálandi bæði þegjandi og geltandi hunda. En þóþeirgelti þá eiga þeir líka að hafa þann eiginleika í sér að fara fyrir hópinn. — Setjum nú sem svo að einhver ókunnugur maður kæmi að fjárhópnum, sem ég hef hér undir höndum, þá skipta kindurnar sér ekkert sérstaklega af því, en ef ég birtist með hundana, jafnvel langt í burtu, þá gera þær sér grein fyrir því og fara að hnappa sig. Og svo þegar ég er einu sinni búinn að senda hundinn fyrir þær og stoppa þær af, þá eru þær þægar, jafnvel þó þær reyni að fara eitthvað í burtu þá er engin harka í þeim. Það er oftast nóg að hundurinn leggi bara af stað, þá snarbeygja þær inn í hópinn aftur. Þú sagðir mér frá því áðun að óþægar kindur verði auðsveipar þegar hundarnir koma og þær virðast hætta að hræðast inanninn. Já, ég man eftir því að þegar ég var að byrja að smala á Nýja-Sjálandi, þá fór ég ósjálfrátt að hlaupa fyrir kindurnar eins og ég hafði gert hérna. Þetta er eins og orðið inn- byggt í íslenska smala, að þeir byrja ósjálfrátt að hlaupa fyrir kindumar, en þarna úti þá hrein- lega þýðir þetta ekki, það er svo margt fé. Það eru hundarnir, sem verða að fara fyrir féð. Þeir smala og maðurfylgist bara með, ogsegir þeim til eftir því sem við á. Kind- urnar fylgjast með hundinum en ekki með smalanum. Þannig er það líka hérna, að eftir stuttann tíma beinist öll athygli kindanna að hundinum en ekki að smalan- um. Hvaða skipunarorð notar þú við hundana? Það er hægt að venja hundana að hvaða orði sem er, ef maður notar alltaf sama orðið og það þýðir allt- af það sama. En þau orð sem ég nota mest er: „sittu“. Þá eiga þeir að setjast eða nema staðar og ganga upp að fénu, ,,hægri“, ef þeir eiga að fara hægri hring um féð, „vinstri" ef þeir eiga að fara vinstra megin við féð. „Komdu til mín“, „farðu aftur“, ef kindur eru fyrir aftan þig. Þetta eru helstu skipanir, sem notaðar eru og ef hundarnir kunna þær og hlýða þeim vel, þá er hægt að smala með þeim. — Ég vil eindregið, sagði Gunnar hvetja unga menn, sem ætla að hefja búskap að fara til Nýja-Sjálands, ef þeir hafa tök á og kynna sér búskap þar, því þar verða menn að standa sig í sam- keppninni og standa sig vel. Af nýsjálenskum bændum er margt hægt að læra því hugsunarháttur þeirra er svo gjörólíkur því sem hér er. Að hvaða leyti? Meðal annars í því að á Nýja-Sjá- landi þýðir ekki að treysta á ríkið. Þeir sem standa sig vel, hafa það ágætt, hinir bara selja. Á öðrum bænum þar sem ég var í Nýja-Sjálandi voru 8000 kindur og bóndinn hafði kaupamenn að sumrinu til að smala en féð gekk algerlega sjálfala. Vanhöld voru mikil fyrstu búskaparár þessa bónda, en minnkuðu með árunum. Við vorum aðallega tveir, sem smöluðum fé bóndans, þó bar við að við fengjum hjálp eins til tveggja manna ef mikið lá við. Landslag var þannig, að býlið var í dal með há fjöll á báðar hliðar. Hvað notuðuð þið marga hunda? Maður var oft með svona 3—4 hunda á hverjum degi. Við áttum hunda til skiptanna. Ég átti sjö hunda. Það er ekkert óalgengt að þeir sem stunda smalamennsku hafi svona 7—8 hunda og eigi þá sjálfir. Það bar enginn við að smala fé nema hann hefði góða hunda. Það er sama hvar er á Nýja-Sjá- landi, það er alltaf auglýst eftir mönnum með hunda. Þú minntist á hundakeppni áðan. Já, það er hundakeppni í Skot- landi, Nýja- Sjálandi, Ástralíu og Bandaríkjunum og yfirleitt þeim enskumælandi löndum þar sem f járbúskapur er stundaður, einnig í Suður-Ameríku sums staðar. Á flestum stöðum hafa þeir hunda af landamærakollí-kyni. Dálítið er misjafnt hvernig verkefni er lagt fyrir fjárhund en aðallega felst það í því, að hann á að fara fyrir kinda- hóp og koma með hann beint til mannsins. Hundurinn er látinn sækja hópana allt að 400 metrum, og á að fara í góðum sveig fyrir féð. Hann rekur svo féð eftir föstum reglum hringinn í kringum smalann, sem er á sama stað allan tímann inni í litlum hring. Þá er hundurinn látinn kljúfa fjárhóp- inn, taka frá 2 kindur (af 5 kindum, en sá fjöldi er yfirleitt notaður í svona keppni) og loks fær hundur- inn að reyna að koma kindunum inn í litla rétt. Einkunnagjöf er þannig hagað, að byrjað er með 100 stig og svo eru dregin stig frá ef hundurinn gerir einhverja vitleysu. Bestu hundar fá 85—90 stig. Ég hef mikinn áhuga á að koma á svona keppni hér á landi, því greinilegt er að slík keppni hefur mjög örvandi áhrif á þjálfun fjár- 820 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.