Freyr

Volume

Freyr - 15.10.1981, Page 15

Freyr - 15.10.1981, Page 15
Sveinn Hallgrímsson sanðfjárræktarráðunautur Framleiðslukostnaður ullar / 17. tbl. Freys er grein eftir dr. Stefán Aðalsteinsson; „Nokkrar athugasemdir um ullar- framleiðslu.“ Þar sem grein Stefáns fjallar að verulegu leyti um grein eftir mig í 13. tbl. Freys 1981 og um erindi, sem ég flutti á ráðunautafundi 1980 hlýt ég að biðja ritstjóra Freys um prentsvertu og pappír fyrir hana. í þessari grein er þó ekki ætlunin aö svara því sem Stefán segir og heldur fram. Hins vegar tel ég rétt, að þeir sem lesa grein Stefáns fái að sjá grein þá sem ég lagði fram á ráðunautafundi 1980, enda tel ég það forsendu þess að lesendur Freys fái hugmynd um, hvað hér er verið að ræða, og hvaða forsendur ég legg til grunvallar þeirri stefnu að við eigum ekki að stefna að auknu ullarmagni í kynbótastarf- inu. Hér er þó rétt að taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að auðvitað eigum við að hirða vel um þá ull sem vex á fénu, bæði með því að rýja það á réttum tíma og láta hana ekki skemmast hvorki fyrir né eftir rúning. Rétt er líka að undirstrika, að þegar rætt er um breytingar á búfé með kynbótum, og hvaða stefna sé þar rétt, erum við að tala um hvað sé rétt eftir 10—30 (?) ár. Ástand líðandi stundar má því ekki stjórna gerð- um okkar. Á ráðunautafundi 1977 lagði ég fram erindi þar sem gerðir voru útreikningar á framleiðslukostn- aði ullar og kjöts (Sveinn Hallgrímsson 1977). Þetta varlagt þar fram til að fá umræður um málið. Umræður urðu engar og ekki komu fram neinar athuga- semdir. Á ráðunautafundi 1980 lagði ég fram erindi er ég nefndi: ,,Hvaða eiginleika sauðfjár á að leggja áherslu á í kynbótastarf- inu?“ Þar var fjallað um íslenskar rannsóknir á ull og ullareiginleik- um og samband þeirra við aðra framleiðslueiginleika sauðfjár. í síðari hluta þess erindis var fjallað um framleiðslukostnað ullar og kjöts og um ávinning af kynbótum fyrir þessum eiginleikum. Það er þessi hluti erindis míns sem hér verður birtur og Stefán gerir at- hugasemdir við í 17. tbl. Einhver kann að spyrja, hvers vegna þetta erindi hafi ekki birst í Frey fyrr. Ástæðan er sú að á fundi nokkrum vikum eftir ráðunauta- fund 1980 (apríl 1980) gerði Stef- án Aðalsteinsson athugasemdir við þær forsendur, sem lagðar eru þar til grundvallar, og bað mig að birta ekki erindið fyrr en málið hefði verið rætt nánar. Ég tel að ekki sé hægt að hefja faglegar umræður um hvort við eigum að stefna að aukningu ullar eða ekki með kynbótum fyrr en lesendur Freys hafa séð þá röksemdafærslu er þar kemur fram. Fer hér á eftir síðari hluti áður- nefnds erindis. Samanburður á tilkostnaði við uliar- og kjötfrainleiðslu. Hér að framan eru raktar niður- stöður íslenskra rannsókna á ull- armagni og gæðum og fylgni við aðra framleiðslueiginleika. Þar kemur fram að ekki virðist ástæða til að ætla annað en að hægt sé að sameina mikla og góða ull öðrum framleiðslueiginleikum í sömu kindinni. Með þessu er þó ekki sagt að æskilegt sé að auka ullar- magn íslensks fjár. Skal í því sambandi reynt að sýna fram á hver sé framleiðslukostnaður þessarar afurðar miðað við fram- leiðslukostnað aðalafurðar ís- lensks fjár, kjötsins. Verður stuðst við útreikninga, sem undirritaður gerði og áður hafa verið lagðir fram á ráðunautafundi (Sveinn Hallgrímsson, 1977). Hver er frainleiöslukostnaöur ullar og kjöts? Ekki virðist mögulegt að finna neinar upplýsingar um það hve margar FE þarf til að framleiða eitt FREYR — 823

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.