Freyr

Volume

Freyr - 15.10.1981, Page 17

Freyr - 15.10.1981, Page 17
Samkvæmt framansögðu er ullin því um 50—70% dýrari í fram- leiðslu (FE) miðað við forsend- urnar um að jafn mikið kosti að framleiða hvert kg þurrefnis, hvort sem er í ull eða „kjöti“. Borgar sig að stunda kynhætur fyrir ullarinagni? Svar við þessari spurningu hlýtur að felast í samanburði við kynbæt- ur á öðrum eiginleika. Þar Iiggur beinast við að bera saman kynbæt- ur fyrir vaxtarhraða eða fallþunga iamba. Sé gert ráð fyrir, að jafn mikla vinnu þurfi að leggja af mörkum til að finna bestu ein- staklinga ákveðinnar hjarðar, hvort sem um er að ræða ullar- þunga eða fallþunga, má reikna út hvaða árangur á að nást með kyn- bótum. Árangurinn ætti að vera R = i x sigma x h2 eða í orðum: Kynbótaárángur = staðlaður úr- valsstyrkleiki x Staðlað frávik x arfgengi. Sé reiknað með i = 3 í báðum tilfellum, arfgengis á ullarþunga = 0,3 og á fallþunga = 0,2 og sigma fyrir ullarþunga 0,4 kg og sigma fyrirfallþunga 1,7 kg, fæst eftirfar- andi útkoma: Ull: 3 x 0,3 x 0,4 = 0,36 kg ullar Kjöt: 3 x 0,2 x 1,7 = 1,02 kg kjöts Fyrir sömu vinnu í kynbótum fást 0,36 kg ullar og 1,02 kg kjöts í ættlið. Kynbætur fyrir fallþunga skila þannig nær þrisvar sinnum meiri árangri. Þegar á það er Iitið, að hægt er að ná enn meiri árangri í aukningu á kjötmagni eftir á með því að auka frjósemi, er ljóst, að kynbætur fyrir auknum ullarþunga verða mjög litlar, sé miðað við að láta hag bóndans ráða. Fr Island uUarframleiðsluland? Eins og rakið er hér að framan, má leiða líkur að því að framleiðslu- kostnaður ullar (í FE = orku) sé Pað er kjölið, sem er aðalafurð íslenska fjárins (Ljósm. Sv. H.). mun meira en kjöts. Þar sem svo hagar til að mikilí hluti fóðursins er tekinn af ræktuðu landi, (eða á innistöðu) er því augljóst, að ekki er hægt að byggja sauðfjárrækt á íslandi á ullarframleiðslu. Ullar- framleiðsla verður að byggja á því að fá meginhluta fóðursins ókeyp- is. Hún verður „extensiv" (fóð- ursparnaðar) sauðfjárrækt. Gleggsta dæmið um slíka sauð- fjárrækt er að finna í Ástralíu. Sauðfjárrækt þar byggir nær ein- göngu á ullarframleiðslu. Til- kostnaður allur bæði í fóðri og öðru er í algjöru lágmarki. And- stæða ástralskrar sauðfjárræktar er íslensk sauðfjárrækt. Hér er framleiðsla kjöts á kind sennilega hærri en í nokkru öðru landi í heiminum (Terril, 1975) og allur tilkostnaður er mikill. Hver á stefnan að vera í kvnbótuni fyrir ullareiginleikum? Hér að framan eru rakin þau atriði er ég tel skipta máli við ákvörðun á því að hverju eigi að stefna með kynbótum á ullarmagni og gæðum. Skal ekki fjölyrt um það, en því haldið fram að samkvæmt þessu eigi að vinna að því að bæta gæða- eiginleika ullar og þá einkum að útrýma rauðgulum (og hvítum) ill- hærum úr ull. Við eigum einnig að stefna að því að viðhalda togi ís- lensku ullarinnar, en í mörgum tilfellum mætti það vera fínna. Það er togið sem gefur íslensku ullinni sérkenni sín. Ég tel ekki ráðlegt að stefna að auknum ullarþunga, þar sem það er óhagkvæmt, miðað við íslenskar aðstæður. Til að hægt sé að halda ullarþunga óbreyttum þurfum við að fá skráningu á hon- um í fjárræktarfélögunum. Þannig hafa Norðmenn t. d. fundið að til að halda ullarþunga óbreyttum þurfi að gefa honum 50% hærra hagfræðilegt gildi en hann ætti að hafa samkvæmt útreikningum (Steine, 1979). Á það má benda hér að lokum að hægt er að auka ullarmagn sem til skila kemur og gæði einnig, með betri meðferð og hirðingu ullar á öllum stigum framleiðslunnar. Heimildaskrá: Halldór Pálsson, 1939 og 1940. Meat quality in the Sheep with special reference to Scottish breeds and crosses I. J. Agrie. Sci. 29: 544—626. II. J. Agrie. Sci. 30. 1—64. Steine, T. 1979. Persónulegar upplýsingar. Sveinn Hallgrímsson, 1976. Sauð- fjárrækt og gróðurvernd. Ráðu- nautafundur 9.—14. febr. 1976. Fjölrit 12 s. Terrill, C. E., 1975. Persónulegar upplýsingar. FREYR — 825

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.