Freyr

Årgang

Freyr - 15.10.1981, Side 34

Freyr - 15.10.1981, Side 34
Gunnar Ríkharðsson og Jón Viðar Jónniundsson Meðgöngutími hjá íslenskum kúm Ætlunin er íþessari grein að skýrafrá niðurstöðum rannsóknar sem gerð hefur verið á lengd meðgöngutíma hjá íslenskum kúm. Upplýsingar þœr sem notaðar voru við rannsóknina voru fengnar úr skýrslum nautgripa- rœktarfélaganna árin 1976 til 1979. ískýrsluhaldinu er skráning áfangdegi kúnna frjáls og þar er mjög mikið um að þessar upplýsingar séu ekki skráðar. í þessa rannsókn voru því valdar upplýsingar frá búum þar sem Ijóst virtist að almennt vœri þetta atriðifært í skýrslu. Þessar upplýsingar voru frá samtals 65 búum og náðist þar í upplýsingar um lengd með- göngutíma í 4034 tilvikum. Meðgöngutíminn reyndist til jafnaðar vera 286 dagar. Þetta er allnokkru lengri meðgöngutími en 280 dagar, sem almennt virðist hafa verið reiknað með hér á landi til þessa. Aftur á móti eru þessar niðurstöður í rnjög góðu samræmi við niðurstöður fyrir þau naut- gripakyn á Norðurlöndum, sem almennt eru talin skyldust íslensk- um kúm. Enginn munur virtist á lengd meðgöngutíma frá einu ári til ann- ars. Munur milli landshluta og frá einu búi til annars virtist einnig hverfandi. Langtum stærsti hiuti breytileika í lengd meðgöngutím- ans virtist munur milli einstakra kúa á sama búi. Nokkur munur reyndist á með- göngutíma kúnna eftir burðar- mánuðum. Lengst gengu kýrnar með sem báru í febrúar, en með- göngutíminn var stystur hjá októ- berbærunum. Þessi munur milli burðarmánaða var um tveir dagar. Áhrif burðarmánðarins voru aftur á móti fremur óregluleg. Til að bera þetta saman var árinu skipt í dimma og bjarta mánuði, en slík skipting sýndi engan mun. Greinilegt var að yngri kýrnar gengu skemur með en fullorðnar Jón Viðar Jónmundsson. kýr. Til jafnaðar má reikna með að kvígur gangi með fyrsta kálf í 284 daga, síðan gangi kýrin með annan kálf til jafnaðar degi lengur, en úr því virðist lítill munur eftir aldri kúnna. Skýrt kom fram að það hefði áhrif á lengd meðgöngutíma hjá kúnni hvort hún gekk með naut eða kvígu. Þannig ganga kýrnar til jafnaðar réttum degi lengur með nautkálf en kvígukálf. Tvíkelfinga virtust kýrnar ganga með um fimm dögunt skemur en eitt fóstur. í erlendum rannsóknum hefur komið í ljós að lengd meðgöngu- Gunnar Ríkharðsson. tímans má rekja bæði til áhrifa móðurinnar og áhrifa fóstursins. Auðveldast er að sýna fram á slíkt í blendingstilraunum þar sem æxlað er saman mjög óskyldum naut- gripakynjum. Slíkar rannsóknir sýna að arfgerð fóstursins virðist ráða meiru um lengd meðgöngu- tímans en arfgerð móðurinnar. Til að varpa ljósi á þetta var metið arfgengi fyrir lengd með- göngutímans. Þegar við lítum á meðgöngutímann sem eiginleika hjá móðurinni var arfgengi 0,13, en ef litið var á meðgöngutímann sem eiginleika fóstursins reyndist 842 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.