Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1983, Page 17

Freyr - 01.01.1983, Page 17
Mismunandi afbrigði jarðarberja. (Ljósm. M.Ó.) ber í grasafræðilegum skilningi, heldur þrútinn blómbotn, eins og áður segir. Utan á jarðarberjun- um eru fræ, sem eru hnetur. Hnet- urnar gefa frá sér vaka (hormón) sem stjórna vexti og þroska berj- anna. Ef frjóvgunin er léleg eða blómin hafa skemmst af frosti á vorin, hemur það vöxt hnetanna, sem aftur hefur í för með sér að berin verða vansköpuð og þrosk- ast seint. Léleg frjóvgun getur því haft slæm áhrif á berjasprettuna. Jarðarberjablómin eru tvíkynja og geta verið sjálffrjóvga, vind- frjóvga eða frjóvgast með skor- dýrum. Sjálffrjóvgun er óæskileg, betra er að frjóið komi af annarri plöntu. Þegar jarðarber eru rækt- uð í plastbúrum er líklega rétt að láta andvara leika um plönturnar, svo að frjó geti borist á milli þeirra. Ræktun jarðarberja í gróðurhúsum. í sumum löndum eru jarðarber ræktuð í stórum stfl í gróðurhús- um. Gróðurhúsaberin koma á markað á undan berjum sem rækt- uð eru úti. íslendingar hljóta að hafa eins góðar aðstæður til að rækta jarðarber innanhúss og þjóðir sem verða að hita gróður- húsin upp með olíu eða gasi. Hollendingar hafa lengi ræktað jarðarber í gróðurhúsum en sú ræktun er heldur á undanhaldi vegna hins háa orkuverðs og sam- keppni við bændur í Suður-Evr- ópu. Venjulega kaupa garðyrkju- menn plönturnar af gróðrarstöðv- um sem framleiða jarðarberja- plöntur. Plönturnar eru settar í pottum inn í gróðurhús snemma í ágústmánuði. Þegar daginn tekur að stytta myndast blómvísar, eins og áður segir. Eftir myndun blóm- vísanna eru plönturnar settar í geymslu í kalt hús og geymdar þangað til þær eru gróðursettar í gróðurhúsi. Plönturnar eru oft gróðursettar í kringum áramót, og þá er unnt að uppskera ber í maímánuði. Þegar sól er komin hátt á loft líða aðeins um 60 dagar frá því að plönturnar eru teknar úr köldu geymslunni uns komin eru uppskeruhæf ber. Ef áhugi er á því að reyna ræktun jarðarberja í gróðurhúsum hér á landi, er æskilegt að gera tilraunir með ræktunina, áður en menn hætta fé í framkvæmdir. Nauðsynlegt er t. d. að finna út hvaða jarðarberjaafbrigði henta best í slíka ræktun hér á landi, því að ekki eru sömu afbrigði notuð innanhúss og utan. Hvort jarðar- berjarækt í gróðurhúsum er fjár- hagslega hagkvæm verður reynsl- an að skera úr um. Ræktun jarðarberja undir plasti. Athuganir hafa farið fram hér á landi á ræktun jarðarberja undir plasti. Slíkar athuganir hafa verið gerðar á Hvanneyri árin 1977— 1982. í því sem hér fer á eftir Tafla 1. Uppskera af mismunandi jarðarberjaaibrigðum. Tilraunir frá Hvanneyri 1978—1982. Tilrauna- Afbrigði tímabil Fjöldi * Uppskera af tilraunaára plöntu, g. Njös-Glima....................................... 1978—1982 5 347 Zephyr........................................... 1981—1982 2 187 Senga-Sengana.................................... 1978—1982 5 276 Jonsok.......................................... 1978—1982 5 209 Abundans .................................. 1978—1980 3 135 Alaska Pioner ....'................................... 1982 1 127 AlaskaTokla .......................................... 1982 1 116 FREYR — 9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.