Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1983, Side 23

Freyr - 01.01.1983, Side 23
um áætlanagerðir og rekstrar- kannanir og hvernig þær megi að gagni koma sem tæki til að bæta afrakstur manna af búrekstrinum. Líta má á hvert bú sem lokaða einingu. Innan hvers bús eru síðan margir ólíkir þættir sem hafa áhrif hver á annan og samanlagt hafa mikil áhrif á árangur búrekstrar- ins. Utan við þessa afmörkuðu einingu, búið, eru síðan aðrir þættir sem hafa áhrif á það og samspil innri þátta þess. Ef litið er á hvaða þættir það eru innan búsins, sem hafa áhrif á arðsemi þess, koma eftirfarandi atriði t. d. upp í hugann: 1) Stjórnun fyrirtækisins (aldur bóndans, þekking, áhugi). 2) Stærð búsins. 3) Samband milli ýmissa fastra framleiðsluþátta, svo sem jarð- ar, fjármagns, og fjárfestingar. 4) Notkun breytilegra aðfanga. 5) Nýting þeirra möguleika sem fyrir hendi eru. 6) Fjármagnsuppbygging. 7) Nýting tekna. Utanaðkomandi áhrifavaldar eru t. d.: 1) Veðurfar. 2) Markaðsaðstæður. 3) Stjórnmál (landbúnaðarpóli- tík). 4) Þróun tækni og annarrar þekk- ingar. Þessi síðasttöldu atriði hafa það sameiginlegt að á þá getur hver einstakur bóndi haft tiltölulega lítil áhrif. Hins vegar er það mis- jafnt hvernig menn bregðast við áhrifum þeirra. Þeir þættir sem nefndir hafa verið hér að framan mynda samanlagt þær aðstæður sem fyrir hendi eru og gefa hugmynd um þá möguleika og erfiðleika sem fram- tíðin felur í skauti sér. Markmiðið með áætlanagerð er að ákvarð- anataka byggist á föstum grunni og taki mið af aðstæðum en sé ekki tekin í blindni eða eftir augnabliksákvörðunum. Hversu oft hefur það ekki komið fyrir að keypt er vél, sem reynist svo ekki gegna hlutverki sínu þegar á hólm- inn er komið, eða fjárfest er í dýrum byggingum sem síðan er mjög dýrt að breyta, jafnvel óger- legt, þegar aðstæður hafa breyst þannig að byggingin hentar ekki lengur. Rekstrarkönnun. Öll áætlanagerð verður að hefjast á skilgreiningu á þeim mögu- leikum er búið býr yfir. I því sambandi er mikilvægt að taka tillit til reynslu og niðurstöðu undanfarinna ára. Grunnþekking á rekstrinum byggist á því að ekki sé einungis gerð samantekt á rekstrarniðurstöðum sl. árs, held- ur velti menn einnig fyrir sér hvers vegna árangurinn varð sem hann var. Hafa einstakir þættir verið afgerandi um árangurinn eða endurspeglar hann hagkvæmni búsins undir eðlilegum kringum- stæðum? Hefur verið lagt í kostn- að sem skilar litlum eða engum arði? Fyrst þegar rekstrarkönnun- in hefur verið unnin þannig, gegn- ir hún hlutverki sínu við framtíðar- skipulag búsins. Þekking á því hvar menn standa vel að vígi og hvar betur megi fara í rekstrinum, er nauðsynlegur grunnur til að menn geri sér grein fyrir þeim aðgerðum sem þarf að fram- kvæma í framtíðinni. Því þarf að gera skipulegt heildaryfirlit yfir reksturinn. Slíkt eftirlitskerfi á að leiða í ljós svo fljótt sem unnt er ef ekki er allt sem skyldi. Vissulega sýnir lausafjárstaðan það fyrr eða síðar ef eitthvað er að, en gott eftirlitskerfi á að upplýsa það fyrr en ávísanaheftið. Sú aðferð sem hér skal lýst er byggð upp kringum fimm lyk- ilspurningar, sem spanna flest það er leitt getur til slakrar útkomu úr búrekstrinum. Kringum þessar spurningar er byggt upp svokallað vandamálatré, sem maður fetar sig eftir jafnframt því sem spurn- ingunum er svarað. 1) Hefur fyrirtækið of litlar tekjur? Æskilegast er að hafa bú- reikninga eða annað bókhald til að sækja niðurstöður í og fá samanburð við önnur bú. Til að meta þær notar maður t. d. hagnað, launagreiðslugetu, framleiðsluverðmæti. Tekju- vandamálinu má skipta í tvo flokka: — Erfið lausafjárstaða. Hún lýsir sér í því að fyrirtækið á í erfiðleikum með að standa við fjárhagsskuldbindingar, og sá tekjuafgangur sem bóndinn hefur í vinnulaun er í lágmarki. — Afstætt tekjuvandamál. Fyrirtækið á ekki við neina sérstaka erfiðleika að etja. Fjármagnið rentar sig nokkuð og lausafjárstaðan er í sæmi- legu lagi. En við samanburð út á við kemur í Ijós að aðrir sem búa við líkar aðstæður ná veru- lega betri árangri. Hvers vegna? Sé svarið við fyrstu spurning- unni það að fyrirtækið skilar ekki nægum hagnaði, skal könnuninni haldið áfram. 2) Er vandamálið árvisst eða til- fallandi? Til að geta dæmt um það, verð- ur maður að leiðrétta fyrir breytileika milli ára, áður en unnt er að gera samanburð við fyrri árangur sinn eða árangur annarra. Þá verður bæði að taka tillit til breytileika í verð- lagsþróun og í framleiðslu- magni. Til að geta þetta verður að finna viðmiðun sem gefur raunhæfan samanburð. Hana getur verið erfitt að finna, einkum hvað snertir verðlags- þróun. Með því að finna hlutfallið milli verðs á framleiddri ein- ingu og verðs einhverrar ann- arrar einingar sem hefur nokk- uð fasta verðþróun má finna út hver þróunin hefur orðið á verði framleiðslunnar, t. d. samanburður á verðþróun mjólkurlítra eða fiskkílós. Við- miðun á framleiðslumagni get- ur maður fengið hjá sjálfum sér með samanburði við fyrri ár svo og við þá sem búa í næsta FREYR — 15

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.