Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1983, Síða 28

Freyr - 01.01.1983, Síða 28
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri Hvað ertil ráða þegar framleitt er meira en auðvelt er að selja? Pað er víðar en á íslandi sem berjast þarf við að halda framleiðslu búvara innan œskilegra marka. Menn hafa áhyggjur af því að samdráttur bitni á afkomu bœnda. Rœtt er um hvaða nýbúgreinar séu vœnlegastar til að fylla ískörðin og hvað unnt sé að gera til að auka fjölbreytni atvinnulífsins í sveitum og treysta byggðina. Öll þessi viðfangsefni voru til um- ræðu á „Háskóladögunum“ á Ási í Noregi nú á sl. hausti. Landbún- aðarháskólinn á Ási býður árlega til umræðufundar um hin mikil- vægustu mál landbúnaðarins hverju sinni. í ár var viðfangsefni fundarins „Produkssjonstilpasn- ingen i landbruket" eða „Að- lögun búvöruframleiðslunnar“. Fjölmargir þekktir forystumenn og áhrifamenn um landbúnaðar- stefnu voru fengnir til að flytja framsöguerindi. Frá þessum fundi var sagt í blaði bændasamlakanna „Bondebladet" nýlega. Það er athyglisvert hve við- fangsefnin er lík og hér á landi og hve ráðin, sem talið er farsælast að beita eru þrátt fyrir allt lík þeim sem hér hefur verið beitt. Paui M. Dalberg hagfræðingur, sem iengi var framkvæmdastjóri norska stéttarsambandsins, lagði megináherslu á að taka þyrfti hagsmuni heildarinnar frarn yfir hagsmuni einstakra greina og sér- hópa. Það sem heildinni er fyrir bestu hlýtur að verða öllum ein- staklingum og sérframleiðsluhóp- unt fyrir bestu þegar til lengdar lætur. Hann benti á hve mikilvægt væri, þegar draga yrði úr hinni venjubundnu kvikfjárrækt, að geta beint framleiðslunni að öðrum sviðum. Þessi aðlögun yrði að miðast við að nýta framleiðslu- möguleika landsins sem best mið- að við markaði. Skapa þyrfti sem öruggust skilyrði fyrir hinar nýju greinar og gera þær aðgengilegar. Umfrarn allt þyrfti hin pólitíska forysta í landbúnaðarmálum að standa traust að baki slíkrar stefnumörkunar, hafa heildar- hagsmuni að leiðarljósi og vinna með forystu bændasamtakanna að málunum. Eins og nú er ástatt telur Dal- berg að til langmests sé að vinna fyrir norskan landbúnað í heild með því að auka hlut heimafengins fóðurs í búfjárframleiðslunni. Hæglega mætti auka framleiðsl- una um 100 milljónir fóðureininga bæði nteð meiri ræktun og aukinni uppskeru. Þetta gæti gerst með aukinni kornrækt til fóðurs og aukinni og bættri gras- og græn- fóðurræktun. Áhersla hefur verið lögð á það í Noregi að efla kornrækt í þeim héruðum sem til þess eru fallin og hún hefur verið styrkt verulega í samkeppni við innflutt korn, en búfjárræktin hef- ur hins vegar fengið aukinn stuðn- ing í þeim landshlutum þar sem ekki er unnt að stunda kornrækt. Þá hefur lengi verið á það bent að unnt sér að fóðra meira á heima- fengnu fóðri en gert hefur verið og hefur stefnan í búfjárkynbótum og fóðurleiðbeiningum tekið mið af þessu. Enn betur má þó gera, telur Dalberg, og bendir á að með þessu megi auka það sem kemur í hlut norskra bænda í heild og þar með tryggja meiri tekjur til hvers og eins bónda. Af öðrum leiðurn nefnir Dal- berg aukna loðdýrarækt í Noregi, sem hafi þá kosti að „hráefnið" til framleiðslunnar, fóðrið, fellur fyrst og fremst til í þeim héruðum þar sem hingað til hefur verið stunduð mjólkur- og kjötfram- leiðsla en það eru þær greinar. sem líða nú vegna of mikils fram- boðs miðað við innlendar þarfir. Þetta eru einnig þau héruð þar sem sveitirnar þola illa samdrátt í búskap. Annar meginkostur loðdýra- ræktarinnar, að áliti Dalbergs, er sá að hún þarfnast minna fjár- magns til stofnkostnaðar en aðrar greinar búfjárræktarinnar. Á hitt er svo að líta að loðdýra- ræktin er mjög háð framboði og eftirspurn á heiinsmarkaði. Þetta verða þeir sem stefnuna marka að 20 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.