Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1983, Side 8

Freyr - 01.04.1983, Side 8
Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands Ávarp við setningu Ráðunautafundar 1983 Við setningu Ráðunautafundar 1983 flutti Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands ávarp það sem hér fer á eftir. Ávarpið er dálítið stytt. Góðir fundarmenn! í nafni Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins býð ég ykkur öll velkomin hingað. í Ársskýrslu Rannsóknarráðs ríkisins fyrir árin 1980 og 1981 um rannsóknarstarfsemi á Islandi er margan fróðleik að finna. Þar segir m. a. að vestræn lönd hafi átt við vaxandi efnahagserfiðleika að etja að undanförnu. í um- ræðum um þau mál hefur það komið fram, að vísindi og tæknileg nýsköpun eigi þar talsverðu hlut- verki að gegna til lausnar vandan- um, eins og sýnt hefur sig á marg- an hátt. Hér á landi er að verða kreppu- ástand, þótt allir hafi nóg að „bíta og brenna". Orsakir efnahags- legrar kreppu hér eru einkum tvennar. Þær eru annars vegar angi af kreppu í viðskiptalöndum okkar og hins vegar stanslausri verðþenslu innanlands, sem smám saman mergsýgur atvinnulífið. Þess er mikil þörf og það færi vel á því, ef tilraunir okkar og rann- sóknir yrðu til þess að létta á þeim vandamálum sem að okkur steðja og til að skapa ný verðmæti þjóð- inni til bjargar. Ég sagði ef, en það er ekki rétt, því að við höfum dæmin fyrir okkur í öllum atvinnu- greium hér á landi, þar sem vísindi og rannsóknir, samfara tækni, hafa stórum bætt lífsafkomuna, og ég er sannfærður um að svo muni áfram halda. En til þess að það verði þarf ýmislegt að gerast, og þá ekki síst á fjármálasviðinu. Sértekjur í rannsóknarstarfsemi landbúnaðarins eru lágar miðað við það sem er hjá öðrum í rannsóknarstofnunum. Þó hafa þær farið vaxandi, því að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur lagt fram mikið fjármagn til mat- vælarannsókna og Kelloggstofn- unin hefur einnig veitt styrki, einkum til tækjakaupa. Aðrar sértekjur hjá RALA eru litlar og ég tel að það þurfi að athuga hvaða möguleikar eru á því að auka þær. Verkefnin eru mörg sem vinna þarf að og því verður að athuga nýjar tekjuöflunarleiðir um leið og haldið er í horfinu um framlög frá því opinbera. Þess er vert að geta að Búvísindadeildin á Hvanneyri hefur tekjur frá því opnbera til vísindastarfsemi sinnar og er það talið með því fjármagni sem Háskóli íslands fær. í áðurnefndri ársskýrslu Rannsóknarráðs segir, að 1279 manns vinni við rannsóknir hér á landi og að þar af séu í fullu starfi 866 manns. Ársverk eru talin 613,5 og þar af eru ársverk sérfræðinga 303,0. Allt er þetta hámenntað fólk og ég vænti mér mikils af störfum þess til að bæta hag ís- lensku þjóðarinnar. Af árstekjum RALA fara um 98% til rannsókna og þróunar- starfsemi, sem er miklu hærra en hjá nokkrum öðrum atvinnurann- sóknum. T. d. ver Rannsóknastof- un fiskiðnaðarins 45% af tekjum sínum til rannsókna og þróunar- starfsemi en 55% fara til upplýs- inga og leiðbeininga. Iðntækni- stofnunin ver 29% til rannsókna og þróunarstarfsemi en rúmu 71% til annarra hluta. Ástæðan fyrir þessu er sú, að sérstök stofnun hefur á hendi allar leiðbeiningar og ráðunautaþjón- ustu á vegum landbúnaðar. Það er Búnaðarfélag íslands, sem áður fyrr hafði einnig yfirumsjón með allri tilraunastarfsemi í landbún- aði, en með árunum hefur þetta Árið 1981 voru tekjur RALA á fjárlögum sértekjur nýkr. 12,3 millj. nýkr. 3,0 millj.. Alls nýkr. 15,3 millj. 248 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.