Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1983, Page 14

Freyr - 01.04.1983, Page 14
Ég hef einnig gert á því athugun hvernig grasspretta annars vegar og nýting hins vegar var skilgreind samkvæmt annálum 1820-1900 við þessar aðstæður: 1) þegar var hafísár, 2) þegar ekki var hafísár. Hér nota ég aðeins þrjá mæli- kvarða; gott, slæmt og sæmilegt. Fremur einfalt var að flokka árin samkvæmt tveimur fyrstu mæli- kvörðunum, en þann þriðja, „sæmilegt“, lét ég rýma allt sem ekki gat fallið undir þá tvo fyrstu á þeim forsendum að ástæðulaust hafi þótt að taka nokkuð fram um grassprettu eða nýtingu ef ástand- ið var ekki sérstakt á neinn hátt. Ég var í vafa um nokkur ár (4), þ. e. um það hvort þau skyldu skilgreind sem hafísár eða ekki. Á þessum árum kom einstaka hafís- jaki upp að ströndum landsins, en aðeins stuttan tíma í einu. Kaus ég að setja tvö áranna í flokk með hafísárum, tvö í hinn flokkinn. Árangur þessarar flokkunar má sjá í töflu 5. Tafla 5, grasspretta og grasnýting í 1) hafísárum, 2) árum þegar hafls kom ekki tímabilið 1820—1900, eða alls 81 ár. ' I. HAFÍSÁR, alls 44. Grasspretta Nýting Norðanlands Sunnanlands Norðanlands Sunnanlands Góð 9 13 25 23 Sæmileg 12 16 9 9 Slæm 23 15 10 12 Alls 44 44 44 44 II. EKKI HAFÍSÁR, alls 37 Grasspretta Nýting Norðanlands Sunnanlands Norðanlands Sunnanlands Góð 15 19 22 18 Sæmileg 13 11 8 8 Slæm 9 7 7 11 Ails 37 37 37 37 III. ÖLL ÁR, alls 81 Grasspretta Nýting Norðanlands Sunnanlands Norðanlands Sunnanlands Góð 24 32 47 41 Sæmileg 25 27 17 17 Slæm 32 22 17 23 AIls 81 81 81 81 Eins og við er að búast er viss fylgni milli hafíss og lélegrar gras- sprettu samkvæmt heimildum Þorvaldar Thoroddsen, en hún er þó langt frá því að vera alger. Fylgnin er að sjálfsögðu betri þeg- ar um er að ræða sveitir norðan- lands en sunnanlands. Yfirleitt er grasspretta oftar talin vera góð sunnanlands en norðanlands. Hins vegar er nýting betri norðan- lands. Venjulega var aðeins öngþveitis- ástand ef saman fór slæm gras- spretta og slæm nýting. (Undan- tekningar eru hér að sjálfsögðu til). Ef grasspretta var góð en nýting slæm var heyskapur oftast nálægt meðallagi. Éf grasspretta var slæm en nýting góð var hey- Góðæri um land allt ................ Meðalárferði um land allt .......... Lélegur heyskapur um land allt ..... Mismunur á landshlutum og heytegund . Óþekkt eða ómarktækt ........... Alls skapur einnig oftast nálægt meðal- lagi. Ef hvor tveggja heppnaðist var því góðæri. Tafla 6 byggist á þessum staðhæfingum, en hún byggir á töflu 4. 60 22,1 37,8 53 19,5 33,3 46 17,0 28,9 79 29,2 33 12,2 271 100,0 100,0 254 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.