Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Síða 26

Freyr - 01.04.1983, Síða 26
Frá Framleiðsluráði landbúnaðarins Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins hinn 25. febrúar sl. gerðist m. a. eftirfarandi: Skipulag á framleiðslu og sölu eggja. Lagt var fram erindi frá Sambandi eggjaframleiðenda þar sem farið var fram á að verðlagning eggja verði felld undir verðlagskerfi landbúnaðarins þ. e. Sexmanna- nefnd. Einnig fer sambandið fram á að komið verði á félagsbundinni sölu og dreifingu eggja í heildsölu og í þriðja lagi að komið verði á stjórn á magni framleiðslu þannig að það verði eftir þörfum markað- arins á hverjum tíma. Erindi þetta flutti nefnd sem Samband eggjaframleiðenda kaus á almennum fundi sínum. Fram- kvæmdanefnd Framleiðsluráðs hafði ásamt nefndinni rætt þetta mál við landbúnaðarráðherra og ráðuneytisstjóra landbúnaðar- ráðuneytisins en til að þessu verði komið á verður ráðherra að setja sérstaka reglugerð um eggjasölu. Framleiðsluráð tók málinu vel og fól framkvæmdanefnd sinni og framkvæmdastjóra að vinna að því áfram í samstarfi við Samband eggjaframleiðenda. Vaxtarreikningur á mjólkurinnleggi. Erindi lá fyrir fundunum frá aðal- fundi Búnaðarsambands Skagfirð- inga með áskorun um að flýta útborgun á innleggi bænda og að inn í verðlag afurða komi vaxta- kostnaður vegna búrekstrarins. í tilefni af því samþykkti fund- urinn eftirfarandi: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins ákveður að eftirleiðis frá 1. janúar 1983 að telja skuli vaxta- reikna mjólkurinnlegg bænda frá 1. degi eftir sölumánuð". Aukakostnaður vegna skyrflutninga. Lagt var fram bréf frá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík vegna skyrflutninga frá Akureyri til Reykjavíkur á yfirstandandi vetri í kjölfar þess að undanrennumjöl þraut hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Mjókursamsalan fer fram á að henni verði bætt það tjón sem fylgi því að kaupa skyr frá Mjólkurbúi KEA á Akureyri á sama tíma og selt er undanrennu- duft frá einu mjólkurbúi á 1. sölu- svæði þ. e. Flóabúinu til sælgætis- gerðar. Af þessu tilefni samþykkti fundurinn eftirfarandi: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins samþykkir að ráðnir verði menn með sérþekkingu til að gera hlutlausa úttekt á því hvernig ódýrast og hagkvæmast fyrir mjólkuriðnað landsins í heild verði leyst úr þeim vanda að nýta undanrennu á Akureyri til vinnslu svo fullnægt verði þörfum inn- lenda markaðarins fyrir þær vörur, sem unnar eru úr undan- rennu þ. e. skyr, undanrennu- mjöl, kálfafóður o. fl. Þá verði metin og borin saman sú leið að sía og þykkja undan- rennu á Akureyri til flutnings í önnur bú til fullvinnslu, flutningur á skyri af Norðurlandi til Suður- lands eða flutningur á undanrennu í óbreyttu formi að norðan til vinnslu í Borgarnesi eða á Sel- fossi. Áætlun um útflutningsuppbætur verðlagsárið 1982/83. Lögð var fram fyrsta áætlun um heildarverðmæti búvörufram- leiðslu á yfirstandandi verðlagsári. Niðurstaðan bendir til að útflutn- ingsbótaréttur verði um 303 milljónir króna, en nokkur óvissa ríkir enn bæði um magn fram- leiðslu og verð innanlands. Rannsóknir á kjöti og mjólk. Samþykkt var að greiða kr. 100 000 á mánuði uns annað verð- ur ákveðið til rannsókna þeirra sem fara nú fram á kjöti og mjólk hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Relkningsuppgjör mjólkursamlaganna. Rætt var um reikningsuppgjör mjólkursamlaga í landinu. Undan- farin tvö ár hefur þeim samlögum sem hafa fengið styrk úr verðmiðl- unarsjóði ekki verið leyft að færa til gjalda reiknaðar verðbætur á skuldir, reiknað gengistap á skuldir né verðbreytingafærslu, á reikningsuppgjör. Þetta hefur sætt gagnrýni af hálfu ýmissa samlaga. Framleiðsluráð fól því endurskoð- unarskrifstofu að gera samanburð á reikningsuppgjöri eins og ákveð- ið var að það færi fram árin 1980 og 1981 annars vegar og hins veg- ar ef farið hefði verið eftir skatta- lögunum. Kom þar í ljós að það skiptir allmiklu máli, hvernig upp- gjörinu er hagað að þessu leyti og fer það eftir því hve mikið sam- lögin skulda. Ákveðið var að að þessu sinni skyldu öll samlög skila reiknings- uppgjöri í samræmi við ákvæði skattalaga. Einangrunar- og kynbótastöð fyrir alifugla. Bréf lá fyrir fundinum frá Búnað- arsambandi Suðurlands þar sem sótt var um styrk úr Kjarnfóður- sjóði til byggingar einangrunar- og kynbótastöðvar fyrir alifugla. Málið fékk jákvæðar undirtektir á fundinum en óskað var eftir sund- urliðaðri áætlun um kostnað við uppbyggingu slíkar stöðvar áður en ákvörðun yrði tekin í málinu. Fleiri umsóknir um styrki til alifuglaræktar lágu fyrir en ákvörðun um þær frestað, að 266 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.