Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Síða 27

Freyr - 01.04.1983, Síða 27
nokkru leyti vegna þess að of- framleiðsla hefur verið í þessari búgrein að undanförnu. Framleiðsla og sala mjólkur. Lagðar voru fram skýrslur um framleiðslu og sölu mjolkur á verðlagsárinu. Þar kom fram að á tímabilinu 1. sept. 1982 til 31. jan. 1983 voru lagðir inn rúmlega 727 þúsund lítrum meira af mjólk en á sama tíma árið áður. Sala á ný- mjólk og léttmjólk jókst um 214 þúsund lítra þegar sömu tímabil eru borin saman. Framleiðsla og sala kindakjöts. Sala á kindakjöti á yfirstandandi verðlagsári, frá 1. sept. 1982 til 31. jan. 1983 jókst um 535 tonn, þar af um 393 tonn af dilkakjöti eða 12% og 142 tonn af ærkjöti eða 19% og er þar innifalin sala á ærkjöti til Póllands. Ætla má að hluti af dilkakjötssölunni á þessu tímabili stafi af því að til var óvenju mikið af kjöti frá fyrra ári þegar slátrun hófst á sl. hausti. Kjötbirgðir hinn 31. janúar sl. voru um 300 tonnum meiri af dilkakjöti en á sama tíma árið áður en 233 tonnum minni af ærkjöti, (vegna sölunnar til Pól- lands). Hinn 1. febrúar sl. voru óseld 340 tonn af kindakjöti af framleiðslu ársins 1981. Útflutningur af kindakjöti á verðlagsárinu er um 106 tonnum minni en á sama tíma árið áður. im/# Molar Norðmenn fluttu út 16.000 tonn af kjöti árið 1982. Norskir bændur hafa eins og ís- lenskir starfsbræður þeirra haft á- hyggjur af offramleiðslu á kjöti. Þar hefur verið framleitt meira af öllum tegundum af kjöti en neytt hefur verið innanlands. Kjötútsölur voru haldnar á ár- inu en þær dugðu ekki til. Þess vegna varð útflutningur jafn mikill sem raun varð á. Norskir bændur verða sjálfir að taka á sig hallann af útflutningi, því að verðið sem fæst þannig fyrir kjötið, er ekki nema lítill hluti af innanlands- verðinu. Um síðustu áramót voru sam- tals 11.000 tonn af kjöti í frysti- geymslum þar, það var 4000 tonn- um minna en fyrir ári. Ákveðið hefur verið að hafa nokkurs konar útsölu á nautgripa- og svínakjöti. Offramleiðsla var einnig á kindakjöti á síðastliðnu ári, en samkvæmt síðustu búfjár- talningu hefur sauðfé fækkað nokkuð í Noregi, svo að útlit er fyrir að offramleiðsla á kindakjöti verði minni nú í ár en í fyrra. ,,Beringspuntur“ — nýtt fóðurgras. Árið 1974 var fyrst komið með fræ af Beringspunti frá Aiaska hingað til lands. Það gerði Þorsteinn Tómasson, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Síðan hafa verið gerðar til- raunir með þessa grastegund. Niðurstöður þeirra benda til, að Beringspuntur sé uppskerumikill og harðger. Frá upphafi hafa til- raunir verið gerðar á Hvanneyri og m. a. hafa farið fram rann- sóknir þar á verkun þurrheys úr Beringspunti og fóðurgildi hans. Samanburður var gerður á vallar- foxgrasi og Beringspunti. Nýlega kom út skýrsla frá Bændaskólan- um á Hvanneyri um þessar rann- sóknir. Höfundur skýrslunnar er Bjarni Guðmundsson. Samvkæmt niðurstöðum frá Hvanneyri virðist Beringspuntur standa vallarfoxgrasi að flestu leyti fyllilega á sporði og taka því fram í sumum greinum, sé miðað við þurrheysverkun og fóðrun á þurrheyi. í niðurstöðum skýrslunnar stendur m. a.: „Reynsla bænda og niðurstöður athugananna eru á svipaðan veg, hvað varðar lystug- leika heys af Beringspunti. Niður- stöður könnunarinnar styrkja því í helstu atriðum ályktanir þær, sem dregnar voru af athugunum á Hvanneyri. Á grundvelli þeirrar reynslu má telja, að Beringspunt- ur eigi fullt erindi í sáðsléttu hér- lendis, og ennfremur að nokkuð megi á sig leggja við öflun fræs af honum.“ Yfirlitsgrein um beringspunkt eftir Bjarna Guðmundsson mun birtast fljótlega hér í blaðinu. Atvinna óskast Óska eftir starfi sem ráösmaöur í sveit. Hef reynslu af öllum almennum bústörfum. Páll Bjarki Pálsson Gunnarsholti Rangárvöllum Sími 99-5088 FREYR — 267

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.