Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1983, Qupperneq 28

Freyr - 01.04.1983, Qupperneq 28
Ritfregnir Tré og runnar á íslandi. Ásgeir Svanbergsson íslensk náttúra I. Gefin út að frumkvæði Skógrœktarfélags Reykjavíkur. Útg. Bókaútg. Örn og Örlygur hf, Reykjavík 1982. Asgeir Svanbeigsson TRÉ OG StlMR ÁÍSLANDI (.efin úl aft rnmikia-öi Skógrii'klaifélags KeykjaiiVui Nokkru fyrir sl. jól barst mér í hendur umrædd bók sem er yfir- gripsmesta sérfræðiritiö um tré og runna sem til þessa hefur verið gefið út á íslensku. Um tilgang bókarinnar segir eftirfarandi í for- mála hennar: „Riti þessu er ætlað að koma til móts við vaxandi al- mennan áhuga á ræktun trjáa og runna. Það á að fræða unt upp- runa og skyldleika tegunda, rækt- un og útbreiðslu þeirra hérlendis og auðvelda nafngreiningu þeirra. Við val tegunda var stuðst við námsskrá Garðyrkjuskólans og reynt að fjalla um flestar algengar trjá- og runnategundir hérlendis og allmargar sjaldgæfar. Þá er einnig minnst á margar tegundir í grasagörðum og hjá söfnurum og enn aðrar sem óvíst er hvort finn- ast hér“. Þar sem ég frétti fyrir ári síðan að bók þessi væri væntanleg, hef ég beðið með tilhlökkun eftir að kynnast henni. I bókinni fjallar höfundur um 10 ættkvíslir barrviða og greinir frá 56 tegundum innan þeirra. Þess utan telur hann upp álitlegan fjölda afbrigða. Af lauftrjám og runnum er sagt frá 50 ættkvíslum, lýst 260 tegund- um og skráð til viðbótar hartnær 150 afbrigði. Algengari tegundum lýsir höfundur allnákvæmlega, en annarra getur hann lauslega. Af afbrigðum hefur verið valin sín ögnin af hverju, í flestum tilvikum af þekktari og betri endanum, enda annað tilgangslaust. í bók- inni eru greiningarlyklar að teg- undum innan 18 ættkvísla til að auðvelda notendum bókarinnar að átta sig á því, sem verður á vegi þeirra. Þannig á að vera unnt að rekja sig til þeirra tegunda sem staðið er andspænis í garði, eða skógarteig, séu þær á annað borð í lyklinum. Hvort leiðarvísar þessir muni koma þeim að gagni sem eignast bókina, verður reynslan að leiða í Ijós. Notkun plöntulykla krefst glöggskyggni á ýmis ein- kenni í fari plantna, og þarf því nokkra þjálfun til að nota þá. Annað er, að í þeim tilvikum þar sem ekki eru ræktaðar hreinar tegundir, en svo mun víða haga til með runngróður í görðum, er ávallt hætt við að lyklar sem þessir reynist gagnslitlir. Þeir geta þó kannski leitt á sporið. Svipuðu máli getur gegnt um greiningar- lykla sem byggja á einkennum sem seint eða sjaldan kann að gæta, sbr. köngla á ýmsum ber- frævingum. Eigi að síður er víst að þessi uppátekt höfundar gerir bókina áhugaverðari en ella. Fljótt á litið má samt búast við að það kunni að geta ruglað ýmsa, að höfundur hefur í stöku tilvikum tekið fleiri tegundir með í lykil en hann að öðru leyti getur um. Tel ég, að hann hefði átt að gera lesandanum grein fyrir þessu við inngang viðkomandi lykils, en svo er eigi. í tveimur tilvikum er og greinilegt að eitthvað hefur brost- ið við frágang lykla, sbr. í ættkvísl- inni Abies-þinur. Þar er skilgreint á milli A.nobilis og A.procera, en þetta er ein og sama tegundin, eðalþinur. Hér má reyndar upp- lýsa, að ræktun eðalþins hefur verið reynd lítilsháttar. Veit ég um tvo garða sunnanlands þar sem nokkrar hríslur hafa staðið um langt árabil. Á öðrum staðnum hafa þær ná álitlegum hæðarvexti, en hafa staðið allt of þröngt og geta því ekki talist til fegurðardísa. Fræ var fengið á sínum tíma hjá Skógrækt ríkisins. í síðara tilvikinu er alvarlegur brestur í lyklinum að Amelanchi- er-Bervið. Hefði höfundur betur alveg sleppt því að raða lykli þess- um saman. 268 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.