Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 29
Bókin hefst á kafla um skil- greiningu á orðum. Slík túlkun á merkingu atriða sem komið er inn á, er í alla staði brýn og nauðsyn- leg fyrir notendur bókarinnar. Að öðrum kosti getur þeint reynst ógreitt að átta sig á ýmsu þegar að tegundalýsingum kemur. Um- ræddar orðaskýringar eru stuttar og gagnorðar, og jafnvel svo, að í ýmsum tilvikum tel ég einum of skammt gengið hvað þetta snertir. Gera verður ráð fyrir að höfundur hafi fyrst og fremst haft áhugafólk í huga þegar hann ákvað að semja bókina, en flest þekkir það lítið inn á grasafræðihugtök. Hefði því farið betur, ef skýringar hefðu verið hafðar ívið ítarlegri hér og þar. Hér gætir einnig skýringa sem villt geta um fyrir væntanlegum notendum, en þær eru þó í minni- hluta. Tökum t. d. dæmið um skrúfstæðar greinar og blöð, sem í raun og veru táknar, að um stak- stæða stöðu sé að ræða, hvernig sem á málið er litið. Sú skýring að dvergsproti, öðru nafni stutt- sproti, geti ekki verið greindur, er heldur ekki allskostar haldbær. Höfundur virðist algjörlega leiða hjá sér að slíkir stuttsprotar eru ekki aðeins hjá barrtrjám, heldur og einnig hjá ýmsum öðrum viðar- gróðri. Þar geta þeir verið greinóttir, enda þótt slíkt muni vera sjaldgæfara en hitt. Stöngul- liðir eru og ætíð á milli blaða stuttsprota, jafnvel þótt augað, að viðbættu stækkunargleri, fái þá ekki greint. Lýsingar á ættkvíslum og helstu tegundum virðast í heild vera vel settar fram. Hygg ég að flest þau séreinkenni tegunda sem megin- máli skipta, komi fram þar sem best er vandað til frásagnar. En ekki er þetta alls staðar þannig. Efnið er unnið úr viðamiklum og góðum heimildum, sbr. heimilda- skrá aftarlega í bókinni. En þótt þannig sé, er það eigi að síður umfangsmikið og vandasamt verk að raða því saman í fræðslurit eins og hér um ræðir. Heimildarit eru heldur ekki ætíð þannig, að þar gæti í hvívetna samræmis allt til minnstu atriða í hverri plöntulýsingu. Viss raun- þekking þarf því að vera fyrir hendi á því efni sem fjallað er um. Hvort skortur hér á muni ástæðan fyrir því, að eitt og annað verður á vegi við lestur bókarinnar sem betur hefði mátt fara, skal ósagt látið. Get ég samt ekki stillt mig um að vekja athygli á eftirfarandi atriðum sem eiga ekki við rök að styðj ast. í fyrsta lagi er rangt að halda því fram, að hengimispill hafi gagn- stæðar smágreinar og eins hitt, að beykitré hafi gagnstæð blöð. I báðum tilvikum er um stakstæða stöðu þessara hluta tegundanna að ræða. Eins tel ég af og frá að halda því fram, að kambmispill sé líkur ígulmispli. Miðað við þær tegundir sem höfundur nefnir, er hann mun líkari bogamispli. Jafn- framt er ekki rökrétt, að telja aldin hafþyrnis og silfurblaðs til steinaldina, þegar um raunveruleg hnotaldin er að ræða. Þá sætti ég mig illa við að bjarmasóley skuli sögð með rauðgul upprétt blóm, þegar þau eru gul og hneigja sig fagurlega. Villur af þessu tagi geta vissulega stafað af yfirsjón eða þá af ónógum kunnugleika. Því mið- ur má rekast á ýmislegt fleira í svipuðum dúr, sem einhverra hluta vegna hefur ekki verið nægi- lega vel gaumgæft við samantekt á efninu. Að vísu virðist það flestallt smáræði eitt, en rýrir eigi að síður gildi bókarinnar. I rósaætt er t. d. talað um, að reynir sé með steinaldin, sem minni á ber eða epli, og aldin þyrnis eru heimfærð undir ber. Hví ekki að gera góða grein fyrir stein- og bereplum í orðaskýringum, eins og ýmsu öðru? Svipuð rangfærsla á sér stað varðandi heslihnetur, sem eru sagðar hálfumluktar trosnuðu bikarhýði. Hér virðist greinilega gæta þekkingarskorts í grasafræði, sem ráða hefði mátt bót á með hjálp sérfræðirita í formfræði. Enn eitt er það sem ég get alls ekki fellt mig við hjá höfundi, en það er að hann skuli raða náttúru- legum tegundum og tegunda- blendingum undir afbrigði, en augljóslega gerir hann þetta all- víða. Eg ímynda mér að sérhver trjáræktarsérfræðingur myndi forðast í lengstu lög að ganga þannig frá hlutunum á prenti, enda herfileg mistúlkun á grasa- fræðilegri merkingu orðsins. Ýmislegt annað væri freistandi að koma inn á, s. s. val tegunda, útbreiðslu þeirra og ræktun. Mun því þó sleppt. Á hitt þykir rétt að benda, að enda þótt margra viðar- plantna sé getið í bókinni, er hún ekki með öllu tæmandi heimild um íslenska garða hvað þær snert- ir. En ég þykist vita, að höfundi muni það full Ijóst. Þrátt fyrir það sem hér hef- ur verið gagnrýnt tel ég að fengur sé að bókinni. Hún geymir margháttaðan fróðleik og ég tel hana því ómissandi í handraða hjá öllum þeim sem vilja umgangast þann gróður sem hún fjallar um. Höfundur gefur ýmsum plöntum heiti og tekst það prýðilega. Eins lætur hann undir lokin fylgja með gagnlegar skýringar og þýðingar á plöntuheitum. Bókina prýða 42 fagrar litmynd- ir úr íslenskum görðum og á annað hundrað teikningar, en því miður en þorri þeirra ekki nægilega vandaður, og margir óglöggir. Það þarf alveg sérstaklega þjálfaða teiknihæfileika og einstaka næmni á einkenni plantna, eigi að takast vel að ná fram góðri eftirmynd þeirra. Aðeins fáum er slíkt kleift. En hvað sem því líður, þá óska ég höfundi til hamingju með þennan áfanga, og sömu óskir færi ég Skógræktarfélagi Reykjavíkur og útgefendum. Bókin „Tré og runnar" er 192 bls. í handhægu broti og með góðri tilhögun á niðurröðun les- máls og efnis. Er þó ekki um skyldleikaniðurskipan tegunda að ræða. Óli Valur Hansson. FREYR — 269

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.