Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1983, Side 8

Freyr - 01.09.1983, Side 8
Tónninn § Sveinn Hallgrímsson sauðfjárræktarráöunautur Er íslenska dilkakjötið of feitt? Undanfarin ár og áratugi hefur kynbótastarfið í sauðfjárrækt mið- að að því að auka gæði sauðfjár- afurða og að auka hagkvæmni sauðfjárræktarinnar. Þetta hefur í hnotskurn gerst á þann máta að: 1. auka frjósenri, en enginn einn eiginleiki hefur jafn mikil áhrif á hagkvæmni, séu að- stæður þannig að æskilegt sé að hafa senr hæstar afurðir. 2. bæta gæði dilkakjöts (og kjöts af fullorðnu). 3. auka vaxtarhraða dilka og þar með fallþunga. 4. auka ullargæði, einkum með því að fækka s. k. rauðgulum illhærum í ull. Um aðferðirnar við kynbætur þessara eiginleika skal ekki rætt hér, en ljóst er að starfsemi fjár- ræktarfélaganna og sauðfjársæð- ingarnar hafa á síðustu árum haft ómæld áhrif. Þessi áhrif munu að öllum líkindum aukast á komandi árum. Sé hugsað nokkra áratugi aftur í tímann er ljóst að skilgreining fólks á kjötgæðum hefur breyst mikið undanfarið. Það er t. d. enginn sem talar lengur um „þver- handarþykktar síður“ með vel- þóknun, eins og mestu sælkerar gerðu. Neytandinn í nútíma þjóð- félagi vill fá kjöt, og sem minnst af fitu. Þeir sem telja sig hafa mest vit á kjöti segja, að kjötið þurfi að hafa nægjanlega fitu í og milli vöðva og á yfirborði, eigi það að vera gott. Þetta eru sjálfsögð sannindi, en þær raddir heyrast oftar og oftar frá neytendum að íslenska dilkakjötið sé of feitt. Spurningin er hvort þetta sé rétt. Þá er fyrst að athuga, hvort til sé einhver annar mælikvarði á hvort fitan sé of mikil eða ekki. Að mínu mati eru neytendur eini rétti dómarinn. Hins vegar á kjöt- matið að vera sá aðili sem flytur skilaboð milli neytandans og framleiðandans: Segir neytandan- um hvaða gæðaflokka fram- leiðandinn býður uppá og segir framleiðandanum hvaða gæði neytandinn metur mest. Ekki skal rakið hér hvernig kjötmatið starfar, enda þekkja lesendur Freys það. Á hitt skal hér bent, að samkvæmt niðurstöð- unt kjötmatsins fara innan við 0,5% af dilkaföllum í flokkinn DII—O, sem er of feitt kjöt. Sömuleiðis fer um 1,0% dilkafalla í sk. DI* - flokk, sem er sérstak- lega vöðvafyllt og hæfilega feitt kjöt. Sé það rétt skilið hjá mér að kjötmatið eigi að flytja skilaboð mili neytenda og framleiðenda, þá hlýtur frantleiðandinn að skilja skilaboð kjötmatsins svo að dilka- kjötið sé ekki of feitt, þar sem aðeins 0,4-0,5% fara í þann flokk. Er þetta rétt? Nei, að mínu viti er það ekki rétt. Ég hefi það á til- finningunni að bændur taki vart mark á því þó einn og einn lambs- skrokkur sé talinn of feitur. Það hlýtur að stafa af því að bændurn þyki að verðfellingin sé það lítil fyrir utan magnið að ekki skipti máli. Það er tiltölulega einfalt að finna út að bóndinn gerir engar ráðstafanir til að ntinnka fitu vegna eins lambs af hverjum 250. En sé kjötið of feitt, hvað getur bóndinn þá gert til að minnka fituna? 1. Hann getur unnið að því að minnka hana með kynbótum, t. d. með afkvæmarannsókn- um, og með því að nota þær vísbendingar sem kjötmatið gefur unt hvaða hrútar gefa of feit föll. Það er hins vegar ljóst að meðan aðeins fara 0,4% falla í DII O er ekki hægt að nota niðurstöður kjötmatsins í kynbótastarfinu, enda er kjötið þá ekki of feitt. 2. Bændur eiga að fara að skoða öll lömb fyrir slátrun og meta hvort þau séu hæfilega feit eða ekki. Þeim sem eru of feit og þeim sent eru of mögur ætti ekki að slátra. Hér munu einhverjir spyrja hvort bónd- inn geti gert eitthvað til að minnka fitu á lambi sem er orðið of feitt. Hægt er að hugsa sér að geyma lambið á slakari beit, orkuminni, láta það halda áfram að vaxa og þyngjast og vita hvort fitan minnkar ekki. Ekki er víst að öllum geðjist af þessu síðasta ráði en það er hins vegar ljóst að ef dilkakjötið á áfram að vera uppistaðan í kjöt- neyslu íslendinga verður kjötið að vera í samræmi við kröfur neytandans. Bændur verða sjálfir að hafa frumkvæðið urn að hafa kjötið eins og neytandinn vill. 656 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.