Freyr - 01.09.1983, Page 14
Guðmundur P. Valgeirsson
Bæ, Trékyllisvík
Úrbóta er þörf
Víða að berast fréttir um að tún séu meira kalin nú en áður eftir langan snjóa- og
klakavetur, og lítillar uppskeru sé að vœnta á þessu sumri, og í heilum sveitum sé
fyrirsjáanlegur uppskerubrestur.
Kal í túnum er svo sem ekkert nýtt
fyrirbæri. Árum saman hafa þau
verið meira og minna kalin og tjón
bænda af þeim sökum mikið og
ómælanlegt. Fátt er bændum
ömurlegra en að horfa á tún sín
svo illa farin og sjá ræktunarstörf
margra ára að engu orðin, án þess
að fá nokkuð raunhæft að gert.
Við, bændur í Árneshreppi,
höfum ekki farið varhluta af þess-
um skaðvaldi. Og í ár er fullt útlit
fyrir að uppskera verði enn minni
en hún hefur verið undanfarin ár,
þótt hún hafi ekki verið mikil, og
bændur verið í vandræðum með
að halda litlum bústofni sínum,
sem þeir eiga þó afkomu sína
undir. Það er lengi búin að vera
brýn þörf á að gera verulegt átak í
endurræktun þessara gróðurlausu
túna. Ýmsir hafa reynt það á und-
anförnum árum, þótt í smáum stíl
hafi verið. Árangur af þeirri
endurrækt hefur þó ekki gefið þá
raun, að það hafi hvatt menn til
stórra hluta í þeim efnum. Gróður
sá, sem sáð hefur verið til hefur
reynst endingarlaus, og landið
jafn dautt eftir 2-3 ár. Sú saga er
ekki bundin við Árneshrepp ein-
an. Víðsvegar um land heyrir
maður sömu sögu. I því er lítil
uppörvun og margir hafa lagt árar
í bát í þeirri viðleitni. Hér er því
sannarlega illt í efni og full þörf að
leita leiða til úrbóta. Fleira veldur
en kalt árferði, þó að það geri sitt
til. Nauðsynlegt er að leiðbein-
ingaþjónusta bænda taki virkari
þátt í þeirri rannsóknastarfsemi
sem nauðsynleg er til undirbún-
ings endurræktuninni í von um að
sama sagan endurtaki sig ekki.
Það er eitthvað meira en lítið að,
þegar jarðvegur túna er svo
steindauður að ekki þrífst í honum
illgresi, og í besta falli síðsprottið
varpasveifgras sem enga eftirtekju
gefur, eins og flestum bændum er
kunnugt. Orsaka þessa jarðvegs-
ástands verður að leita og bæta úr
því ef mögulegt er, annars er þetta
vonlaust verk. En það er heldur
ekki hægt að horfa á þetta áruin
saman án aðgerða.
Óttar Geirsson, ráðunautur
Búnaðarfélags íslands, skrifaði
skilmerkilega grein um þetta efni í
15. tölublað búnaðarblaðsins
Freys í fyrra, og gaf um leið
greinagóðar leiðbeiningar um
hvernig skyldi að því unnið. Fyrir
þá, sem standa frammi fyrir þessu
vandamáli og hugsa til úrbóta, er
nauðsynlegt að lesa þá grein og
leiðbeiningar, sem þar er að finna,
áður en þeir hefjast handa. Eg vil
sérstaklega benda á eitt atriði sem
Óttar nefnir í þessari grein sinni.
Það er að kalka landið með skelja-
kalki. Menn taki eftir: Með skelja-
kalki, en ekki með áburðarkalki
frá Aburðarverksmiðjunni. Eg tel
þetta einna athyglisverðustu
ábendingu þeirrar greinar og bið
bændur að gefa því gaum. En þá
vaknar spurning: Hvernig eiga
þeir bændur, sem búa í órafjar-
lægð frá skeljakalksnámunni á
Akranesi, að afla sér skeljakalks
til þess að geta framfylgt þessu
þýðingarmikla atriði?
Þá möguleika (eða ómöguleika)
hefði Óttar eða einhver annar sem
til þekkir, mátt ræða nánar. Að
mínum dómi er nær ófram-
Kalið tún við bæ á Suðurlandi 1981.
Ljósm. Jónas Jónsson.
662 — FREYR