Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1983, Síða 9

Freyr - 01.09.1983, Síða 9
Ráðunautafundur 1983 Stefán Aðalsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Verndun erfðaefnis í búfé Almenn viðhorf til verndunar búfjárstofna. Á undanförnum 30—40 árum hefur átt sér stað bylting einkum fólgin í þrennu. 1. Tæknifrjóvgun hefur haldið innreið sína í heiminum, og með henni hefur tekist að fækka stórkostlega þeim karl- dýrum sem þarf til að viðhalda þeim búfjártegundum, sem hægt er að beita tæknifrjóvgun á. Djúpfrysting sæðis hefur aukið möguleikana á fækkun karldýra. 2. Hagnýt kynbótafræði hefur byggst upp á þessum tíma sem umfangsmikil vísindagrein. Henni hefur verið beitt mark- visst að því að auka öryggið í dómum á þeim gripum, sem til greina koma til kynbóta. Með því móti eru valdir færri og betri gripir til framtíðarnotkun- ar heldur en áður, og kynbóta- framfarir í búfjárstofnum eru meiri nú en nokkru sinni fyrr. 3. Flutningur kynbótaefniviðs milli Ianda og heimsálfa er nú leikur einn, og sérhæfðir bú- fjárstofnar, sem kynbættir hafa verið að stóraukinni afkasta- getu, fara nú eins og eldur í sinu um heiminn og útrýma eldri og lélegri stofnum hröðum skrefum. Afleiðingar þeirrar þróunar sem rakin er hér að ofan eru sumpart greinilegar, en öðrum þræði ófyrirsjáanlegar. Við kynbæturnar dregur úr erfðabreytileika, og á löngum tíma er hætta á að hann minnki svo mikið, að ekki verði lengur hægt að ná neinum viðbrögðum við úrvali. Stefán Aðalsteinsson. Þá er ekki lengur hægt að halda áfram að bæta stofnana að sama marki og áður. Þá er ekki heldur hægt að hreyfa þá með úrvali til annarra átta, ef ástæða verður til að stefna að nýju kynbótamarkmiði í fram- tíðinni. Þá er ekki heldur hægt að rækta upp í gripunum hæfni til að lifa og skila afurðum við ný og breytt skilyrði, þó að þess þurfi með. Viðnámsþróttur gegn sjúkdóm- um gæti t. d. glacast við langtíma- kynbætur í umhverfi sem sjúk- dómurinn finnst ekki. í. Gegn sumum sjúkdómum er til arfgengt viðnám, og það er hagkvæmara að viðnámið sé innbyggt í bústofninn heldur en þurfa að beita sóttvörn- um og lækningum. Hættan á að erfðabreytileiki búfjárstofna í heiminum minnki stórum á næstunni er að koma betur og betur í ljós. í búfjárrœkt. Sú bylting er Á hinn bóginn gera hinar öru kynbótaframfarir gömlum stofn- um sífellt erfiðara um vik að standa sig í samkeppninni. Þau búfjárkyn, sem ekki borga sig í nútíma búskap hverfa óðfluga. Það eru þau viðhorf, sem lýst er hér að framan, sem hafa opnað augu manna fyrir því, að tryggja þarf virka geymslu á þeim breyti- leika í erfðaefnivið, sem búfjár- stofnar heimsins búa yfir. Þegar gömlum stofni búfjár er útrýmt, glatast allir þeir erfðavís- ar, sem stofninn býr yfir. Þeirra á meðal gæti hafa verið verðmætur viðnámserfðavísir, sem hvergi var til annarsstaðar eða verðmæt samtenging erfðavísa, sem átti betur við umhverfi stofnsins held- ur en nokkur önnur samtenging sem til boða stendur. Við vitum svo lítið ennþá um hugsanlega kosti gamalla og „lé- legra“ búfjárstofna, að það er ábyrgðarhluti að láta þá glatast. Sérstaklega á þetta við um stofna sem lengi hafa verið einangraðir frá öðrum stofnum og eru ekki náskyldir neinum núlifandi stofn- um. Þar eru mestar líkurnar á að til sé erfðaefni, sem ekki finnst annarsstaðar. Slíkt erfðaefni þarf að eiga til- tækt handa afkomendum okkar um ókomna framtíð. Tilgangurinn með verndun búfjárstofna. í þeim umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu um verndun FREYR — 657

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.