Freyr - 01.09.1983, Síða 10
búfjárstofna hefur komið fram, að
þrenn sjónarmið ráði mestu um
tilganginn með verndun:
1. Hagnýtt og hagfræðilegt sjón-
armið, sem leyfir virkt kyn-
bótastarf sem getur mætt
breyttum kröfum um afurðir
eða breyttu umhverfi og að-
búnaði.
2. Vísindalegt og fræðilegt sjón-
armið, þar sem aðaláhugaefnið
er að halda við sem mestum
erfðabreytileika til að nota
hann við líffræðilegar rann-
sóknir. Veigamikill þáttur í
slíkum rannsóknum gæti oirðið
mæling á erfðaframförum í hin-
um kynbættu stofnum.
3. Menningarsöguleg sjónarmið,
þar sem Iögð er almenn áhersla
á að varðveita menningarsögu-
legt umhverfi. Búféð er snar
þáttur í menningu þjóðanna,
og hún verður ekki varðveitt
handa komandi kynslóðum
nema búféð og umhverfi þess
sé varðveitt líka. Þetta vernd-
unarsjónarmið tengist líka
rannsóknum og kennslu í
menningarsögu.
Útrýmingarhætta.
Talið er að mjög alvarlega horfi
um verndun erfðaefnis í búfé víða
um heim.
I yfirlitserrindinu sem Kalle
Maijala, prófessor í Finnlandi og
Nils Kolstad, prófessor í Noregi
héldu á fundi norrænnar búfjár-
genbankanefndar í Reykjavík
sumarið 1982 nefndu þeir meðal
annars eftirfarandi dæmi um tap-
aðan erfðaefnivið eða alvarlega
fækkun kynja.
Finnska kúakynið, bæði norð-
ur-, austur- og vesturfinnskt, er á
hröðu undanhaldi.
Finnska sauðféð hefur dreifst út
um allan heim til blöndunar við
önnur fjárkyn, en fækkaði heima
fyrir úr 1200 000 kindum árið 1950
í 100 000 kindur árið 1970.
Finnska hænan er því nær horfin
og sömu sögu er að segja um
finnsku geitina. Veruleg hætta er
á, að finnski dráttarhesturinn
glatist.
í Svíþjóð hefur kúm af sænska
kollótta kyninu fækkað alvarlega.
í Noregi voru um 30 kúakyn um
1930, en eru nú 2—3, og í Vestur-
Þýskalandi glötuðust 5 af 8 svína-
kynjum frá 1952—1970.
Samkvæmt úttekt á verndunar-
þörf búfjárkynja í Evrópu, sem
gerð var fyrri hluta árs 1982 var
fjöldi kynja í útrýmingarhættu
sem hér segir:
Hænsnastofnum hefur stór-
fækkað, eftir að blendingsrækt í
hænsnum ruddi sér til rúms.
Oft byggist val á milli búfjár-
kynja á takmarkaðri þekkingu eða
einhliða upplýsingum.
Þekkt gagn af gömlum kynjum.
Nokkur dæmi eru um það, að
búfjárkyn, sem voru lítt þekkt,
hafi náð vinsældum og notkun
þeirra stóraukist vegna breyttra
skilyrða. Meðal slíkra kynja eru:
Charolais nautgripir til kjöt-
framleiðslu.
Finnskt sauðfé vegna hárrar
frjósemi.
Gotlandsfé vegna feldgæða.
Piétrain svín vegna vöðva-
söfnunar.
Kínversk svín vegna frjósemi.
Cornish hænur vegna holdsemi.
Þá eru nokkur dæmi til um
einstaka erfðavísa, sem hafa varð-
veist og eru að koma að gagni í
nútíma kynbótum. Þar á meðal
eru eftirtaldir erfðavísar:
Erfðavísir fyrir hárri frjósemi í
Booroola fé.
Erfðavísar sem tengjast vatns-
vöðva í svínum (Halotanprófun).
Kynbundnir erfðavísar í hænsn-
um til kyngreiningar.
Erfðavísar fyrir dvergvexti í
holdakjúklingum.
Auk þessa hefur komið fram
við rannsóknir á gömlu norsku
landhænunni, að enda þótt hún
skili mun minni afurðum heldur
en kynbættir stofnar af varphæn-
um, hefur hún reynst mjög vel til
blendingsræktar. Einnig hefur
komið í ljós, að í norsku hænunni
virðast skurngæði eggjanna mun
meiri heldur en í ræktuðum stofn-
um, og sá munur virðist stafa af
erfðum (Kolstad, 1982).
Aðferðir við verndun búfjárstofna.
Þrjár aðferðir eru tiltækar til að
vernda búfjárstofna, þ. e.:
1. Viðhald og ræktun lifandi
stofna.
2. Geymsla á djúpfrystu sæði.
3. Geymsla á djúpfrystum fóst-
urvísum (embryoer).
Viðhald lifandi stofna getur
orðið mjög dýrt, ef um er að ræða
stofna, sem liggja langt að baki
öðrum í afurðasemi og eru e. t. v.
mikið skyldleikaræktaðir.
Sumsstaðar hefur verið brugðið
á það ráð að geyma lifandi búfjár-
stofna í eins konar lifandi dýra-
söfnun, þar sem þeir eru til sýnis
gegn aðgangseyri. Slíkum söfnum
hefur verið komið á fót í Finnlandi
og Ungverjalandi og að hluta til í
Bretlandi. Aðsókn að finnska
búfjárdýrasafninu hefur verið
mjög góð. Þangað komu 30 000
manns árið 1981 og 50 000 manns
árið 1982.
Geymsla á djúpfrystu sæði er
ódýrasta aðferðin til varðveislu á
Fjöldi Fjöldi
skráöra kynja í % af öllum
Búfjártegund kynja hættu kynjum
Nautgripir ............................... 172 74 43
Hross .................................... 139 28 20
Svín........................................ 61 26 43
Sauðfé ................................... 259 60 23
Geitur...................................... 76 9 12
Samtals.............................. 707 197 28
658 — FREYR