Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1983, Side 11

Freyr - 01.09.1983, Side 11
erfðaefni, en henni fylgir sá ókost- ur, að erfðaefnið er í einlitna formi í sæðinu. Ef kynið, sem varðveitta sæðið er úr, deyr út, þarf að nota sæðið í kvendýr af öðrum stofni í fyrstu atrennu og síðan í kvendýr af 1., 2., 3. blend- ingsættlið, o. s. frv. til að endur- byggja upp gamla kynið í upp- runaíegri mynd. Eftirfarandi tafla sýnir, hve ört erfðaeðli gamla kynsins byggist upp við endur- tekna notkun sæðis úr gamla kyn- inu, fyrst í óskylt kyn og síðan í hvern blendingsliðinn á fætur öðrum. Prósent af Blendings- erfðaefni ættliður nr. gamla kynsins 1 ....................... 50.00 2 ...................... 75.00 3 ...................... 87.50 4 ...................... 93.75 5 ...................... 96.88 6 ...................... 98.44 7 ...................... 99.27 Hægt er að djúpfrysta sæði flestra búfjártegunda, en frjóvg- unarárangur með djúpfrystu sæði er misjafn eftir tegundum. Djúpfrysting á fósturvísum (em- bryoer), þ. e. frjóvguðum eggjum á 32—64 frumu stigi er orðin þró- uð á sviði nautgriparæktar og er að valda byltingu á sviði naut- gripakynbóta. Aðferðin er fólgin í því, að fjöldaegglosi (superovulation) er komið af stað hjá kúnni með hor- mónagjöf. Síðan er kýrin sædd með venjulegu móti. Á 6. eða 7. degi frá frjóvgun eru frjóvguðu eggin flædd úr leginu með sérstökum tækjabúnaði. Þeg- ar það langt er komið, er hægt að flytja frjóvguðu eggin beint í aðrar kýr, sem eru á sama stigi beiðmáls og flæddu kýrnar eða þá að þau eru djúpfryst og geymd í fljótandi köfnunarefni, þar til þeirra er þörf. Djúpfrystu eggin eru hraðþídd í 37°C heitu vatni, áður en þau eru notuð. Þróaðar hafa verið aðferð- ir til að leggja frjóvguð egg beint inn í leg kúnna án uppskurðar, og Kúrí-tarfur frá Chad. Þessir nautgripir reynasl þar vel til kjötframleiðslu. Tuddi af Shetlandskyni. Nautgripir af því kyni eru harðgerðir og ekki fóðurvandir. það eykur notagildi aðferðarinnar mjög mikið. Djúpfrystur fósturvísir er tví- litna og verður að hreinræktuðum einstaklingi gamla kynsins, þegar honum er komið fyrir í legi á kú, þar sem hann verður að fullburða kálfi. Djúpfrysting á fósturvísum er því mjög hagkvæm aðferð til varðveislu nautgripakynja sem eru í útrýmingarhættu. Djúpfrysting hefur einnig tekist vel á fósturvísum úr sauðfé, geit- um og kanínum, en ekki er vitað til að jákvæður árangur hafi feng- ist með fósturvísa úr öðrum dýrum. Við djúpfrystingu á fósturvísum úr kú má reikna með eftirfarandi tölum (Prof. Rasbæk, Afd. for seksualfysiologi, den Kgl. Veteri- nær- og Landbohöjskole, Köben- FREYR — 659

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.