Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1983, Síða 12

Freyr - 01.09.1983, Síða 12
havn, 7. janúar, 1983. Persónu- legar upplýsingar). Fjöldi á kú Prósent Fósturvísar við flæðingu . 6.3 100 Nothæfirtil frystingar . . . 4.5 71 Nothæfir eftir frystingu . . 4.0 63 Fæddir kálfar 2.0 32 Samkvæmt þessu yfirliti kemur fullburða kálfur úr 3. hverju flæddu eggi. Teeswater-œr. Þetta gamla, lagðsíða fjárkyn er framúrskarandi frjósamt. Úttekt á þörf fyrir norrænan búfjárgenbanka. Árið 1978 var haldinn samnor- rænn fundur á Hanaholmen í Finnlandi um genbanka og aðra möguleika á að varðveita erfða- verðmæti í náttúrunni. Á þeim fundi lagði starfshópur um búfé fram tillögur um genbanka fyrir búfé. Norræna ráðherranefndin ákvað á fundi í desember 1979 að veita fjármagn til að koma á fót norrænni genbankasamvinnu á sviði búfjárræktar. Tilnefndur var starfshópur til að fjalla um málið, og var í þeim hópi einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna. Eftir- taldir fulltrúar hafa verið í starfs- hópnum. Danmörk A. Neimann Sörensen Finnland ...... Kalle Maijala ísland . . Stefán Aðalsteinsson Noregur ....... Nils Kolstad Svíþjóð . Martin Wilhelmsson Svíþjóð ....... Curt Matzon. Formaður hópsins frá upphafi hefur verið K. Maijala. Ritari hópsins var Curt Matzon, en hann fór til starfa í þróunarlöndum árið 1980 og þá tók Wilhelmsson við ritarastörfum. Starfshópurinn lagði til með bréfi til landbúnaðarráðuneyta Norðurlanda í mars 1981, að sett yrði á laggirnar búfjárgenbanka- nefnd í hverju landi fyrir sig. í þeirri nefnd ættu sæti fulltrúar með sérþekkingu á menningar- sögu og fulltrúar frá landbúnað- inum. Búfjárgenbankanefndir hafa nú verið skipaðar í Finnlandi og Nor- egi og þær nefndir vinna að úttekt á verndunarþörf búfjárstofna og skipulagningu verndunarstarfsins. I Svíþjóð var skipuð nefnd árið 1973 til að fjalla um genbanka fyrir jurtir í jarðrækt og garðrækt. Sú nefnd var stækkuð árið 1978, og var henni þá falið að fjalla jafnframt um búfjárgenbanka. Áliti sínu um búfjárgenbanka skilaði nefndin haustið 1980, en síðan er málið í biðstöðu hjá sænskum landbúnaðaryfirvöldum. í Danmörku fól landbúnaðar- ráðuneytið Statens Husdyrbrugs- forsög að gera úttekt á búfjárgen- bankamálum í Danmörku. Statens Husdyrbrugsudvalg tilnefndi 6 manna starfshóp til starfsins á fyrri hluta árs 1982, og sá starfs- hópur hefur nú skilað áliti til land- búnaðarráðuneytisins. Clydesdale hestur. Þessir hestar eru nú sumsstaðar nolaðir til dráttar vegna orkukrepp- unnar og þar sem land er erfitt fyrir drállarvélar. 660 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.