Freyr - 01.09.1983, Side 16
Kal í túni í Skagajirði í júní 1981 Ljósm. Bjarni Guðleijsson.
bessaleyfi til að miðla upplýsing-
um um þetta (óstaðfestum) þá vil
ég geta þess, að í viðtali blaðsins
Þjóðólfs á Selfossi við Eggert á
Þorvaldseyri, þann merkisbónda,
segir hann að kornrækt sín sé
óhugsandi nema með því móti að
kalka akrana með skeljakalki
öðru hvoru. Getur ekki það sama
gilt um túnin okkar?
Til þess að koma í veg fyrir
mistúlkun orða minna vil ég taka
það fram, nú eins og áður, að ég
tel ekki að kalksandur einn saman
leysi allan vanda eða komi í veg
fyrir kal þótt hann sé borinn á tún
eða í flög. Þar kemur fleira til við
breytilegar aðstæður, svo sem
jarðvatn, fræval og fleira, sem ég
hefi of takmarkaða þekkingu á.
Þar þurfa að koma til rannsóknir
og virk leiðbeiningaþjónusta. En
ég er handviss um það, að mjög
víða dregur sandurinn úr kalhættu
og kemur í veg fyrir hana, einkum
í rökum mómýrum og annars stað-
ar þar sem jarðvegur er svo súr,
að allur gróður á þar erfiða lífsaf-
komu vegna þess að ekki hefur
verið séð fyrir nægu kalki í þeim
áburðarblöndum, sem notaðar
eru.
í þessum hugleiðingum hefi ég,
eins og þeir Öttar og Eggert á
Þorvaldseyri, sneitt hjá að ræða
um áburðarkalkið frá Áburðar-
verksmiðjunni. Ég held að það
henti ekki í þessum tilgangi, en
mér finnst tilfinnanlega vanta
greinargóðar upplýsingar
leiðbeiningamanna um notkun
þess. Ég óttast að í höndum
margra geti notkun þess orðið of
fálmkennd og jafnvel valdið skaða
vegna hins mikla köfnunarefnis-
innihalds þess.
Ég hefi enn lagt í að hreyfa
þessu máli þrátt fyrir litla þekk-
ingu mína, því að mér óar við að
sjá fyrir augum mér það gróður-
leysi, sem við blasir næstum hvar
sem farið er og óþolandi er við að
búa. Með þessum orðum mínum
vildi ég vekja umræðu um þetta
stóra vandamál og hvetja til um-
hugsunar og úrbóta. Umræða um
það þarf að vera önnur og meiri
en smá fréttaklausur í dagblöðum
og öðrum fjölmiðlum.
Leiðbeiningaþjónustan þarf að
taka betur við sér með raunhæfum
aðgerðum og umræðu og freista
þess betur en gert hefur verið og
koma af stað raunhæfum
úrbótum.
Molar______________
Athugasemd.
Vegna fyrirspurna skal það upp-
lýst að forsíðumynd af ullarþvotti
á Hosósi á 13. tölublaði var tekin
árið 1966.
Einkunnir hrúta á sæðingarstöðvunum.
Frh. af bls. 677.
hefðu einkunnir dætra átt að fara
hækkandi en ekki lækkandi. Þetta
getur einnig verið bendning um að
stöðvarhrúta þurfi að velja enn
strangar sem ærfeður en gert hef-
ur verið nú um tíma.
Athuga ber að einkunnir hrúta,
sem fá nú sinn fyrsta dóm fyrir
dætur eftir sæðingar, byggja ein-
göngu á upplýsingum um vetur-
gamlar ær. Reynslan virðist að
vísu sýna að einkunnir byggðar á
gemlingsári virðast segja mikið
um síðari reynslu dætranna. Samt
ber að hafa hugfast að þar eru
eiginleikar dæmdir á nokkuð ann-
an hátt og því hljóta að koma upp
tilvik þar sem fram koma frávik á
þessum dómum.
Á það skal bent að nú er komin
allnokkur reynsla á Þistilfjarðar-
hrútana frá 1978 sem ærfeður. Því
miður þá virðist enginn þessara
hrúta ætla að reynast mjög góður
ærfaðir og sumir þeirra í slöku
meðallagi. Þetta sýnir að ætternis-
dómur einn fyrir hrúta sem fá eins
mikla notkun og stöðvarhrútarnir
er verulegur ótraustur dómur.
664 — FREYR