Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 18

Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 18
Frá tilraunastödinni Korpu. Allmikil svellalög voru á hluta tilraunar nr. 01-528-80 síðari hluta vetrar 1981. Sáðgresi hefur gisnað nokkuð þar sem svellalög voru mest, en að þvi virðist óháð áburðarmeðferð. Myndin var tekin II. mars, þegar mikið varfarið að hlána. Korpu sumarið 1980. Hafa niður- stöður þeirra komið nokkuð á óvart. Til þess að gefa nokkra hugmynd um þessar niðurstöður, birtist yfirlit yfir uppskerumæl- ingar 1982 í 1. töflu. Tilraunirnar 01 og 02 eru gerðar á átta stofnum fjögurra grasteg- unda sem sáð var 1977, en tilraun 03 er gerð á gömlu túni. Allir liðir fengu 60 kg N á ha í Græði 1 24. maí. Allir liðir nema viðmiðunar- liðurinn fengu svo 60 kg N á ha í Kjarna í viðbót, en þeim áburði var dreift á mismunandi tímum, sjá töfluna. Þeir reitir sem fá áburð 8. júlí eru tvíslegnir, en aðrir aðeins einu sinni. Slegið var 6.-7. júlí 1982. í tilraun nr. 03- 528-81 eru þó tveir tilraunaliðir með áburðartíma 18. ágúst, og er hér tekið meðaltal þeirra. Var há slegin á öðrum reitnum 28. sept. 1981. Skil milli tilraunaára eru að loknum fyrri slætti eða um viku af júlí. Uppskerutölur úr tvíslegnum liðum eru því summa uppskeru í júlí 1982 og síðari sláttar árið áður. í þessum tilraunum hefur það gefið betri raun að bera nokk- urn hlut áburðarins á að hausti en að bera hann allan á að vori, og niðurstöður frá árinu 1981 í elstu tilrauninni benda í sömu átt. þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. Benda má á atriði í framkvæmd tilraunanna, sem geta valdið því, að þær gefa ekki alveg réttan samanburð, t. d. að of snemma hafi verið slegið til að voráburðar- dreifingin hafi fengið sanngjarnan samanburð. Hvort svo er, skýrist væntanlega, þegar niðurstöður efnagreininga verða gerðar upp. Á hinn bóginn er þekkt úr er- lendum tilraunum, að heildarupp- skera graslendis er nokkuð óháð því, hvernig áburður skiptist á áburðartíma, en dreifingartímann má nota til að stýra grasvexti að sumrinu. Einnig hafa ýmsar inn- lendar tilraunir sýnt, að sú há, sem er látin óslegin eða óbitin að hausti, er ekki endilega glötuð uppskera, heldur verður grasvöxt- ur meiri árið eftir, oft svo að litlu munar á heildaruppskeru. Þannig virðist einnig mega stýra grasvexti milli ára. Grastegundir og haustáburður. Eins og áður var nefnt, var í tveimur tilraunanna gerður sam- anburður á grastegundum og stofnum. Sundurliðaðar niður- stöður er að finna í tilraunaskýrslu frá 1982. í 2. töflu er stofnunum skipt í þrjá flokka. Af vallarfox- grasi eru þrír stofnar, Korpa, Engmo og Adda, sem um flest eru mjög svipaðir. Vallarsveifgras- stofnarnir Holt og Fylking eru að 1. tafla Uppskera, hkg þe. á ha, í tilraunum með mismunandi dreifingartíma köfnunarefnis á Korpu tilraunaárið 1981-1982. Grunnáburður 60 kg N á ha í Græði 1 borinn á 25. maí 1982. Áburðartímar 8.7 18.8 9.9 29.9x Voráburðar- liður Samanburðar- liður N kg ha 1981 .... 60 60 60 ■60 ; 0 0 N kg ha 25/5 '82 .... .... 60 60 60 60 120 60 Tilraun nr.: 01-528-80 . ... 40.4 43,6 41,8 36,0 27,3 02-528-81 .... 35,0 32,7 28,8 22,1 03-528-81 .... 35,5 39,9 40,2 37,5 25,9 2. tafla Uppskera mismunandi grastegunda, hkg þe. á ha, í tilraunum með dreifingartíma köfnunarefnis á Korpu 1982. Áburðartímár 1981 Voráburðar- Samanburðar- 8.7 18.8 9.9 29.9 liður liður N kg/ha 1981 . ... 60 60 60 60 0 0 N kg/ha.25/5 '82 .... .... 60 60 60 60 120 60 01-528-80 Vallarfoxgras .... 45.6 51,7 50,5 43,4 35,0 Vallarsveifgras .... .... 35.7 35,7 34,1 29,3 20,1 Annað .... 38,3 40.5 38,1 33,1 24,2 02-528-81 Vallarfoxgras . ... 41.5 40,8 35,2 28,5 Vallarsveifgras .... . ... 34.7 29,3 25,4 18,8 Annað . ... 28,8 26,9 24,7 17,9 666 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.