Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 19

Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 19
Sáning undirbúin í tilraunareit á Korpu. vísu nokkuð ólíkir, en meðaltal þeirra er þó látið nægja. Loks er tekið meðaltal af reitum með ís- lensku sveifgrasi, snarrót og ber- ingspunti, en í þeim reitum nema helst snarrótarreitunum var nokk- uð blandaður gróður. Niðurstöður 2. töflu benda ekki til þess, að áhrif áburðartímans séu verulega misjöfn eftir grasteg- undum. Helst er það, að tilraunin sem gerð er á gömlu túni gefi nokkuð frábrugðna niðurstöðu, sjá 1. töflu. Hætta á kali og útskolun áburðar. Það er einkum af tveimur ástæð- um, sem talið hefur verið óráðlegt að bera á að hausti. Annars vegar er talin aukin hætta á kali vegna þess að „hörðnun“ plantnanna seinki og þær verði ekki eins vel búnar undir veturinn. í þessum tilraunum hefur enn ekkert komið fram, sem bendir í þá átt. Gróður tilraunareitanna hefur verið vel aðhæfður íslenskum aðstæðum. Eflaust er meiri hætta á, að áburð- ur síðla sumars seinki hörðnun hjá plöntum, sem eru aðhæfðar lengra sumri. Hins vegar er hætta á áburðar- tapi vegna útskolunar. Aðgengi- legu köfnunarefni í jarðvegi er hætt við útskolun, en sú hætta er að sjálfsögðu mjög háð veðurfari. Tilraunirnar hafa enn aðeins stað- ið skamma hríð og því getur út- skolunar átt eftir að gæta meira síðar. í þessum tilraunum er borið á gróna jörð í hóflegu magni. Má búast við, að plönturnar hafi náð að taka töluverðan hluta áburðar- ins upp fyrir vetur og er honum þá hlíft við útskolun. Þó frysti nokk- uð fljótt eftir síðustu áburðardreif- ingu. Þess má geta, að vorið 1983 virtust reitirnir, sem borið var á 27. sept. haustið áður, vera nokk- uð fölir. Gæti það bent til meira áburðartaps vegna útskolunar en áður hefur fundist í þeim lið, en uppskerurnælingar og efna- greiningar á uppskeru munu skera úr um það. Haustdrelfing búfjáráburðar. Allt of snemmt er að draga víð- tækar ályktanir af þessum tilraun- um. Til þess hafa þær staðið of skammt og einnig þyrfti að taka tillit til fleiri atriða. Niðurstöðurn- ar má þó taka sem nokkra vís- bendingu um, að óhætt geti verið að bera búfjáráburð á að haust- inu. Um það efni eru reyndar til allmargar gamlar tilraunaniður- stöður, sem m. a. koma fram í skrá um rannsóknir í landbúnaði 1900-1965 sem Guðmundur Jóns- son fv. skólastjóri hefur tekið saman. Árangur af dreifingu bú- fjáráburðar er sem kunnugt er mjög háður veðurfari við dreifing- una, einkum ber að varast þurrt og hlýtt veður. Dreifíngartími stýrir fóðuröflun. Áburðardreifing síðsumars veldur því, að fyrr grænkar að vorinu. Ekki er þó ljóst að það auki sprettu snemma vors svo að tún nýtist betur til beitar, enda er það væntanlega fyrst og fremst jarð- vegskuldi sem þá hamlar sprettu. Val grastegunda og -stofna getur þó nokkru um það ráðið. Niðurstöður þessara tilrauna sýna, að beita má áburðartíma til að stýra fóðuröfluninni að veru- legu leyti. Hins vegar er ekki tímabært að fullyrða mikið um hvort rétt sé að hverfa að því að bera nokkurn hluta tilbúins áburðar á á haustin. Árangur af dreifingu búfjáráburðar er sem kunnugt er mjög háður veðurfari, einkum ber að varast þurrl og hlýtt veður. FREYfí — 667

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.