Freyr - 01.09.1983, Side 20
K. Chirstensen
Búfjárkynbótadeild
Landbúnaðarháskólans í
Kaupmannahöfn
Kynbætur loðdýra
Mat á kynbótadýrum
Hér fer á eftir lítillega stytt endursögn á grein er birtist í danska loðdýrarœktarblaðinu
„Dansk Pelsdyravl“, nr. 4 1982. Loðdýrarœkt er mjög vaxandi búgrein hér á landi og
því er henni œtlað það rúm í blaðinu sem tök eru á um þessar mundir.
Kynbætur hafa á hefðbundinn
hátt byggst á því að fylgst er náið
með einstökum dýrum og ættum
dýra á hverju loðdýrabúi. Með því
að velja bestu einstaklinga af bestu
ættum hafa menn leitast við að
bæta stofninn frá einni kynslóð til
annarrar.
Verslun með kynbótadýr hefur
einnig verið nokkur bæði til að fá
nýtt blóð og til þess að bæta stofn-
inn. Hún byggist á gagnkvæmu
trausti milli bænda og hafa dýrin
verið valin með hliðsjón af þeim
árangri sem náðst hefur á skinna-
sýningum.
Nýmæli við mat á kynbótadýr-
um er notkun svonefndra „topp-
lista". Það eru listar yfir þau bú
sem fengið hafa besta útkomu á
skinnauppboðunum „Danske Pels
Auktioner" og er árangurinn met-
inn með stigagjöf samkvæmt
ákveðnu kerfi. Til þess að loð-
dýrabú geti komist á slíkan topp-
lista verður að vera tryggt að öll
skinn frá því séu seld á þessum
uppboðum og verða eigendur bú-
anna að undirrita staðfestingu á
því. Þetta er gert til þess að
tryggja að ekki sé um úrval skinna
að ræða og þannig komi fram rétt
mynd af ræktun á búinu. Þessir
topplistar gefa engar upplýsingar
um einstök dýr eða einstakar ættir
á búinu þar sem ekki er krafist að
skinnin séu þannig merkt að rekja
rnegi til dýranna. Ýmsir bændur
einstaklingsmerkja þó skinnin og
er þá unnt að nota þær upplýsing-
ar þegar valin eru kynbótadýr.
Annað nýmæli í loðdýrakynbót-
um er notkun tölvu við skýrslu-
haldið. Víða er hægt að fá tölvu-
skráningu á hverju einstöku dýri á
búinu. Þegar upplýsingar um
hvert einstakt dýr og dóm á skinni
af því liggja fyrir úr tölvunni, er
auðvelt að láta tölvuna draga
saman upplýsingar um önnur dýr
úr sömu fjölskyldu og þar með
meta einstök dýr bæði eftir eigin
verðleikum og verðleikum ætt-
ingja þeirra.
Skráning einstaklinganna og
söfnun upplýsinga um þá er góð
undirstaða fyrir val lífdýra á
hverju búi. Sömu upplýsingar
koma að notum í sambandi við
kaup á lífdýrum frá öðrum búum,
en þá er mest lagt upp úr því að
bera dýrin saman við meðaltalið á
viðkomandi búi.
Gildi upplýsinga um kynbótadýr.
í töflu sem fylgir hér nteð er gefið
yfirlit yfir skipulag opinberrar
kynbótastarfssemi í Danmörku. í
töflunni kemur frant hvernig
leitast er' við að gera dóma um
gildi kynbótadýra sem hlutlæg-
asta. í flestum tilfellum fer söfnun
hiutlægra upplýsinga fram á sér-
stökum kynbótastöðvum, þar sem
séð er til þess að dýrin hljóti öll
sams konar meðferð eftir því sem
frekast er unnt. Einnig má sjá í
töflunni að upplýsingar sem fást á
afkvæmarannsóknastöðvum eru
óöruggar, þar sem reikna má með
miklum frávikum vegna takmark-
aðs fjölda dýra sem unnt er að
rannsaka. Annar ókostur við
prófun á kynbótastöðvum ein-
göngu er að umhverfi og aðbúnað-
ur getur verið annar þar en al-
mennt gerist meðal framleiðenda.
í nautgriparækt notfæra menn
sér sæðingar og geta dreift erfða-
eiginleikum þeirra nauta sem á að
prófa á mörg bú eða í margar
mismunandi hjarðir. Með því að
reikna út meðaltal og bera saman
frammistöðu afkvæma þeirra
feðra sem verið er að prófa, fæst
dómur á kynbótagildi þeirra. Þá
er reiknað með að áhrif umhverfis
á afkvæmahópa séu að jafnaði þau
sömu. Þessi aðferð við afkvæma-
dóma er kjörin svo fremi að unnt
sé að stjórna henni nógu vel, og
losna rnenn þá við takmarkanir og
galla rannsóknastöðvanna.
í töflunni kemur einnig frant að
þær aðferðir sem nú er beitt við
minkakynbætur eru þeim ann-
mörkum háðar að ekki er unnt að
tryggja fullkomlega hlutlægt mat á
eiginleikum dýranna. Hér á eftir
mun rætt nokkuð nánar um núver-
andi fyrirkomulag á kynbótum
668 — FREYR