Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1983, Síða 21

Freyr - 01.09.1983, Síða 21
Aðferðir við að dæma kynbótagildi meðal mismunandi búfjártegunda Tegund Eiginlcikar Matsaöfcrö. Lciörctting vcgna Öryggi /Ettliöabil samanburöur áhrifa umhvcrfis Núverandi prófanir Svín kjötgæöi alsystkini afkvæmarannsókna- takmarkaö stutt + afkvæmi stöövar vaxtarhraöi cinstaklingar — — — Hænsni vaxtarhraði cinstaklingar/ afkvæmi — mikiö — Cgg afkvæmi — — — Nautgripir vaxtarhraöi cinstaklingar — takmarkað — mjólk afkvæmi brcytil. á milli hjaröa mikiö langt Minkar stærö topplisti cngin (-) skinnagæöi einstaklingar takmarkaö stutt — tölvubókhald á búum mikið frjóscmi — — Prófanir í framtíðinni? Minkar stærö hálfsystkini stöövar Iclegt stutt skinnagæði einstaklingar stöövar lclcgt skoöun + + frávik skýrslur frá frá mcöaltali mikiö langt búunum á búinu loðdýra og hvernig það kann að þróast. Hvernig henta þessar aöferöir við loðdýrarækt? Mikilvægi einstakra eiginleika. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því í loðdýraræktinni hve rnikils virði hver eiginleiki er fyrir heildarútkomuna. Þegar þetta er skrifað liggja ekki fyrir áreiðan- legir útreikningar sem hægt væri að byggja þess konar mat á. Undirstaða að stefnu í kynbótum. Nauðsynlegt er að afla gleggri upplýsinga um hvaða árangurs má vænta af hreinræktun og blend- ingsræktun. Slíkar upplýsingar hljóta að þurfa að liggja fyrir ef marka á trausta stefnu í kynbótum í hinni almennu ræktun. Takmark kynbótanna. Það verður að liggja ljóst fyrir þegar aðferð- irnar við kynbætur eru bornar saman. Því verða menn að reyna að gera sér glögga grein fyrir að hverju er stefnt í sambandi við útlit og gerð skinna af hverju aðallitarafbrigðanna fyrir sig. Notkun á „topplistum" frá skinna- uppboðunum. Ef nota á árangur sem næst á skinnauppboðunum verða að vera a. m. k. 100 skinn í hverjum flokki. Annars er hætt við að tilviljunar gæti of mikið. Sá árangur sem „topplistinn" gefur til kynna getur að hluta byggst á góðri umhirðu dýranna og góðri verkun skinna og þarf því ekki eingöngu að sýna góða erfðaeigin- leika stofnsins. Topplistarnir gefa óbeint til kynna hvernig markað- urinn metur skinnin hverju sinni. Skinnasýningar. Dómar á skinnum hvort sem er á héraðs- eða landssýningum eru svipuðum annmörkum háðir og notkun topplistanna. Skinnin sem dæmd eru verða þó alltaf færri og því er tölfræðilegt öryggi minna. Þá ber að geta þess að skinnin geta verið valin úr mismiklum fjölda skinna áður en þau eru dæmd og tak- markar það gildi skinnadóma fyrir kynbótastarfið. Dómar á búunum. Unnt er að ná ágætum árangri í kynbótum með því að dæma dýrin lifandi á búun- um, ef menn eru tilbúnir til að taka afleiðingunum og t. d. nota aðeins bestu 5—10% til undan- eldis. Séu hins vegar sett á allt að 75% verður árangur lítill. Sá kost- ur fylgir því að dæma dýrin á búunum að þá er jafnframt unnt að taka visst tillit til frjósemi þeg- ar vegnir eru saman eiginleikar dýranna með tilliti til kynbóta- gildis. Skýrsluhald á búum. Með því að tengja saman skýrsluhaldið á bú- unum og flokkun og söluskýrslur frá uppboðunum og vinna úr slík- um upplýsingum í tölvu er unnt að fá góðar ábendingar um það hvaða dýr eigi að velja til undan- eldis. Með þessu lagi er unnt að hafa úrvalið strangt og velja að- eins 5—10% dýranna, þau bestu, til ásetnings. Veikleiki þessa kyn- bótakerfis felst þó í því að ekki næst raunhæfur samanburður á milli búa og úrvalið gerist aðeins innan búa. Kynbótastöðvar. Sú aðferð að nota afkvæmarannsóknastöðvar til að bera saman vaxtarhraða dýr- anna og eiginleika og gæði skinn- anna getur, ef rétt er á haldið, leyst vandann með raunhæfan samanburð á milli búa. Rekstur slíkra stöðva þarf ekki að vera dýr þar sem búið skilar jafnframt arði. Unnt er að gera þetta þannig, til dæmis, að stöðin kaupi í júlíbyrjun 20—40 minkahvolpa frá 50 mis- munandi minkabúum sem hefðu áhuga á að taka þátt í afkvæma- dómum. Kostnaður við þetta yrði FREYR —- 669

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.