Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1983, Blaðsíða 22

Freyr - 01.09.1983, Blaðsíða 22
þá fyrst og fremst fóðrun og hirð- ing hvolpanna yfir sumartímann þar til þeim yrði lógað til skinna- verkunar og sölu á skinnunum. Ef þessir 20—40 hvolpar eru valdir á réttan hátt er hægt að tryggja sæmilega að umhverfisáhrifum frá mismunandi búum sé eytt. Ekki liggur enn fyrir hvernig heilbrigði kynni að vera háttað á svo stórri stöð þar sem safnað yrði dýrum frá t. d. 100 búum. Þetta þarf að rannsaka nánar áður en slíkum afkvæmarannsóknastöðvum verð- ur hleypt af stokkunum. Eiginleikinn frjósemi. Allir þeir mælanlegu þættir, sem felast í hugtakinu frjósemi hafa það sameiginlegt að hafa heldur lágt arfgengi. Af þessum þáttum eru líklega mikilvægastir fjöldi hvolpa þegar vaniö er undan og geldprósentan. Til þess að ná erfðaframförum í eiginleikum sem hafa lágt arfgengi, er nauðsynlegt að geta valið úr stórum hópunt. Þetta gerir það að verkum að nær óhugsandi er að nota stöðvar til að prófa frjósemi stofnanna. Ná- kvæmt skýrsluhald á búunum og tölvuvinnsla úr skýrslunum eru því einu færu leiðirnar ef menn ætla að auka frjósemina með kynbót- um. Dæmi um erfðafræðilegt við- fangsefni í sambandi við frjósemi er að leita þeirra þátta sem valda minni frjósemi „standard" minks en „pastel“ minks. Með viðamik- illi upplýsingasöfnun ætti að vera mögulegt að finna orsakir þessa. Eiginleikarnir stærð og skinnagæði. Á afkvæmarannsóknastöð kemur einkum til greina að dæma eigin- leika sem hafa meðalhátt eða hátt arfgengi. Þá er unnt að fá nokkuð góðar upplýsingar með hlutfalls- lega fáum dýrunt. Ef miðað er við að skýrsluhald á búunum sé í lagi og „topplistar'" liggi fyrir, verður það fyrst og fremst hlutverk af- kvæmarannsóknastöðvanna að mæla eða sýna fram á mismunandi umhverfisáhrif á einstökutn búurn. Einkum kentur til greina að bera saman á afkvæmarann- sóknastöðvum, annars vegar al- systkina- og hins vegar hálfsyst- kinahópa. Heppilegastir eru hálf- systkinahópar, af því að unnt er að hafa þá stærri. Til þess að fá sæmilegan dóm á gæði dýranna á hverju meðalbúi er æskilegt að prófa allt að 10 afkvæmahópa með 4—6 dýr í hverjum. Niðurstaða þessara greinar er sú að afkvæmarannsóknastöðvar fyrir mink hafi verulegt gildi, sem viðbót við aðrar aðgerðir sem beitt er í ræktun og við kynbætur loðdýra. Kári Guðmundsson, fyrrverandi heiibrigðisráðunautur Eiga reykingamenn að vera frjálsir að því að spilla heilsu annarra? Fyrir mörgum árum baimaði ég reykingar í búðum er seldu mjólk og mjólkurvörur, svo og í mjólkurstöðvum landsins. Eftirfarandi í framhaldi af því: Samkvæmt almennum mannrétt- indum er naumast hægt að banna reykingamönnum að spilla sinni eigin heilsu, en þeir hafa engan rétt á því að spilla heilsu annarra manna og það ætti beinlínis að vera refsingarvert. Það hefur komið í ljós á seinni árum, að maður, sem reykir ekki, en er staddur í herbergi þar sem reykt er, er í sömu hættu og reykingamennirnir sjálfir. Þetta kann að valda krankleika eða lungnakrabba. Alvarlegast er þetta gagnvart börnum. Ef annað hjónanna eða bæði reykja meðal barna sinna, en það gerist oft, hljóta börnin að anda að sér tals- verðum reyk á hverjum degi. Af- leiðingin er augljós. Eitt er þó ótalið, sem er alvarlegast af þessu, en það er: Móðir, sem reykir um með- göngutímann. Þegar barnshafandi kona reykir, berast eiturefni úr tóbaks- reyknum með blóði konunnar til fóstursins. Þetta dregur mjög úr þroska fóstursins og oft svo mikið að aldrei verður úr bætt. Það er trúlegt, að kona reyki einnig með- an hún hefur barn eða börn á brjósti. Barn eða börn drekka þá tóbakseitrið í sig með móð- urmjólkinni. Börn reykjandi mæðra standa öðrum börnum að baki í þroska og þessi þroska- skerðing vinnst aldrei að fullu upp. Að lokum þetta, sem ég efast um að margir geri sér grein fyrir, að þegar börn reykjandi mæðra komast á skólaaldur, bregður svo við, að þau verða sólgin í að reykja. Sem sagt hefur móðirin dæmt börn sín til að verða reykingafólk, meðan þau voru í móðurlífi eða lágu í vöggu. 670 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.