Freyr - 01.09.1983, Side 24
svæði nema hvað frá Mjólkurbúi
Flóamanna fengust tvö sýni (hrá-
mjólk og gerilsneydd mjólk).
Fyrst voru efnagreind þau efni
sem mest hætta var á að eyddust
við geymsluna. Til dæmis þurfti að
mæla C-vítamín sama dag og
blöndun fór fram.
Sýnataka á mjólkurafurðum var
með svipuðu sniði og fyrir mjólk-
ina. Sýnatökunni var dreift á
vinnslutímann þegar þess var kost-
ur. Reynt var að blanda saman
sýnum úr fleiri en einni lögun.
Sé litið á hvítu, fitu og mjólkur-
sykur saman er ljóst að minnst
þurrefni er í mjólk frá Skagafirði.
Mjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna
er í þriðja sæti hvað varðar fitu-
innihald.
Greinilegur munur kemur einn-
ig frarn fyrir B2- og C-vítamín eftir
framleiðslusvæðum. Bæði víta-
mínin eru hæst í mjólk frá Akur-
eyri. C-vítamín er áberandi lægst í
mjólk frá Borgarnesi. Flafa verður
í huga að C-vítamínið er viðkvæm-
ara en nokkurt annað næringar-
kalk. Rétt er að undirstrika að
byggt er á meðaltölum frá öllum
sex framleiðslusvæðunum. Breyt-
ingarnar yfir árið geta verið nokk-
uð mismunandi eftir framleiðslu-
svæðum. Mynd 1 sýnir að hvítan
fer lækkandi yfir veturinn, hún
mælist lægst í maímjólk og fer
síðan hækkandi yfir sumarið og
nær hámarki í september. A
myndinni er þessi sveifla mögnuð
upp. Þannig er lægsta gildið fyrir
hvítu 3,13% í maí, en hæsta gildið
3,44% í september. Mynd 1 sýnir
Tafla 1.
Meðalefnainnihald gerilsneyddrar mjólkur eftir landshluium 1982.
Hvíta Fita Mjólkursykur Bi-vítamín C-vítamín Kalk Magníum
Mjólkursamlag % % % mg/100 g mg/100 g mg/100 g mg/100 g
M.B.F. Selfossi........................ 3.38 3.85 4.57 0.157 .0-63 111 9.8
K.E.A. Akureyri ....................... 3.29 4.01 4.63 0.173 0.78 109 9.4
K.B. Borgarnesi ..................... 3.30 3.75 4.60 0.164 • 0.32 112 9,3
K.H.B. Egilsstöðum .................... 3.27 3.77 4.57 0.154 0.72 109 9.3
K.S. Sauðárkróki ...................... 3.15 3.80 4.52 0.161 0.66 108 9.2
K.Þ. Húsavík........................... 3.26 3.95 4.59 0.160 0.77 109 9.3
Landshlutamunur.
í töflu 1 má sjá meðalsamsetningu
gerilsneyddrar mjólkur frá sex
framleiðslusvæðum. Hér er um að
ræða meðaltöl sex mælinga frá
1982 (þ. e. frá janúar, mars, maí,
júlí, september og nóvember).
Ljóst er að í nokkrum tilfellum er
um marktækan mun að ræða milli
landshluta. Bæði fitu- og hvítu-
innihald er talsvert breytilegt eftir
framleiðslusvæðum. Fitan í mjólk
frá mjólkursamlagi K.E.A. er
marktækt meiri en fitan í mjólk frá
Mjólkurbúi Flóamanna. Fyrir
hvítuna er munur milli sömu staða
einnig marktækur en nú er hvítan í
mjólkinni frá Suðurlandi hærri.
Þessar niðurstöður benda til að
ekki sé sérstaklega náið samband
milli fitu og hvítu þegar litið er á
meðalsamsetningu fyrir einstök
framleiðslusvæði. Þessi niðurstaða
kom nokkuð á óvart þar sem
reiknað hafði verið með að þessi
efni fylgdust meira að.
Fituprósenta er næsthæst í
mjólk frá Mjólkursamlaginu á
Húsavík, en mjólk frá Skagafirði
hefur nokkuð lægri fituprósentu.
efni mjólkurinnar. Mismunur á C-
vítamínmagni getur því verið að
einhverju eða öllu leyti vegna mis-
munandi meðferðar á mjólkinni
áður en sýni voru tekin. Rétt er að
taka fram að C-vítamín var mæl-
anlegt í öllum mjólkursýnum sem
bárust.
Magníum er hæst í mjólk frá
Mjólkurbúi Flóamanna. Þetta
steinefni er talsvert lægra frá
öllum öðrum framleiðslusvæðum.
Kalk er aftur á móti nokkuð svip-
að fyrir öll svæðin.
Árstíðamunur.
Annar megintilgangur með verk-
efninu var að athuga hvort efna-
samsetning mjólkurinnar væri
breytileg eftir árstíðum. 1 ljós kom
að árstíðamunur er verulegur á
magni flestra næringarefna. Að-
eins Brvítamín, aska og fosfór eru
stöðug yfir allt árið. Þannig eru
meiri eða minni árstíðasveiflur í
magni allra efna sem talin eru upp
í töflu 1.
Myndir 1—3 sýna árstíðamun-
inn fyrir hvítu, mjólkursykur, fitu,
þurrefni án fitu, B2-vítamín og
einnig hvernig magn mjólkursyk-
urs breytist og má sjá að sveiflan
er öfug miðað við hvítu. Milli
þessara tveggja næringarefna ríkir
ákveðið jafnvægi í mjólkinni. A
mynd 2 má sjá að meðalfitan er
nokkuð breytileg yfir árið. Aftur á
móti er þurrefni án fitu mun stöð-
ugra.
Eins og áður var sagt virtist ekki
vera sérlega náið samband milli
fitu og hvítu þegar litið var á
einstök framleiðslusvæði. Hins
vegar er nokkurt samræmi milli
árstíðasveiflna þessara efna. Magn
beggja efnanna fer vaxandi yfir
sumarið. Mynd 3 sýnir að kalk og
B2-vítamín eru í lágmarki á vorin.
í júlí hefur B2-vítamín í mjólkinni
aukist mjög mikið en nýgresið er
auðugra af þessu vítamíni en
heyið.
Hrámjólk og gerilsneydd mjólk
í töflu 2 eru tekin saman meðal-
gildi fyrir næringarefni í hrámjólk
og gerilsneyddri mjólk frá Mjólk-
urbúi Flóamanna. Verulegur
munur kemur aðeins fram fyrir C-
vítamín. Talið er að C-vítamín sé
672 — FREYR