Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1983, Page 25

Freyr - 01.09.1983, Page 25
um 2 mg/100 g í mjólk sem kemur beint úr spenanum og það eyðist síðan smám saman við geymslu. Hætt er við að vítamínið eyðist talsvert við langa flutninga. í töfl- unni sést að C-vítamínið er mun hærra í gerilsneyddu mjólkinni. Það er því ljóst að C-vítamínið varðveitist betur í mjólkinni þegar búið er að gerilsneyða hana. Ef litið er á B2-vítamín sést að það er lítið eitt lægra í gerilsneyddu mjólkinni en hrámjólkinni. Segja má að gerilsneyðingin rýri lítið næringargildi mjólkurinnar auk þess sem hún lengir geymsluþol og eyðir ýmsum gerlum. Mjólkurafurðir Tafla 3 sýnir meðalefnainnihald nokkurra mjólkurafurða. Athygli vekur hve skyrið er auðugt af hvítu og B2-vítamíni, hve brauðosturinn (og aðrir svipaðir ostar) er auðugur af kalki og hve mysuosturinn er auðugur af B2- vítamíni. Þá inniheldur undanrennan svipað magn næringarefna og mjólkin ef undan er skilin fitan og þau vítamín sem henni fylgja (A og D-vítamín). C-vítamín er upp- urið í þeim afurðum sem hafa verið gerjaðar um tíma. Natríum er í miklu magni í afurðum eins og ostum og smjöri enda er bætt í þær salti (natríum klóríði). Sauðamjólk í maí 1982 voru efnagreind 20 sýni af sauðamjólk. Var þeirra aflað á Hvanneyri og Hesti. Þegar ærnar voru mjólkaðar voru 3 til 15 dagar liðnir frá burði. Taka verður þess- um niðurstöðum með nokkurri varúð þar sem erfitt var að mjólka ærnar og mismikið mjólkurmagn fékkst. Auk þess, er fituhlutfallið breytilegt meðan mjólkað er. Niðurstöður þessara mælinga eru sýndar í töflu 4. Magn allra nær- ingarefna sem sýnd eru í töflunni er að meðaltali meira en í þeirri neyslumjólk sem að framan hefur verið greint frá. Hafa ber í huga að mjólkin fyrst eftir burð hefur nokkuð aðra samsetningu en síðar verður. Athygli vekur að fituinni- haldið er mjög breytilegt og magn vítamína mjög hátt. C-vítamín var að meðaltali 2,66 mg/100 g en það var mælt aðeins nokkrum klst. eftir að mjólkað var. Því er vel hugsanlegt að mjólk hafi verið mikilvægari C-vítamíngjafi áður fyrr þegar fráfærur voru stundaðar og kúamjólk var ekki flutt um langan veg. FREYR — 673

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.