Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1983, Side 27

Freyr - 01.09.1983, Side 27
Störf og starfsmenn Gísli Sverrir Halldórsson var skip- aöur héraðsdýralæknir í Hofsós- umdæmi frá 1. apríl sl., en það er nýtt umdæmi sem skipt var úr Skagafjarðarumdæmi um lögum frá sl. ári. Gísli er stúdent frá M.T. árið 1975 og lauk dýralæknaprófi frá Dýralækna- og landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn árið 1982. Eftir það starfaði hann sem faranddýralæknir og við Dýraspít- ala Watsons uns hann tók við núverandi starfi sínu. Kona hans er Jónína Hallsdótt- ir hjúkrunarfræðingur frá Varma- hlíð í Skagafirði. Gunnar Már Gunnarsson var skipaður héraðsdýralæknir í Þing- eyjarþingsumdæmi vestra frá 1. apríl sl. en það er nýtt umdæmi sem skipt var úr Þingeyjarþings- umdæmi með lögum frá sl. ári. Gunnar Már er stúdent frá M.R. árið 1971 og lauk dýra- læknaprófi frá Dýralæknaháskól- anum í Osló árið 1978. Eftir það var hann dýralæknir í Barða- strandarumdæmi uns hann tók við núverandi embætti sínu. Kona hans er Guðrún Þóra Bragadóttir félagsráðgjafi frá Reykjavík. Álfheiður Björk Marinósdóttir tók við starfi tilraunamanns með kennsluskyldu í loðdýrarækt við Bændaskólann á Hólum í janúar sl. Álfheiður er frá Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hún er búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1978. Árin 1979—’81 stundaði hún nám við Vejlby landbrugstekniker- skole í Danmörku og lauk þaðan prófi í búfjárrækt með loðdýr sem valgrein. Árið 1982 stundaði hún nám í loðdýrarækt og var við verk- legt nám við Landbúnaðarháskóla Noregs á Ási, og tók þaðan próf á loðdýraræktarsviði. I Helgi Eggertsson hóf störf sem héraðsráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands hinn 1. júní sl. Helgi er búfræðikandidat frá Hvanneyri árið 1981. Aðalstörf hans hjá búnaðarsambandinu verða við jarðrækt fyrst um sinn. Bjarni Guðmundsson, deildar- stjóri Búvísindadeildar Bænda- skólans á Hvanneyri tók við starfi aðstoðarmanns landbúnaðarráð- herra, Jóns Helgasonar, hinn 1. ágúst sl. og hefur leyfi frá starfi sínu á Hvanneyri á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns ráð- herra. Ráðunautur óskast Búnaðarsamband Vestfjarða óskar að ráða héraðsráðu- naut í hálft starf með aðsetri í Vestur-Barðastrandar- sýslu. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Kirkjubóli í Bjarnardal, 425 Flateyri, sími 94 — 7740. FREYR — 675

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.