Freyr - 01.09.1983, Page 31
band: Á sama tíma slekkur
aflstýririnn á hitatúbu í kynd-
ingu rétt á meðan. En þar sem
hitatúban er orkufrekari en
kaffi-ketillinn, var óþarfi að
slökkva á svo miklu og því
„blikkar“aflstýririnn á hita-
túbuna og nýtir hana alveg
upp að markinu.
2. Bóndinn kveikir á heyblásar-
anum og aflstýririnn slekkur á
hæfilegum fjölda tryack-rofa
(tækja) á meðan og blikkar á
það tæki sem mestan hefir
forgang.
3. Hitastillir slekkur á elimenti í
hitadunk og aflstýririnn
kveikir unt leið á elimenti í
kyndingu.
1 f
Kostnaðurinn? Hann fer eftir
tölu rofa, og er frá 20—25 þúsund
kr. Við erum búnir að selja tvö
svona tæki út í Sveinbjarnargerði
á Svalbarðsströnd. IJar borguðu
þau sig á örfáum mánuðum. Þess
skal getið að uppsetning er einföld
fyrir rafvirkja.
Já, þessi útfærsla á aflstýringu
og tækið er algerlega hannað og
smíðað hérna. Við vissum um
þann vanda sem víða er við að
glíma að halda rafmagnsnotkun
innan vissra marka og vorum bún-
ir að velta viðfangsefninu fyrir
okkur í mörg ár. Það hefur
auðveldað okkur verið hve nú-
tímarafeindaefni er gott og hent-
ugt sagði Níls Gíslason.
Afkastateljari með minni.
DNG hleðslutceki fyrir rafknúin flutn-
ingstœki o. fl.
Eruð þið með fleiri nýjunar á
prjónunum sem eru nytsamar í
landbúnaði?
Við erum að velta fyrir okkur
hönnun nytmælis í mjaltakerfi og
hitamæla í heyhlöður.
J.J.D.
Tryack — rofi vinnur sama verk og venjulegur segulroft, en er að mörgu leyli
fullkomnari.
Verkefni kynbótanefndar í sauðfjárrækt:
Grundvallaratriði sauðfjárkynbóta og framkvæmd
kynbótastarfsins
í búfjárræktarlögum er mælt
svo fyrir að kynbótanefnd í
sauðfjárrækt skuli starfa og er
verksvið hennar skilgreint í þeim
lögum.
Búnaðarþing kaus í febr. sl.
fjóra nefndarmenn eins og lög
mæla fyrir og fjóra varamenn.
Þessir skipa nefndina. auk for-
manns.
Aðalmenn: Leifur Kr. Jóhann-
esson, Hjalti Gestsson, Grímur B.
Jónsson, Einar E. Gíslason.
Varamenn: Jón H. Stefánsson,
Sigurmundur Guðbjörnsson, Páll
Sigbjörnsson, Ólafur G. Vagns-
son. Stjórn Búnaðarfélags Islands
skipaði Sveinn Hallgrímsson for-
mann nefndarinnar. Verksvið
nefndarinnar er að starfa sam-
kvæmt búfjárræktarlögum, 5. gr.
og 17. gr. 1973.
Á fundi sem nefndin hélt í vor
varð hún sammála um að haldið
verði áfram tilraunum á djúpfryst-
ingu hrútasæðis, geymslu og notk-
un þess. Um afkvæmasýningar
verði sett þau skilyrði að hverri á
skuli fylgja fimm afkvæmi, þar af
tveir hrútar. Hrút fylgi tíu lamb-
hrútar og tveir fullorðnir hrútar.
Þar sem sauðfjársjúkdómar
tálma því að komið verði saman
með hrúta á héraðssýningum, sé
heimilt að stiga þá heima fyrir.
Loks leggur kynbótanefnd til að
inn í einkunn hrúta komi dómur á
lífhrútum samkvæmt skoðunar-
blöðum, þannig að hrúturinn fái
viðbót í lambaeinkunn fyrir góða
gerð.
(Heimild: Fundargerð kynbóta-
nefndar í sauðfjárrækt 10. maí
1983.)
FREYR — 679