Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1983, Side 32

Freyr - 01.09.1983, Side 32
Frá Búnaðar- og garðyrkjukennarafélagi íslands Pétur Bjarnason, kennari Bændaskólanum Hólum Nám í fiskeldi og fiskrækt Frá Bændaskólanum á Hólum Fiskeldi ogfiskrœkt hafa um langtskeið verið á námsskrá bœndaskólanna. Varla verður sagt, að viðfangsefni þessu hafi verið gerð ýtarleg skil. Staðreyndin er sú, að þeir íslendingar, sem hug hafa haft á að kynna sér þessi frceði, hafa þurft að leita út fyrir landssteinana til þess. Er það miður og það af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess, að útlendir skólar leggja eðlilega höfuðáherslu á það, sem helst hæfir þörfum og aðstæðum við- komandi lands, en hvað fiskeldi og fiskrækt varðar er sérstaða ís- lands talsverð. í öðru lagi er þetta slæmt, vegna þess að verulegur áhugi er á fiskrækt og fiskeldi á íslandi, og því full þörf á fræðslu um þau efni, þar sem byggt er á íslenskum aðstæðum. Fiskeldisnám á Hólum. Er Bændaskólinn á Hólum var endurreistur árið 1981, var ákveð- ið, að þar skyldi boðið upp á kennslu í fiskeldi og fiskrækt. Að- stæður til slíkrar kennslu á Hólum eru góðar. Skagafjörður er orðinn mesta fiskeldishérað landsins, og á Hólum er starfrækt ný og glæsi- leg fiskeldisstöð, Hólalax hf, en þar hefur skólinn fengið aðstöðu til fiskeldiskennslu. Síðan tekin var upp kennsla í fiskrækt og fiskeldi við Bænda- skólann eru liðin tvö ár. Fyrstu fiskeldisbúfræðingarnir útskrifuð- ust frá skólanum sl. vor, þannig að segja má að sú námstilhögun, sem tekin var upp hafi verið „prufu- keyrð", þótt hún sé vitanlega enn í mótun. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að gera hér nokkra grein fyrir því, sem þarna hefur farið fram. Eins og kunnugt er, er búnaðar- nám nú tveggja vetra nám. Gróf- lega skiptist það þannig að fyrri veturinn er lögð áhersla á vél- fræði, almennar undirbúnings- greinar og þriggja mánaða verk- nám, sem fram fer á sérstökum verknámsbúum. Hefðbundnar bú- fræðigreinar eru svo kenndar síðari veturinn, en þá gefst nem- endum að verulegu leyti kostur á að velja sér þær greinar, sem hug- urinn helst stendur til. Markmið og framkvæmd fiskeldisnáms. Það var ljóst frá upphafi, að við skipulagningu fiskeldis og fiski- ræktarnámsins þyrfti að taka mið af tvenns konar sjónarmiðum. Annars vegar þeim, að veita nem- endum, sem hug hafa á að starfa við fiskeldi í eldisstöð eða annars staðar, fræðilega undirstöðu og verklega þjálfun til slíkra starfa. Hins vegar þurfti að stefna að því, að veita bændaefnum fræðilegan grunn til að meta og gera sér ljósa þá fiskræktarmöguleika, sem finn- ast í náttúrunni, jafnframt því, að gera þau hæfari til þess að fylgjast með og taka þátt í umræðum um fiskræktarmál. Sú fræðsla, sem Bændaskólinn á Hólum veitir nemendum sínum í fiskrækt og fiskeldi er felld inn í hið almenna búnaðarnám. Bókleg 680 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.