Freyr - 01.09.1983, Síða 33
Verknámsnemar í Bœndaskólanum á Hólum að störfum í fiskeldisstöðinni Hólalax.
og verkleg kennsla fyrri vetur
námsins er hin sama fyrir alla
nemendur skólans, og að öllu leyti
með hefðbundnu sniði, að því
undanskildu, að leitast er við að
fiskifræðilegra sjónarmið gæti,
eftir því sem við á, við kennslu
undirbúningsgreinanna.
Nemendur, sem þess óska,
verja verknámstíma sínum, að
hluta eða að öllu leyti á fiskibúi.
Þessir nemendur eru sérstaklega
undirbúnir undir það verknám.
Seinni vetur sinn í skólanum
eiga nemendur að velja sér val-
greinar, sem nema sex einingum,
(af alls 36 einingum, sem kenndar
eru þann vetur). Nokkrar val-
greinar standa til boða, og þar af
tvær, sem snerta fisk (hvor upp á
þrjár einingar). Geta nemendur
valið aðra þeirra eða báðar.
Valgreinar í fiskeldi og fiskrækt.
Ég mun hér á eftir í stuttu máli
reyna að gera grein fyrir þessum
valgreinum.
Fiskrækt I: Lögð er áhersla á
líffræði og lífshætti íslenskra
vatnafiska, frumatriði í vatnavist-
fræði og ýmsa líffræðilega og eðlis-
fræðilega þætti, sent umhverfi
fiska býður upp á. Fjallað er um
þau vandamál, sem glímt er við í
fiskrækt, og kenndar þær aðferðir,
sem notaðar eru til fiskifræðilegra
athugana í ám og vötnum.
Þessu til viðbótar er farið yfir
hina lagalegu umgjörð, sem í gildi
er um fiskrækt, og kynntar þær
stofnanir, sem á einn eða annan
hátt hafa með þessi mál að gera.
Námið er að nokkru leyti verk-
legt.
Fiskrækt II: Gerð er grein fyrir
þeim líffræðilegu og tæknilegu
vandamálum, sem skapast þegar
laxfiskar eru teknir úr náttúrulegu
umhverfi sínu og settir í eldisað-
stæður. Mismunandi aðferðir við
eldi laxfiska eru kynntar, svo og
önnur eldisform, sem notuð eru í
heiminum við eldi og ræktun fiska
og annarra vatna- og sjávardýra.
Námið er að verulegu leyti
verklegt, m. a. fá nemendur þjálf-
un í öllum þeim þáttum laxeldis,
sem hægt er að koma við.
Lokaorð.
Ég mun ekki tíunda frekar inni-
hald fiskeldis- og fiskræktarnáms
á Hólum. I stuttu máli er Fiskrækt
I ætlað að veita nemendum veru-
lega innsýn í þau atriði, sem máli
skipa við almenna ræktun straum-
og stöðuvatna, og Fiskrækt II er
ætlað að gera nemendur hæfa til
þess að taka að sér störf í eldis-
stöð, eða annars staðar þar sem
eldi fer fram.
Of snemmt er að meta hvernig
tekist hefur til með fiskeldis- og
fiskræktarnám á Hólum.
Reynslan á eftir að leiða það í ljós.
Hitt get ég þó fullyrt, að þeir
nemendur, sem nýta sér það, sem
upp á er boðið í fiskrækt og fisk-
eldi við Bændaskólann á Hólum,
og stunda nám sitt af kostgæfni,
hafa öðlast verulega þekkingu,
sem ætti að geta komið þeim að
notum við störf á þessum sviðum.
t • V*
«»n
Molar
Offramleiðsla á kjöti í Noregi
A síðastliðnu ári var umframfram-
leiðsla á kjöti í Noregi rétt um
12.000 tonn, en gert er ráð fyrir að
í ár verði umframframleiðsla um
500 tonnum meiri.
Þrátt fyrir að framleiðsla á kjöti
muni dragast saman um 100 tonn,
þá er gert ráð fyrir að innanlands-
salan muni verða minni í ár en í
fyrra.
Mest verður offramleiðsla á
nautgripakjöti eða um 8000 tonn,
af svínakjöti er áætlað að verði
framleitt um 3400 tonn umfram
innanlandssöluna, en í fyrra var
umframframleiðslan rúmlega 7000
tonn.
Sala á kindakjöti gekk mun bet-
ur í fyrra en áætlað hafði verið,
það var því aðeins um 700 tonn af
framleiðslunni sem ekki seldust
innanlands, en rétt er að geta þess
að um 800 tonn voru seld á útsölu-
verði.
í ár er gert ráð fyrir 1200 tonna
umframframleiðslu af kindakjöti
og til viðbótar koma svo 600 tonn
sem Norðmenn kaupa frá íslandi.
U.Þ.l.
FREYR— 681