Freyr - 01.09.1983, Page 34
Ritfregnir
íslenskar landbúnaðarrannsóknir
13. árgangur, 1—2 hefti 1981
Útgefandi Rannsóknastofnun landbúnaðarins Reykjavík.
í heftinu sem er 82 bls. eru frœðigreinar eftir alls fjórtán höfunda þar sem greint er frá
niðurstöðum rannsókna á ýmsum sviðum íslensks landbúnaðar. Ritið er hreint
vísindarit, — Tímarit um íslensk búvísindi og aðrar frumrannsóknir á sviði íslensks
landbúnaðar —, eins og segir í titilsíðu þess. Hér á eftir verður sagt stuttlega frá efni
ritsins.
ÍSLENZKAR
LANDBÚNAÐAR
RANNSÓKNIR
JOURNAL OF AGRICUL TURAL RESEARCHINICELAND
'W 'f Æ p K. ' ■j \ *
1) ARCANGUM 1.—1 HCFTI — VOLUMC 1J. 1—2 1M1
(JTGEFAMOI. RANNSÖKNASTQFNUN LANDBUNAOAFUNS REYKJAVtK.ISIANO
PUBUSHER: THE AGRICUITURAI RESEARCH INSTITUTE. REYKJAVIK. ICEIANO
Mjaltavinna í básafjósum.
Mjaltabás eða mjaltir á fjósbás.
Höfimdar: Grétar Einarsson og
Ólafur Jóhannesson.
Höfundar hafa rannsakað vinnu
við mjaltir og borið saman venju-
legar mjaltir á fjósbás með
rörmjaltakerfi og mjaltir á mjalta-
bás. Fundið hefur verið að mjalta-
vinna er meira en helmingur af
fjósverkum, og að hún nemur
fjórum fimmtu hlutum úr ársstarfi
í dagvinnu á búi þar sem eru 30
mjólkandi kýr. Síðan segir í
greinaryfirliti:
„Erlendar athuganir á vinnuað-
stöðu og vinnuálagi sýna, að álag
á líkama mjaltamanns er mun
meira, þegar mjólkað er á fjósbás-
um. Eykst þá súrefnisnotkun urn
60%, og tíðni hjartsláttar sem
mælikvarða á vinnuálag eykst úr
85 slögum við mjaltir á mjaltabás í
110 slög/mín. við mjaltir á fjósbás.
Sömuleiðis eykst gönguvegalengd
við mjaltir frá 6 metrum í um 17
metra á kú í mál.
í bæði innlendum og erlendum
rannsóknum kemur ekki fram
raunhæfur munur á gerlamagni
ntjólkur eftir mjaltastað. Hins
vegar virðist gerlaflóra fremur háð
aðferðum við þvott á mjaltabún-
aði, heygæðunt, gjafatíma og al-
mennri umhirðu í fjósununt.
Niðurstöður vinnumælinga
sýna, að vinnumagn er svipað,
þegar mjaltavinna er sent svarar
vinnu við 40 kýr, hvort sem mjólk-
að er á fjósbásum eða á mjaltabás-
um. Fyrir neðan þau mörk er
vinnuþörf meiri þegar um mjalta-
bás er að ræða, en minni þegar
mjólkurkýrnar verða fleiri. Að
jafnaði fara um 70% af
heildarmjaltatíma í eiginlega
mjaltavinnu, þegar mjólkað er á
mjaltabásum, en um 80% þegar
mjólkað er á fjósbásum.
í grófum dráttum má segja að
stofnkostnaður vegna mjaltabáss
sé um þrefalt meiri við mjaltabása
en við rörmjaltakerfi til mjalta í
fjósbásum.
Það er því líklegt, þegar staðið
er frammi fyrir því að velja eða
hafna mjaltabás í hefðbundin bás-
afjós, að valið fari í stórum drátt-
um eftir mati á vinnuaðstöðu ann-
ars vegar og hins vegar þeim auka-
kostnaði, sem mjaltabás hefur í
för með sér.“
Höfundar hafa valið þá leið að
meta kostnað við betri vinnuað-
stöðu þannig að jafna honum á
vinnustundir. Megi þá hugsa sér
að unnið sé við góð skilyrði á
lægra tímakaupi og að vinnu-
kostnaður verði jafn í báðum
dæmunum. Síðan segir:
„Með þetta í huga kemur í ljós,
að munur á tímakaupi er 24—
28%, þegar vinnumagnið er sem
svarar 20 mjólkandi kúm, við 40
mjólkandi kýr 11—14% og 6—8%
við 60 kýr. Auk þeirra atriða, sem
hér hafa verið nefnd, fylgja
mjaltabásum ýmsir ágallar, en
frekari samanburður á þessum að-
ferðum hefur þó frentur áhrif í þá
átt að lækka þessar hlutfallstölur.“
Við gagnasöfnun nutu greinar-
höfundar aðstoðar 22 bænda víðs-
682 — FfíEYfí