Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 35
vegar um land, bæði í viðtölum og
tímamælingum, auk annarra aðila.
Árstíðabundnar breytingar á seleni í
blóði sauðfjár.
Tilraun á Hvarmeyri 1980. Höf-
undar: Guðný Eiríksdóttir, Baldur
Símonarson, Porsteinn Porsteins-
son, Bjarni Guðmundsson, Jón
Viðar Jónmundsson.
Tilraunin var gerð til að kanna
selen í ám um meðgöngutímann
og til að athuga hugsanlegan mun
á seleni í ám eftir því hvort þær eru
fóðraðar á þurrheyi eða votheyi.
Þegar selen vatnar í fóður veikist
búfé af svo nefndri hvítvöðva-
veiki, einkum ungviði. Selen-
skortur getur líka valdið vanþrif-
um í lömbum, fóstrum, hildunt í
kúm og ófrjósemi í ám.
Niðurstöður tilraunarinnar
sýndu lítinn ntun á seleni í þurr-
heyi og votheyi. í greinaryfirliti
segir m. a.:
„Selen í heysýnum var alltaf
minna en 80 ng/g nema í þurrhey-
inu í apríl. Með fóðurbætisgjöf
mátti bæta selenfóðrunina, en gjöf
um fengitímann hafði engin áhrif
til að auka GPx-virkni í blóði ánna
um meðgöngutímann."
Meðgöngutími íslenskra kúa.
Höfundar: Gunnar Ríkharðsson
og Jón Viðar Jónmundsson.
í yfirliti um rannsókn á með-
göngutíma íslenskra kúa segir:
„Raktar eru niðurstöður rann-
sóknar á meðgöngutíma íslenskra
mjólkurkúa. Meðaltal 4223 með-
göngutíma reyndist 286,5 dagar og
meðalfrávik 4,86 dagar. Kýr, sem
báru í febrúar, gengu lengur með
kálf en aðrar kýr.
Fyrsta kálfs kvígur gengu rúm-
um tveimur dögum skemur með
kálf en fullorðnar kýr. Kýrnar
reyndust ganga réttum degi lengur
með nautkálf en kvígukálf. Tví-
kelfingar hafa 4—5 dögum
skemmri meðgöngu en eitt fóstur.
Arfgengi notað sem eiginleiki
mæðra var 0.13 ± 0.04, en sem
eiginleiki fósturs 0.27 ± 0.05.“
Tengsl beinna áhrifa og móðuráhrifa
á haustþunga lamba
Höfundur: Jón Viðar Jón-
mundsson.
I inngangi segir m. a.:
„Við kynbætur sauðfjár er reynt
að bæta fjölda eiginleika í stofnin-
um samtímis. í íslenskri sauðfjár-
rækt eru mikilvægustu eiginleikar
án efa frjósemi, vænleiki lamba og
gæðaeiginleikar (kjöt, ull, gærur).
Eiginleiki eins og haustþungi
lamba ræðst bæði af umhverfis- og
erfðaþáttum. Pessi eiginleiki
ræðst bæði af eðli lambsins sjálfs
til vaxtar, — því sem hér eru
kölluð bein áhrif, — og eigin-
leikum móðurinnar til að sjá
lambinu fyrir næringu, sem hér er
nefnt móðureiginleikar. Að sjálf-
sögðu er hugsanlegt, að þessir
tveir þættir erfist ekki óháðir,
heldur séu einhver erfðatengsl
milli þeirra. I ritgerð þessari er
skýrt frá niðurstöðum rannsóknar
á þessu atriði.“
í yfirliti segir:
„Rannsókn er gerð eftir upplýs-
ingum úr skýrslum fjárræktarfé-
laganna um 3325 hrúta, sem höfðu
átt hið fæsta 10 afkvæmi skýrslu-
færð og 10 afkvæmi hjá dætrum.
Erfðafylgni þessi reyndist — 0.43,
þegar gert er ráð fyrir, að arfgengi
beinna áhrifa og móðuráhrifa sé
0.20.“
Out-of-season breeding in lcelandic
sheep
Tilhleypingar utan hins árstíða-
bundna fengitíma íslenskra áa.
Höfundur: Ólafur R. Dýrmunds-
son.
Ritgerðin er skrifuð á ensku, en
greinargott íslenskt yfirlit fylgir.
Segir þar m. a. að helstu niður-
stöður úr þessari tilraun hafi verið
kynntar í Frey 3. tbl. bls. 79—82,
1980. Að lokum segir í yfirlitinu:
„Af 32 ám, sem hleypt var til í
ágúst báru 25 eða tæplega 80% og
fæddust að meðaltali 1,76 lömb á
ána. Það má telja góðan árangur.
Athyglisvert er, að ærnar, sem
innsprautaðar voru með 500 al-
þjóðaeiningum af PMSG,
reyndust frjósamari en þær ær,
sem fengu stærri skammtinn, 750
einingar. Þótt fleiri egg losni, eftir
því sem hormónaskammturinn er
stærri, getur fósturdauði orðið til-
tölulega meiri snemma á með-
göngutímanum. Að minnsta kosti
er ljóst, að 500 einingar nægja
með svömpunum til að framkalla
beiðsli hjá íslenskum ám utan hins
árstíðabundna fengitíma."
Seasonal variation in testis size of
lcelandic rams
Arstíðabundinn breytileiki á
eistnastœrð íslenskra hrúta.
Höfundar: Ólafur R. Dýrmunds-
son, Pétur Sigtryggsson og Stefán
Sch. Thorsteinsson.
Ritgerðin er á ensku með íslensku
yfirliti. Þar segir m. a.:
„Niðurstöður þvermálsmælinga
eistna fjórum sinnum á ári, að
hausti, vetri og vori og sumri um
tveggja ára skeið, sýndu svipaðar
árstíðarbundnar breytingar bæði
árin. Haustmálin voru stærst, næst
komu vetrarmálin, þá sumarmál-
in, en þvermál eistna var minnst á
vorin. Samkvæmt þessum mæling-
um voru eistun 15% stærri á
haustin en á vorin, að meðaltali. í
ályktunum er fjallað um breyt-
ingar á stærð eistna eftir árstíðum
og hugsanleg tengsl við dagsbirtu,
með hliðsjóna af erlendum
rannsóknarniðurstöðum á þessu
sviði.“
Mites of stored hay in lceland.
Maurar í þurrheyi á íslandi.
Höfundur: Thorkil E. Hallas,
Danmörku.
Heymæði hefur margan fjármann
og kúahirði bagað og jafnvel hafa
bændur orðið að hætta búskap
vegna hennar.
I inngangi ritgerðarinnar sem er
á ensku segir (í lauslegri þýðingu)
að talið sé að heysýki valdi viðvar-
andi sjúkdómum, líklega ofnæmi í
öndunarfærum. Fyrir þremur
árum fundu vísindamenn (Guth-
FfíEYR — 683