Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1984, Side 7

Freyr - 15.01.1984, Side 7
Kanínurækt er vaxandi búgrein í þessu blaði er viðtal við Hlöðver Diðriksson í Litlu-Hildisey í A-Landeyjum, formann Kaníuræktarfélagsins á Suðurlandi. í viðtal- inu er gerð grein fyrir upphafi angórakanínu- ræktar hér á landi, en það má rekja til þess samdráttar sem nauðsynlegt varð að koma á í hefðbundnum búgreinum og gerðist með því að sett var á kvótakerfi og fóðurbætisskattur árið 1979. Bændur hafa bryddað upp á ýmsum nýj- ungum í búrekstri vegna áðurnefnds sam- dráttar. Mest hefur þar borið á loðdýrarækt, þ. e. minka- og refarækt, en fiskrækt, nýting hlunninda og fleiri búgreinar hafa einnig verið efldar. Kanínurækt hefur fyllt þann flokk með sóma. Leitast hefur verið við að af hálfu hins opinbera, þ. e. Búnaðarfélags íslands og fleiri aðila, að veita þessari nýju búgrein þá fyrir- greiðslu sem tök hafa verið á. Hitt er þó ekki síður um vert að þeir sem lagt hafa stund á þessa búgrein hafa sýnt mikið frumkvæði við að efla hana. Kanínuræktarfélagið á Suður- landi er enn eina félag kanínuræktarmanna og allir, hvar sem er á landinu, geta orðið félagar í því. Hins vegar er ætlunin að kanínuræktar- félög verði með tíð og tíma stofnuð í öðrum landshlutum þegar fjöldi kanínueigenda gefur tilefni til. Kanínuræktarfélagið á Suðurlandi gefur út fræðslu- og fréttarit og hafa kanínuræktar- menn með því komið sér upp eigin leið- beiningaþjónustu af myndarskap auk þess sem slíkt rit eflir félagsanda og samvinnu þeirra sem þessa búgrein stunda. Hvernig fellur angórakanínurækt inn í þá búskaparhefð sem ríkir hér á landi? Óhætt er að segja að hún geri það vel. Búfjárrækt hefur um allar aldir sett mestan svip á íslenskan landbúnað og umhirða búfjár er íslenskum bændum í blóð borin. Kanínur eru jurtaætur og gras og hey er uppistaða í fóðri þeirra. Svo vill til að æskilegt er að heyfóður sem gefið er kanínum sé nokkuð trénað, og segjast verður að það ætti ekki að verða kanínurækt hér á landi fjötur um fót. í þeim löndum þar sem kanínurækt er stunduð af mestum krafti er hún rekin í litlum einingum sem hæfa einstaklingi eða fjölskyldu að annast. Stórrekstur á þar ekki við, þar sem hagkvæmni stærðarinnar nýtur sín þar ekki. Þeir sem stunda kanínurækt þurfa ekki að búa við jafngreiðar samgöngur og t. d. mjólkur- framleiðendur eða jafnvel refa- og minka- bændur sem verða að draga að sér fóður a. m. k. einu sinni í viku, hvernig sem viðrar. Að þessu leyti líkist kanínurækt sauðfjárrækt og hefur þar með öll tök á að létta á þeirri offramleiðslu sem er á framleiðslu sauðfjár- afurða. Á þeim stöðum á landinu þar sem sam- göngur eru erfiðastar er einkum stunduð sauðfjárrækt. Fjárbændur hafa um þessar mundir litla möguleika á að auka tekjur sínar af þeirri búgrein. Kanínurækt getur þar hjálp- að upp á sakirnar. Engin offramleiðsla er á hári af kanínum og horfur á að svo verði ekki. Að því styður að margt bendir til að unnið verði innanlands úr öllu því hráefni sem til fellur og hefur Ullarverksmiðjan Álafoss þeg- ar hafið slíka framleiðslu. Eins og við aðrar nýjungar er sígandi lukka best í kanínurækt. Því er ástæða til að ráð- leggja þeim sem hyggjast stunda hana að byrja smátt og ná þannig tökum á henni. Alltof mörg dæmi er um þá sem byrja af bjartsýni á nýrri búgrein en halda ekki út og er þá verr af stað farið en heima setið. M.E. FREYR — 47

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.