Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1984, Page 9

Freyr - 15.01.1984, Page 9
líkleg viðfangsefni má til dæmis nefna áburðar- og fóðuráætlanir, fjárfestingaáætlanir, ásetning að hausti o. s. frV. Þá má nefna val búgreina og samstillingu rekstrar- þátta eins og gert er t. d. í reikni- líkani af kúabúi, sem væntanlega verður kynnt fljótlega í Frey. Sum forritanna yrðu notuð, þegar bændur leituðu til ráðunauta, eða jafnvel þegar ráðunautar kæmu í heimsókn til bænda, en önnur gætu bændur notað sjálfir í heim- ilistölvum. Með því að setja upplýsingar um búrekstur inn í reiknilíkan og bera árangur búsins saman við það sem vera ætti samkvæmt bestu þekktu forsendum, er unnt að sjá, hvað helst takmarkar ár- angur. Fara má rækilega ofan í saumana á búrekstrinum og leita sérfræðiaðstoðar, þar sem hennar er helst þörf. Tölvuforrit til leiðbeiningar við íslenskar aðstæður eru enn af skornum skammti, og þróun þeirra kostar mikið fé og fyrir- höfn. Eðlilegast er, að þau verði gerð í samvinnu rannsóknastarf- seminnar, leiðbeiningaþjónust- unnar og Búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri. Svo vel vill til, að á öllum þessum stöðum eru nú þegar til starfs- menn, sem vel kunna til verka, þótt einnig geti þurft að kveðja til reiknifræðinga. Þróunin er reyndar þegar hafin, en nauðsyn- legt er, að forystumenn í landbún- aði geri sér sem skýrasta grein fyrir þessum málum, svo að þeir hafi tök á að móta stefnuna. Bíði það of lengi, getur það meðal annars orðið til þess, að tölvuselj- endur verði á undan og taki að bjóða bændum tölvur með forrit- um, sem á ýmsan hátt eru ófull- nægjandi. Auðvelt ætti að vera að leita til nágrannalandanna með fyrirmyndir, því að bæði 1981 og 1983 voru haldnar á vegum NJF, Norræna búfræðifélagsins, ráð- stefnur um tölvunotkun í landbún- aði, og enn ein er ráðgerð 1984. Gerð góðra forrita til leiðbeiningar getur torveldast mjög af því, að rannsóknaniður- stöður skorti á ýmsum sviðum. Það er þó tæplega réttlæting þess að hefjast ekki handa, og ber að leggja áherslu á að stunda rann- sóknir á þeim sviðum, þar sem þekkingu virðist helst skorta. Ekki er nóg að gera góð forrit til leiðbeiningar. Þau koma að litlu haldi, nema ráðunautunum sé tamt að nota þau. Eitt fyrsta skil- yrði þess, að þróunin geti orðið nægilega markviss, er að menntun ráðunauta verði aðlöguð þessum viðhorfum. Ógjörningur er að segja fyrir um, hvernig þessum málum verður best fyrir komið. Menn þurfa að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og endanlegt fyrirkomulag getur orðið ólíkt fyrstu hugmynd. Ég vil þó freista þess að setja fram hugmynd um menntun ráðunauta, eins og ég tel að hún geti orðið eftir fáein ár. Ég geri ráð fyrir, að almenn búvísindamenntun, eins og við þekkjum hana á Hvanneyri, verði ekki talin fullnægjandi til þess að menn geti fengið ráðunautsstöð- ur. Til þess þurfi bæði starfsþjálf- un með reyndum ráðunautum og framhaldsmenntun. Ráðunautar verði ýmist fagráðunautar í rækt- un, fóðrun o. s. frv. eins og við þekkjum, en hins vegar hagræð- ingarráðunautar, sem hafi náið samband við bændur og leiðbeini um búskapinn í heild. Menntun sína hljóti þeir í sérnámi á Hvann- eyri eftir kandídatspróf. í fyrstu yrði e. t. v. nokkurra mánaða námskeið látið nægja. í þessu námi ætti ekki aðeins að kynna notkun þeirra forrita, sem til kunna að verða, heldur ættu nem- endur einnig að taka þátt í þróun þeirra, enda er tvísýnt, að þau gætu þróast áfram sem vert væri með öðru móti. MF200 og 600 - Vandaður búnaður - hagstætt verð Enn á ný kemur MF með endurbættar vélar. Nýju 200 og 600 línurnar hafa vakið verðskuld- aða athygli fyrir góðan búnað og vandaðan frágang. Til á lager. Ýmsar stærðir frá 47 til 93 h.p. með eða án framdrifs. Hafið samband. MF vélar sem staðist hafa ströngustu kröfur í áratugl. Kaupfélögin og A/ Suðurlandsbraut 32. Simi 86500. FREYR — 49

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.