Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1984, Page 12

Freyr - 15.01.1984, Page 12
fóðri á dag. Þetta er trénisrík fóðurblanda sem flutt er inn en auðvelt ætti að vera að framleiða hana hér á landi þegar markaður leyfir það. Svo þarf kannski líka hey til að bera undir þœr? Það fer eftir því hvers konar búr- um þær eru í. Þessi búr sem þú sérð hér eru þannig að þær geta átt í þeim unga og þess vegna eru þau stærri en önnur búr. Gólf- flötur þeirra er 80x70 cm og loft- hæð er 60 cm. Hins vegar eru venjuleg búr talsvert minni um sig og lægri undir loft, 50 cm breið og 60—70 cm djúp. Kanínum líður annars best þeg- ar þær eru á trégrind eða heyi eða hálmi, en ekki t. d. á neti. Þessum dýrum leiðist ekki þótt þau séu ein í búri. Þau eru róleg, alveg gagn- stætt refum og minkum sem mér finnst að hljóti að finna mikið fyrir frelsissviptingunni. Rœktunin? Það er mikið atriði að velja ein- göngu bestu einstaklingana til undaneldis. Annars dregur fljótt úr hárvexti í stofninum. Segjum svo að við séum að hefja kanínurækt. Við hleypum þá til þegar kanínurnar eru nýklippt- ar. Það er gert til að samhæfa ungaeignina og hárvöxtinn til að lenda ekki í vandræðum. Það er t. d. ekki heppilegt að klippa kan- ínu um það leyti sem hún er að fara að eiga unga og ekki heldur þegar hún er nýbúin að eiga þá, heldur þegar hún er búin að koma þeim upp. Tilhleypingin fer fram stuttu eftir khppingu, en það eru 17 dagar milli beiðmála, þótt þar sé ekki algjör regla á. Venjulegur meðgöngutími er 31—32 dagar og kanínurnar eiga þetta 5—8 unga í einu. Sá sem stundar kanínurækt verður að skrifa allt niður; hver er móðirin, faðirinn, og hvenær hleypt er til. Kanínurnar gera sér hreiður og það þarf að sjá þeim Klippingfer fram á þriggja mánaða fresti. Pá hefur hárið náð yfir 6 cm lengd. Fyrst er klippt eftir endilöngum hrygg. fyrir efni í það. Ungarnir lifa ekki án þess að vera í hreiðri. A meðan kanínan er að ala upp ungana sína í tvo mánuði þarf hún tvö hólf af stærðinni 80x70 cm með litlum dyrum á milli. Hún gerir hreiðrið í öðru hólfinu og þar er haft hey. Hinum megin er hún fóðruð og þar er vatnið. Þar er hún á trégrind. Ungarnir eru blindir fyrstu 10 dagana, en úr því fara þeir að skríða um og éta fóður með mömmu sinni. Þeir þurfa mikla mjólk og kanínan þarf því mikið fóður um það leyti. Við tveggja mánaða aldur eru ungarnir teknir undan og merktir og klipptir og skráðir á viðkom- andi blað. Og þá vigtar þú þá? Já, það getur verið ágætt en það er ekki nauðsynlegt ef maður sér að Klipping á kanínum krefst mikillar þjálfunar. Byrjað er á að kemba kanínuna. 52 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.