Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1984, Page 17

Freyr - 15.01.1984, Page 17
ráða, eru að jafnaði skammtíma- sjónarmið. Markaðsverð á heyi er ekki not- hæft sem verðmiðun við út- reikninga á hagkvæmni, nema hjá þeim bændum, sem geta treyst á sölu á heyi sem búgrein. Markaðsverð ræðst nokkuð af eftirspurn. Sé unnt að segja fyrir um framboðið að vori, ætti að taka tillit til þess við áburðargjöf og bera minna á, þegar vænta má mikils framboðs. Ekki geta allir bændur stefnt að því að verða heyseljendur. Markaðurinn þyldi það ekki. Hjá öðrum bændum miðast heyskapurinn eingöngu við að afla fóðurs handa bústofninum. Verðmæti heysins fer þá ýmist eftir því, hve mikið fæst fyrir það í afurðum búsins, eða því, hvort unnt er að afla fóðursins með öðru hagkvæmara móti. Nauðsynlegt er að taka tillit til kvótakerfis og annarra framleiðslutakmarkana, svo sem stærðar á útihúsum eða ítölu í haga. Aukaáhrif af breyttri áburðarnotkun. Tillaga Páls Bergþórssonar um að minnka notkun tilbúins áburðar á tún um helming byggist á því, að henni megi mæta annað hvort með betri nýtingu þeirra túna, sem fyrir eru, eða með aukinni ræktun. Víða er unnt að fara aðra hvora þessa leið eða báðar. Það gerist þó ekki alltaf af sjálfu sér að nýjungar sem teknar eru upp, skili þeim árangri sem til er ætlast. Þegar breytt er um búskaparlag, verða ýmsar breytingar sem erfitt getur verið að sjá við. Árangurinn getur því orðið annar í raun en sýndur var á pappírnum. Einna augljósast er það atriði, sem Óttar Geirsson bendir á í grein sinni, að ekki má draga úr notkun allra áburðarefna jafnt, heldur á að breyta áburðarhlut- föllum. Fosfóráburðarnotkun ætti að haldast næstum óbreytt, og kalíáburður má ekki minnka til jafns við köfnunarefnið. Ekki er víst, að til séu áburðartegundir á markaði, sem fullnægi þessum kröfum. Óhætt mun þó að breyta áburðarnotkun eitthvað frá ári til árs, án þess að áburðarhlutföllum sé breytt. Gæði heysins eru meðal mikil- vægustu þátta, sem ráða hag- kvæmni búskapar. Með því að tryggja góðan heyskap er unnt að takmarka mjög kjarnfóðurkaup. Fóðurgildi heys mælt í fóðurein- ingum í kg er því sem næst óháð áburðarmagni, ef annað helst óbreytt. Önnur bein áhrif áburð- armagns á heygæði eru sennilega einnig lítil. Nú er það hins vegar svo, að menn bíða oft eftir sprettu með slátt. Ef dregið er úr áburðar- gjöf, er hætt við að menn freistist til að bæta sér upp minni grasvöxt með því að seinka slætti og fái þar með lakara hey. Áburðarmagn getur þannig haft óbein áhrif á heygæði. Hér hefur verið bent á nokkrar ástæður þess, að breytt áburðar- notkun geti í raun reynst lakari en vera ætti samkvæmt niðurstöðum nákvæmustu útreikninga. Það rýrir þó ekki gildi þeirrar hugmyndar, að unnt geti verið að auka hag- kvæmni búskapar á íslandi með minni áþurðarnotkun. Rétt er þó að benda á, að vegna þess að uppskera mun ávallt verða breyti- leg milli ára, getur verið réttlætan- legt að nota heldur stærri áburðar- skammta en einfaldir útreikning- ar, sem miðast við meðalaðstæð- ur, gefa til kynna. Líta má á áburðarnotkun umfram það, sem meðalútkoman sýnir hagkvæmast, sem einskonar tryggingariðgjald til að auka öryggi heyskaparins. Mismunur á áburðarsvörun eftir staðháttum. Páll Bergþórsson miðar út- reikninga sína við ýmsar tilraun- aniðurstöður. Þeirra mikilvægast- ar eru meðaltalsútkomur úr lang- tímatilraunum með köfnunarefn- isáburð, sem skýrt var frá í 17. tbl. Freys 1975. Skipta má árangri tilraunanna í tvo meginþætti. Annars vegar er það uppskera sú, sem fæst án köfnunarefnis, og hins vegar upp- skeruauki sá, sem áburðurinn gef- ur. Svo vikið sé að síðara atriðinu fyrst, þá eru áburðaráhrifin nokk- uð jöfn í flestum tilraunum, þann- ig að auðvelt er að draga meginat- riði þeirra saman. Nokkur tilvik eru þó þekkt, þar sem áburðar- áhrif eru mun meiri eða minni en var að jafnaði í þessum tilraunum. Mikils er vert að fá frekari upplýs- ingar um, við hvaða skilyrði má helst gera ráð fyrir frávikum frá meðaláhrifum áburðar, því að það skiptir miklu máli um hagkvæmni áburðarnotkunar á hverjum stað. Tilraunir á þessu sviði hafa þó að mestu legið niðri um hríð. Þótt hér hafi verið bent á nauð- syn þess að gera frekari tilraunir með köfnunarefnisáburð til að fá nákvæmari upplýsingar um, hvernig árangur áburðarnotkunar er breytilegur eftir staðháttum og ræktunarástandi túna, vil ég nota tækifærið til að vara við því, að menn taki niðurstöður einstakra tilrauna og noti þær óháð öðrum niðurstöðum til leiðbeiningar á því svæði sem þær eru gerðar á. Til þess eru þær að jafnaði of óörugg- ar, svo að óvíst er að sama niður- staða fengist, ef tilraunin væri endurtekin. Gildi einstakra til- rauna er fyrst og fremst í því fólgið, að þær eru liður í því að skapa heildarmynd, sem verður mun öruggari en niðurstöður ein- stakra tilrauna. Með því móti er unnt að draga ályktanir um áburð- arnotkun víðar en á þeim tiltölu- lega fáu stöðum, sem tilraunir eru gerðar á. Frávik frá meðalniður- stöðu, sem finnast í einstökum tilraunum, fá ekki gildi til leið- beiningar fyrr en þau hafa verið sett í samhengi við aðrar niður- stöður og staðfest hefur verið að svipuð niðurstaða fáist, ef tilraun- in er endurtekin við sams konar skilyrði. Mismunandi frjósemi lands. Hér á undan var fjallað nokkuð um áburðarsvörunina og nauðsyn þess að kunna skil á, við hvaða FREYR — 57

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.