Freyr - 15.01.1984, Side 18
skilyrði hún víkur frá því algeng-
asta. Hinn meginþátturinn í niður-
stöðum tilrauna með köfnunar-
efnisáburð er grunnuppskera sú,
sem hefur fengist án köfnunarefn-
isáburðar en með fosfór- og kalí-
áburði. Er hún mun breytilegri en
áburðarsvörunin, bæði frá ári til
árs og frá einum stað til annars.
I langtímatilraunum tilrauna-
stöðvanna hafa fengist að meðal-
tali í 25 til 38 ár 24 til 29 hkg af
þurrefni á hektara í sjö tilraunum
af átta, en 49 hkg/ha í annarri
tilrauninni á Skriðuklaustri. Á
Hvanneyri fengust 23 hkg af þurr-
efni á hektara að meðaltali í 16 ár.
Á sandjörð og ýmsum lakari gerð-
um mýrarjarðvegs er spretta hins
vegar mun minni án N-áburðar.
Tilraun nr. 5—45 á Akureyri hef-
ur staðið lengst þessara tilrauna.
Þar hefur uppskera án köfnunar-
efnis verið frá 6 hkg/ha árið 1970
til 42 hkg/ha árin 1959 og 1974.
Meðaltalið er 24,6 hkg/ha, og
meðalfrávik, sem reiknað er á
árlegum uppskerutölum, er 9,2
þ. e. 37% af meðaltalinu.
Nokkur vafi getur leikið á, að
niðurstöður tilrauna sýni rétta
mynd af uppskeru túna, því að
meðferð tilraunalandsins hefur að
jafnaði verið mun betri en algengt
er um tún. Mestu munar líklega,
að því hefur mikið verið hlíft við-
umferð þungra véla og beit. Þess
vegna má búast við, að á túnum
fáist að jafnaði minni uppskera án
köfnunarefnisáburðar en í tilraun-
um, þótt á svipuðu tæktunarlandi
sé.
Áaö bera minna á?
Ábending Páls Bergþórssonar
um, að hagkvæmt geti verið að
draga verulega úr áburðarnotkun,
hefur vakið meiri athygli en margt
annað, sem skrifað hefur verið um
búvísindi. Sumir virðast óttast, að
skrif Páls verði lögð út á þann veg,
að íslenskir bændur hafi bruðlað
með áburð og að sú skoðun
breiðist út, að þarna sé fundin
fljótvirk leið til að draga úr fram-
leiðslukostnaði. Þessi ótti má þó
ekki verða til þess, að menn fáist
ekki til að endurmeta hagkvæmni
áburðarnotkunar. Athygli skal
vakin á því, að samkvæmt út-
reikningum Páls breytist hag-
kvæmnin lítið þótt verulega sé
vikið frá því, sem sýnist hagkvæm-
ast. Því er mikið svigrúm til að láta
önnur sjónarmið hafa áhrif á
áburðarnotkunina, án þess að út-
koman breytist verulega.
í rauninni er það ekki óeðlilegt,
að frumkvæðið að endurmati á
hagkvæmni áburðarnotkunar
komi frá manni, sem stendur
nokkuð utan við. Páll er veður-
fræðingur. Hann er með skrifum
sínum m. a. að minna á það, hvað
loftslagsbreytingar geta haft djúp-
stæð áhrif á búskap í landinu og
gerir ákveðna tillögu um, hvernig
búa megi svo í haginn, að íslensk-
ur landbúnaður standist slíkar
sveiflur betur en áður.
Mér virðist, að leiðbeininga-
þjónustan og bændur hafi í raun-
inni fyrir löngu aðhyllst það sjón-
armið að nokkru, að hér á landi sé
rétt að stilla áburðargjöf í hóf en
auka þess í stað stærð ræktaðs
lands. Áburðarnotkun er senni-
lega víðast alllangt frá því að skila
hámarksarði á hektara miðað við
markaðsverð á heyi. Ef stefnt væri
að hámarksarði af hektara mætti
hins vegar búast við, að upp kæmu
fleiri vandamál, bæði í ræktuninni
og í fóðrun gripanna. Myndi það
gera auknar kröfur, bæði til
rannsóknastarfseminnar og leið-
beiningaþjónustunnar. Ákalárun-
um lærðist mönnum einnig, að
nokkur trygging getur verið í því
fólgin að hafa meira land undir í
ræktuninni en unnt er að komast
af með. Vegna þess að áburðar-
notkunin hefur víðast verið tölu-
vert frá því að gefa hámarksupp-
skeru á hektara, er nú þegar unnt
að koma að nokkru til móts við
það sjónarmið Páls, að lélegu ár-
ferði skuli mætt með auknum
áburði.
Einstaklingsbundin ráðgjöf.
Þótt það sjónarmið, að réttmætt
sé að láta landstærð koma að
nokkru í stað hámarksarðs á hekt-
ara, sé ekki alveg nýtt af nálinni,
er mér ekki kunnugt um að neinn
hafi orðið til þess á undan Páli að
reyna að setja upp dæmi um hve
langt skuli gengið í því efni. Ekki
er þó nóg að setja upp eitt dæmi
fyrir alla, þótt það geti verið gagn-
leg viðmiðun við almenna ráðgjöf.
Frjósemi lands er mjög misjöfn.
Þeim mun auðveldara er að spara
sér áburð með aukinni ræktun
sem land er frjósamara. Líklegt
er, að ræktunarland sé sums stað-
ar farið að ganga til þurrðar,
þannig að það land, sem eftir er
að taka til ræktunar, sé mun lak-
ara efni í tún en það, sem fyrir er.
Þessar aðstæður þarf að meta á
hverjum stað og ráðgjöfin þarf því
að vera einstaklingsbundin.
I þessari grein hefur ekki verið
gerð nein tilraun til að setja upp
dæmi til að meta hagkvæmni
áburðarnotkunar, enda er það
skoðun höfundar, að það sé nokk-
uð flókið dæmi og að niðurstaða
þess muni verða nokkuð breytileg
eftir aðstæðum. í einföldum hag-
kvæmnisútreikningum er jafnan
hætt við, að heildaráhrif t. d. af
breyttri áburðarnotkun verði ekki
öll séð fyrir, og einnig er hætt við,
að skammtímasjónarmið verði
ríkjandi. Slíkir einfaldir útreikn-
ingar eru þó nauðsynlegir, þegar
nýjar hugmyndir eru viðraðar.
Hið mikilvægasta við framlag Páls
Bergþórssonar er e. t. v., að
lengra er horft fram í tímann en
títt er.
Til sölu
Til sölu er Ársrit Ræktunarfélags
Norðurlands 1903—1947 ásamt
lögum þess. Hér er um að ræða 6
bækur í góðu bandi með gyllingu.
Einnig er til sölu Árbók land-
búnaðarins 1950—1975. Hér er
um að ræða 19 bækur í góðu bandi
með gyllingu.
Upplýsingar gefur afgreiðsla
Freys.
58 — FREYR