Freyr - 15.01.1984, Side 23
Hryssur og folöld þrífasl vel á mýrarbeit. (Ljósm. J. J. D.).
Náið samhengi er milli fóðurfram-
boðs (eða beitarþunga) og vaxtar-
hraða bæði lamba og folalda. Hið
nána samspil milli fjölda gripa
sem beitt er og afurða kemur
glöggt fram í öllum beitartil-
raunum sem gerðar hafa verið (sjá
t. d. Hart, 1978 og það sem birt
hefur verið um íslensku beitartil-
raunirnar). Fallþungi lamba
minnkar um ákveðið magn fyrir
hvern grip sem bætt er í hagann og
breytir þar litlu hvort um er að
ræða fé eða hross.
í mörgum byggðarlögum er
sauðfjárrækt undirstaða bú-
skapar. Þar hagar víða þannig til
að fallþungi lamba mundi aukast,
sums staðar mjög mikið ef hross-
um fækkaði, og sauðfjárræktin
yrði að sama skapi hagkvæmari.
Arður af hrossaræktinni myndi
vaxa af sömu ástæðum ef stóð-
hrossum væri fækkað. Vaxtar-
hraði folalda og trippa myndi
aukast, fallþungi folalda til kjöt-
sölu yrði meiri, trippi kæmust fyrr
til þroska og þar með til sölu,
viðkoma í hrossastofninum yrði
hlutfallslega meiri og vandamál og
verðfall vegna offramleiðslu á
kjöti og lífhrossum yrðu úr
sögunni.
Offramboö er staöreynd.
I grein sinni nefnir sr. Halldór að
ekki hafi verið nema 50 tonn af
hrossakjöti til í landinu við upphaf
slátrunar. í fréttum frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins á bls.
878 í sama hefti Freys er þess hins
vegar getið að 180 tonn hafi verið
til hinn 1. september. Var þá búið
að losna við nokkra tugi tonna af
hrossakjöti í refafóður og í mjöl-
vinnslu auk þess sem var hent.
Alls er þarna um að ræða næstum
fjórðung af innlögðu hrossakjöti á
síðasta verðlagsári. Ef litið er á
dæmið á annan hátt, þá samsvarar
þetta kjötmagn á að giska 1100
fullorðnum hrossum. Lítið fæst
fyrir þetta kjöt og ekki bætir það
úr skák að ekki hefur náðst grund-
vallarverð hjá öllum sláturhúsum
og í sumum tilfellum er ekki lokið
uppgjöri þar sem eitthvað af kjöti
frá haustinu 1981 er enn í birgð-
um“, svo aftur sé vitnað í frétt
Framleiðsluráðs. Það má nokkuð
ljóst vera að verðskerðing af völd-
um offramboðs á hvert kg af inn-
lögðu kjöti af fullorðnum hrossum
er gífurleg. Útflutningur á þessu
kjöti gengur illa og á heldur ekki
rétt á sér nema í takmörkuðum
mæli. Þótt talað sé um að 60—
80% fáist af skilaverði í útflutningi
á þessu kjöti, þá er það samt of
lítið sökum þess hve skilaverðið er
lágt. Beitilöndin okkar eru of tak-
mörkuð og of verðmæt til að fórna
þeim fyrir framleiðslu á kjöti sem
svo lítið fæst fyrir.
Markaður fyrir lífhross er einnig
ofmettaður. Á þeim markaði
ræður lögmál framboðs og eftir-
spurnar í öllu sínu veldi. Fækkun
lífhrossa sem boðin eru til sölu
myndi því fljótt leiða af sér hærra
verð og aukinn arð af þessum
meiði búgreinarinnar.
Hross þrífast mun betur á mýrlendi
og öðru votlendi en bæði sauðfé og
naugripir.
Þar er ég loksins orðinn sammála
sr. Halldóri. Þótt hross sæki mest í
vallendisgróður líkt og annað
búfé, eins og áður var vikið að,
þrífast þau ágætlega á mýrlendi.
Ástæðan fyrir þessum yfirburðum
hrossanna á lélegum gróðri er sú,
að meltingarfæri þeirra eru öðru
vísi en jórturdýranna. Þessi mis-
munur á meltingarfærum leiðir
það af sér að fóðurnýting hrossa
er til muna lakari en jórturdýra.
Hrossin virðast melta fóður um
12—34 hundraðshlutum verr en
t. d. nautgripir á sama fóðri
(Johnson et. al. 1982, Hintz,
1969). Hrossin þurfa að éta að
sama skapi meira miðað við þunga
en hinar tegundirnar, bæði til við-
halds og vaxtar og svo til hreyf-
ingar sem er verulegur orkuút-
gjaldaliður.
Hrossin eru hins vegar ekki
bundin sömu takmörkunum hvað
varðar átgetu og jórturdýr, eink-
um á lélegu fóðri, því að fóðrið
nær að ganga miklu hraðar í gegn-
um þau (t. d. Janis, 1976). Þessir
yfirburðir í átgetu (t. d. 40% meiri
en nautgripa á hvert kg af lífþunga
skv. Johnson et. al. 1982 og 84%
meiri en sauðfjár á heyi sam-
kvæmt Hamelin et al 1966) gera
meira en að bæta upp lakari fóð-
urnýtingu hjá hrossunum, þannig
að þau geta náð að innbyrða hlut-
fallslega meiri orku á beit á kjarn-
litlum gróðri en t. d. sauðfé. Þessa
séreiginleika hrossanna er sjálf-
sagt að notfæra sér betur en nú er
gert með því að nota meira girð-
ingar, beita þeim fyrst og fremst á
FREYR — 63