Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1984, Page 26

Freyr - 15.01.1984, Page 26
Túnbeit að vetrarlagi getur verið skaðleg. (Ljósm. J. J.). gengur nokkuð af hrossum í afréttum í tveimur hreppum í Borgarfjarðarhéraði og í þrem- ur hreppum í Eyjafjarðarsýslu. Samkvæmt mínum athugunum mun nær sanni að allt að 5000 hross, auk folalda, hafi gengið í afréttum síðastliðið sumar. Ekki nýjar leiðbeiningar. í grein sinni spyr sr. Halldór, hvort ég, Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur og Andrés Arnalds gróðureftirlitsmaður séum að setja fram álit okkar varðandi hrossastofninn o. s. frv. í nafni þeirra stofnana sem við störfum fyrir. Hvað mig áhrærir er svarið já, að sjálfsögðu. Ég hefi fjallað um þessi mál í ræðu og riti um árabil, m. a. í ritum hesta- manna. Pað hafa aðrir starfsmenn Búnaðarfélags íslands einnig gert, t. d. Þorkell Bjarnason og Gísli Kristjánsson sem hafði lengi um- sjón með forðagæslunni í landinu, þannig að hér er ekki um nýjung í leiðbeiningaþjónustu að ræða. Það er verið að gefa bændum skynsamleg ráð, en ekki skipa þeim fyrir verkum eins og sr. Halldór gefur í skyn. Vissulega er ekki verið að amast við hóflegri hrossaeign, hvort sem um reiðhross eða stóð er að ræða. Hrossabeitin skiptir það miklu máli í úthaganýtingu að fram hjá henni verður ekki litið. Ég er í góðu sambandi við fjölda hesta- manna og stóðbænda og tel mig hafa sæmilega yfirsýn yfir stöðu hrossabúskapar í landinu. Mér er ljóst að þar sem skilyrði eru góð er hægt að hafa töluverðar tekjur af stóðbúskap, en aðstæður eru mjög breytilegar. Ég vil stuðla að því að hrossabúskapur færist æ meir inn á braut ræktunar líkt og gerist í öðrum búfjárgreinum. Meiri áhersla verði lögð á gæðin og arðsemina en höfðatöluna því að slíkt samræmist best landnýtingar- og markaðssjónarmiðum. Mér er að verða það æ ljósara að ég hefi ekki tekið of djúpt í árinni þegar ég hefi fjallað um hrossamálin. Þó má vera, að ég hafi ekki alltaf haft það nægilega vel í huga hve þetta eru mikil tilfinningamál. Nú er komið álit frá nefndinni sem landbúnaðar- ráðherra skipaði eftir fundinn í Bændahöllinni 15. ágúst. Þar kemur fram að fækka megi hross- um um að minnsta kosti 10.000 miðað við stöðu markaðsmála innanlands og utan. (Heimild: „Hæfilegur fjöldi hrossa“, grein eftir Egil Bjarnason í 24. tbl. Freys 1983). Þessi niðurstaða er í ágætu samræmi við það álit mitt sem ég setti m. a. fram í forystu- grein í 18. tbl. Freys 1983 og sr. Halldór telur „órökstudda fullyrð- ingu“, að hross séu greinilega orð- in of mörg fyrir þá markaði sem tiltækir eru fyrir hrossaafurðir. Svipað álit kemur fram hjá Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra í viðtali sem birtist í 21. tbl. Freys 1983, bls. 860. Tilraunirog eigin mat. Víst er það rétt, að leiðbeininga- þjónustan þarf að byggja sem mest á niðurstöðum innlendra til- rauna og athugana. En það nægir ekki alltaf því að margt hefur lítt eða alls ekki verið rannsakað. Ráðunautar verða því iðulega að byggja leiðbeiningar sínar og mál- flutning á margvíslegri reynslu og mati á aðstæðum. I sumum tilvik- um er hægt að hafa niðurstöður erlendra tilrauna til hliðsjónar. Persónulegt mat byggt á slíkum grunni er því eðlilegt, og hvað gróðurverndar- og landnýtingar- mál varðar er það nauðsynlegt að mínum dómi. Ég hef skrifað nokkrar greinar með fræðilegu ívafi um hrossabeit síðustu fimm árin, m. a. í Eiðfaxa, Hestinn okkar og Frey, og ég er mjög hlyntur þeim hrossabeitartil- raunum sem nú er unnið að á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Öðru hvoru hef ég flutt erindi um hrossabeit á fund- um hjá hestamannafélögum og tekið þátt í skemmtilegum og gagnlegum umræðum um þau efni. Þá hafa m. a. gefist tækifæri til að skýra út við hvaða skilyrði hrossabeit getur verið hagabót, eða blönduð beit hrossa og sauðfjár hagkvæm. Slík mál eru ekki eins einföld og sr. Halldór lætur í veðri vaka í grein sinni því að landgæðin eru mjög breytileg og haglendi hentar misvel til hrossabeitar. 66 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.