Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1984, Side 34

Freyr - 15.01.1984, Side 34
Allt úr lambinu Lionsklúbbur Reykjavíkur efndi til svokallaðs Herrakvölds hinn 7. október sl. í Snorrabœ í Reykjavík. Matseðill Kvöldsins hér ,,Allt úr lambinu“, og sá veitingastofan Brauðbœr um veisluföngin. Á borðum voru yfir 20 réttir, þar sem afurðir sauðfjár voru uppi- staðan, allt frá hefðbundnum ís- lenskum réttum svo sem sviðum, hangikjöti og slátri upp í rétti eftir nýjum uppskriftum. Að ábendingu Stefáns Aðal- steinssonar útvegaði fram- kvæmdastjóri Brauðbæjar, Bjarni Ingvar Árnason, kjöt til veislunn- ar af sláturlömbum á Hólum í Hjaltadal. Lömb frá Hólum voru mjög væn á sl. hausti, og var fallþungi í fyrstu slátrun 18.4 kg. Skrokkarn- ir, sem valdir voru í veisluna, voru 18.5—22.5 kg. á þyngd og nálægt 20 kg að meðaltali. Kjötið var flutt hangandi ófrosið í bíl til Reykjavíkur og verkað þar og látið meyrna eftir kúnstarinnar reglum. Lionsklúbbur Reykjavíkur bauð auk þess Stefáni að sitja veisluna og segja þar frá rann- sóknum sínum og kynbótum á Hólafénu. Stefán Sigurðsson, matreiðslu- meistari í Brauðbæ, hafði þetta að segja um kjötið: Kjötið var mjög gott, lærin lítið feit og lítil fita á skrokknum fyrr en kom fram á síður og bóg. Bragðið var gott og kjötið meyrt. Lærin voru mjög stór og bógur- inn líka. Þessi læri dugðu handa 10 manns, í stað þess að stórt læri af venjulegum skrokk dugir handa 6 manns. Þá er ég að tala um 15 kg skrokk. Á minni skrokkum duga lærin aðeins handa 5 manns. Nýtingin á skrokknum var góð. Fitan á bógum og síðum kom dálítið á óvart miðað við hvað fitan á lærunum var lítil. Ég varð ekki var við, að beinin væru mikil. M. E. Til vinstri: Sigurður B. Oddsson, formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur og Bjarni Ingvar Árnason, framkvæmdastjóri Brauðborgar, til hægri. Tveir matreiðslumenn hjá Brauðbæ, Valgeir Reynisson til vinstri og Stefán Sigurðsson til hægri bera saman bækur sínar yfir kræsingunum. (Ljósm. M. E.j. 74 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.