Freyr - 01.01.1990, Side 38
Ár 1989
Nr. 596 Ár 1989
Nr. 597
SPARMAN-mötunarbúnaður
Gerð: Sparman RU 150. Framleiðandi: Sparman
Fabriken AB, Svíþjóð. Innflytjandi: Búnaðardeild
Sambandsins, Reykjavík.
YFIRLIT.
Mötunarbúnaðurinn Sparman RU 150 var reyndur af
Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
veturinn 1988-89 og sumarið 1989. Var hann notaður
við mötun úr 275 heyrúllum.
Matarinn er ætlaður til að mata hey úr heyrúllum af
breytilegri stærð á ólíku þurrkastigi. Honum er ætlað
að vinna staðbundið og er knúinn með þriggja fasa
rafmótor. Hann vegur um 630 kg. Mötunarband með
þrepastilltri hallastillingu og þreplausri hraðastillingu
rífur heyið úr böggunum og skilar því í nokkuð
samfelldan heystreng. Mælingar sem gerðar voru við
að færa rúllur af vagni í matarann sýndu að afköstin
voru að jafnaði um 20 rúllur (þvermál 1,2 m) á klst.
eða um 5 tonn af vel þurrkuðu heyi. Afköst við sjálfa
mötunina eru breytileg eftir hraðastillingu, er verða
mest um 100 kg þurrefnis á mínútu, eða um 30-40
rúllur á klst.
Að jafnaði er mötunin nokkuð jöfn, en í einstaka
tilvikum veltist innsti kjarninn úr böggunum nokkra
stund í mataranum án þess að hey losnaði úr þeim. Að
öðru leyti virtist matarinn ráða við heyrúllur á öllum
þurrkstigum. Ekki eru flutningahjól undir honum og
því nokkuð torvelt að flytja hann milli staða. Matarinn
er traustlega byggður og ekki komu fram neinar
bilanir á reynslutímanum.
ALFA LAVAL-mykjudæla
Gerð: Alfa Laval TP 250 III. Framleiðandi: Alfa
Laval, Svíþjóð. Innflytjandi: Búnaðardeild Sam-
bandsins, Reykjavík.
YFIRLIT.
Alfa Laval TP 260 III mykjudælan var prófuð af
Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
haustið 1988 og notuð alls í um 73 klst.
Dælan er miðflóttaaflsdæla knúin frá tengidrifi
dráttarvélar. Hún er ætluð til dælingar á þunnri
mykju, hvort heldur er í flutningstæki eða til blöndun-
ar í haughúsum. Hún reyndist vel við flutning á
þunnfljótandi mykju úr haughúsi í dreifara og eins til
blöndunar mykju í geymslu. Best hentar að nota hana
í brunnhús við ábyrgðarkjallara undir gripahúsi. Með
dælunni má dæla upp úr allt að 3 m djúpum geymslum.
Afköst hennar eru verulega háð þykkt mykjunnar, en
voru allt að 48001/mín við mjög lágt þurrefnisinnihald
mykjunnar. Við algenga þykkt mykju, 5-8% þurrefni,
voru afköst dælunnar 3000-3500 1/mín. Aflþörf dæl-
unnar við dælingu mældist mest 28 kW (39 hö).
Álagsöryggi stöðvar dæluna ef fastir aðskotahlutir
komast í inntaksop hennar og valda þeir því ekki
skemmdum. Á reynslutímanum varð ekki vart bilana
eða galla á dælunni.
30 FREYR
l.JANÚAR 1990