Freyr - 01.01.1990, Side 37
Ár1989
Nr. 594 Ár 1989
Nr. 595
CLAAS-vagn
PÖTTINGER-sláttuþyrla
Gerð: Claas 440 K. Framleiðandi: Claas Saulgau
GmbH., V-Þýskalandi. Innflytjandi: Búnaðardeild
Sambandsins, Reykjavík.
YFIRLIT.
Claas 440 K heyhleðsluvagninn var prófaður af Bú-
tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
seinni hluta sumars 1988 og sumarið 1989. Hann var
notaður all 150 klst.
Vagninn er ætlaður til hirðingar á heyi og græn-
fóðri. Rúmmál vagnsins er tæplega 25m3 og hann
vegur tómur um 3,6 tonn. Sópvindan vísar fram og er
henni lyft með vökvaátaki frá dráttarvél. Hleðslubún-
aður vagnsins vann greiðlega. Hleðslutími við þurr-
heyshirðingu var að jafnaði 3,9 tonn/mín og votheys-
hirðingu 1,7 tonn/mín. Hlassþungi var að jafnaði 1,8
tonn af þurrheyi en 3,4 tonn af votheyi. Hægt er að
hafa allt að 31 hníf í tveim röðum í hleðslustokknum
og er þá bilið á milli þeirra 45 mm. Sé öllum hnífunum
beitt verður söxun heysins veruleg, en hún stuðlar að
betri verkun við votheysgerð. Losun vagnsins tekur
minnst um 3,0 mín, auk þess sem nokkurn tíma tekur
að bakka að losunarstað og opna og loka afturenda
heygrindar. Ætla verður minnst 50 kW (68 hö)
dráttarvél fyrir vagninn, eigi að fullnýta afköst hans og
rými. Hjólabúnaður vagnsins er góður. Engar bilanir
urðu á reynslutímanum og er vagninn traustlega
byggður.
Gerð: Pöttinger Cat 185. Framleiðandi: Alois Pöttin-
ger Maschinenfabrik GmbH., Grieskirchen, Austur-
ríki. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík.
YFIRLIT.
Sláttuþyrlan Pöttinger Cat 185 var reynd af Bútækni-
deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumrin
1988 og 1989 og notuð alls um 96 klst.
Hún er tengd á þrítengi dráttarvélar og lyft upp í
flutningsstöðu. Þyngd hennar er 456 kg. Sláttuþyrlan
reyndist slá jafnt og var stubblengd í sláttufari að
meðaltali 37—47 mm við ökuhraðann 7-17 km/klst.
Sláttur vélarinnar fylgdi vel ójöfnum landsins, en á
ósléttu landi voru talsverð brögð að því að sláttuhnífar
særðu grasrót. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar er allt
að 1,87 m og mældust afköst að jafnaði 1,5-2,0 ha/
klst. við venjulegar aðstæður og ökuhraðann 10-13
km/klst. Ætla verður að minnsta kosti 40 kW (54 hö)
dráttarvél fyrir vélina.
í lok reynslutímans eyðilögðust pípur í drifskafti frá
vinkildrifi að tannhjóladrifi. Sláttuþyrlan virðist vera
traustbyggð og engar aðrar bilanir komu fram.
1, JANÚAR 1990
Freyr 29