Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 40
Keðjur í brennidepli
Veljið keðjur á dráttarvélar að vel athuguðu máli. Fullvissið ykkur um að keðjurnar passi
á dekkin og vandið ásetninguna.
Margir eru ónákvæmir þegar þeir
greina frá stærð hjólbarða. Venju-
lega er hún gefin til kynna með
þremur tölum. Til dæmis með 12.
4/11 x 36. Hér merkir 12 dekk-
breidd, 11 felgubreidd og 36
ummál felgunnar. Þá verður sum-
um að nefna hjólbarðana 12 X 36
og fá þá keðjur sem ætlaðar eru á
13. 6/12 x 36. Að því er óhagræði.
Notið þá tölu sem sýnir felgu-
breidd þegar þið kaupið keðjur.
Fyrir kemur að keðjur séu settar
í rangan kassa hjá framleiðanda.
Því er hyggilegt að gá að því hvaða
stærð er merkt á málmplötu sem á
að vera á endanum á hverri keðju.
Leggjast milli rifja
Þegar keðjur leggjast milli rifja á
hjólbörðum koma þær að litlu
gagni. Þettaverðurhelstefþær eru
skakkar eða geiflast á dekkjum.
Þetta gerist síður með þéttriðnum
keðjum, en mestu skiptir að gæta
þess að hliðarkeðjur séu jafn-
strengdar á ytri og innri hlið
hjólsins. Teljið lausu hlekkina og
munið að hafa keðjur ekki of
strengdar. Hér er þó best mund-
angshófið eins og jafnan því laus-
strengdar keðjur slitna fyrr, en
mjög strengdar verða þær stökkar.
Fyrirkemurað keðjurséu seldar
eftir vigt. Þungar keðjur eru vana-
lega sterkar af því þær eru gildari.
Notið keðjur með a.m.k. 8 mm
hlekkþykkt á framhjól og 10 mm á
afturhjól.
Akiðmeðforsjá
Suðustaðir á keðjum eru viðkvæm-
ir fyrir hnjaski, einkum ef ekið er
hratt á hörðum vegi. Aldrei ætti að
fara yfir 30 km/klst. Hætta á að
keðjur skemmist eykst þegar keyrt
er hratt í miklum kulda.
Séu keðjur ofstrengdar og oflítið loft
í hjólbörðum slítur það hliðum þeirra
að óþörfu.
Slit á hliðum hjólbarða
Séu keðjur of strengdar og loft-
þrýstingur of lítill í hjólbörðum
getur það ónýtt hliðar þeirra. Hið
rétta er að hafa mesta, ráðlagðan
loftþrýsting í dekkjum þegar keðj-
ur eru notaðar. í radíaldekkjum á
loftþrýstingur að vera milli 25 og
30 pund.
Slitá rifjum
Ef keðjur eru mjög strengdar slíta
þær rifjum á dekkjum. Dæmi eru
að menn hleypi lofti úr, láti keðjur
á og dæli svo lofti í hjólið aftur. Þá
verður engin hreyfing á keðjunum
og koma þá djúp för í rifin.
Keðjur teljast hæfilega strengd-
ar, sé hægt með góðu móti að toga
þær um 5 cm frá hjólbarða.
Keðjuráöllum hjólum
Á aldrifs-dráttarvélum ætti að hafa
keðjur á öllum hjólum. Láti menn
Einföld aðferð við að setja á kveðju. Keðjurnar eru lagðar endilangar aftan við
hjólið. Gaddarnir snúi upp og keðjulásinn utan á hjólbarðanum. Um 60 cm
langur vírspotti erfestur í hvorn enda á hliðarkeðjum og síðan hengdur yfir
rifin á dekkinu. Einnig má þrœða vírinn ígegnum felguna efhún erþannig. Pá
er dráttarvélinni ekið áfram og keðjunum hagrætt. Pegar keðjurnar eru
komnar hringinn er numið staðar og keðjunum læst.
32 Freyr
1. JANÚAR 1990