Freyr - 01.01.1990, Side 29
Framtíðarsýn III
Landnemar í nýrri og breyttri landsbyggð
I dæmi þrjú segir frá hámenntuðum hjónum í einu
af betri hverfum Stokkhólms. Þau taka sig upp og
selja „villuna" og flytja út á land. Þau eru ekki þau
einu sem gera þetta því að landsbyggðin er að taka
á sig allt aðra og nýja mynd frá því sem hún var árið
1989. Það er í tísku að flytja út á land og mest er
það menntafólk sem á eignir í borgunum sem selur
þærog leggursíðan fjármagnið í uppbyggingu úti á
landi. Með þeim ótal nýju samskiptanetum sem
komin eru í gagnið getur þetta fólk jafnt stundað
vinnu sína uppi í sveit og haft rúmt um sig, rétt eins
og að búa í borgum.
Þessu fólki fylgir nýtt framtak því að það ræður
yfir fjármagni og þorir að leggja út í hlutina og taka
áhættu. Markaðshugsunin er í gangi en munurinn á
dæmi 2 og dæmi 3 er sá að fyrirtækin hér eru miklu
minni og oft aðeins um fjölskyldufyrirtæki að ræða,
án tengingar við önnur fyrirtæki. Smáiðnaður hefur
tekið forystuna þó svo að stórfyrirtækin séu ekki
langt undan. Þetta nýja fólk hefur lag á að finna út
markaði fyrir vörur sínar hvort sem það fer út í
búskap eða eitfhvað annað.
Umhverfisvernd er mál málanna og farið er að
selja vörur undir merkinu „Norden" til annarra
landa í miklum mæli. Stofnaður hefur verið „lands-
byggðarháskóli" í Uppsölum þar sem áður var
landbúnaðarháskóli og hefur hann um leið fengið
mun yfirgripsmeira hlutverk því að það að búa á
landsbyggðinni er ekki bara að mjólka kýr og vinna
úti á akri. Þarna eru alls kyns tilraunir í gangi í
nýgreinum.
Fækkun fólks í mörgum landshlutum snýst yfir í
fjölgun og margar stórar „landsbyggðareyjar"
myndast og eru þær forystuafl í framfarasókn fyrir
dreifbýlið.
Mikið er um sameiningu sveitarfélaga og verða
þau um leið sterkari með því að vinna hvert með
öðru en ekki gegn. Orkuverð þrefaldast en um leið
fær lífræn orka byr undir báða vængi og nýting
hennar vex hröðum skerfum.
Styrkir til hefðbundins landbúnaðar minnka um
2/3 en landbúnaðarpólitík treystir nú meira á nýju
fyrirtækin og til þeirra er lánað með þeim skilyrðum
að lántakandi verður að framleiða eitthvað nýtt,
með nýrri tækni og hafa markað fyrir vöru sína.
Samvinna landsbyggðarfólks er mikil í öldrunar-
málum, skólamálum og dagvistun barna og kallast
það„samvinna í nýju ljósi“. Fjölmiðlareru sterkirog
fólk úti á landi er virkt innan þeirra.
Skógurinn er sem fyrr það sem margir byggja
lífsafkomu sína á, og iðnaður honum tengdur gefur
mikla möguleika og er arðbær.
mál, fjölmiðla, rannsóknir og al-
menn þjóðfélagsmál.
Lesefnið var um 70 blaðsíður
þ.e. rúmlega 20 vélaritaðar síður
um hverja framtíðarmynd þannig
að of langt mál yrði að gera ná-
Sœnsku bœndasamtökin LRF stefna
að því að bœndur njóti sem best
erfiðis síns.
kvæma grein fyrir þeim hér svo
aðeins verður um stutt ágrip að
ræða.
Landbúnaðurinn verður að fylgjast
með þróuninni, hafa áhrif á hana
og vera samkeppnisfær
Miklar umræður urðu meðal
þátttakenda á námskeiðinu og
mörgum hugmyndum velt þar upp.
LRF hefur ákveðið að boða til
fundar á komandi vori og ræða
nánar hinar ýmsu tillögur sem fram
komu á fundinum.
Segja má að í umræðunum hafi
komið fram að fóiki er vel Ijós sú
öra þróun sem er núna í heiminum
og henni verður að fylgja eftir, en
ekki tregðast við og missa af lest-
inni. Til að geta þetta verða bænd-
ur að standa saman um samtök sín
og eiga sameiginleg markmið að
stefna að.
Menntun, á hvaða sviði sem er,
var mikið rædd sem og að bænda-
samtökin verði að ganga þar á und-
Spáð er að mjólkurkúm fœkki um allt
að 150 þúsund í Svíþjóð á nœstu
árum.
1. JANÚAR 1990
Freyr 21