Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 36

Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 36
RANNSÓKNASTOFNUN LANDBÚNAÐARINS Bútæknideild, — Hvanneyri. ÍHHil§ Á, /1Í7 Ár 1989 Nr. S92 Ár 1989 Nr. 593 UNDERHAUG-greip Gerö: Underhaug Silagrip 7705. Framleiðandi: Und- erhaug AS, Nærsö, Noregi. Innflytjandi: Búnaðar- deild Sambandsins, Reykjavík. YFIRLIT: Rúllubaggagreipin Underhaug Silagrip 7705 var próf- uð af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnað- arins frá miðju sumri 1988 til ágústloka 1989. Var hún notuð í um 140 klst. við meðhöndlun rúllubagga. Greipin er ætluð til að lyfta og raða rúlluböggum eða flytja um skemmri vegalengdir. Hún er tengd framan á ámoksturstæki dráttarvélar og fyrir hana þarf sérstök vökvaúttök. Greipin vegur 183 kg og má ætla að lágmarksstærð dráttarvélar sé um 45 kW (60 hö). Hún tekur rúllubagga af velli, vagni eða úr stæðu. Lyftikefli greiparinnar ganga inn undir baggann og klemma hann upp að stuðningsarmi ofan á greipinni. Lyftikeflin eru knúin með vökvastimpli frá dráttarvél. Ætla má að afköstin við hleðslu á vagna og stöflun í stæður sé á bilinu 43-67 baggar á klukkustund. Þegar baggar eru filmaðir á velli er best að taka þá áður en þeir fara að linast vegna gerjunar. Að jafnaði er ekki hætta á að plastfilman verði fyrir hnjaski við með- höndlun á böggunum ef viðhöfð eru vönduð vinnu- brögð. Greipin er einföld að allri gerð og slitfletir hennar fáir. Hún er traustlega smíðuð og ekki komu fram bilanir eða gallar á reynslutímanum. PZ 330-múgavél i Gerð: PZ CZ 330. Framleiðandi: P.J. Zweegers en Zonen, Geldrop, Hollandi. Innflytjandi: Búnaðar- deild Sambandsins, Reykjavík. YFIRLIT: Múgavélin PZ CZ 330 var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumrin 1988 og 1989 og notuð alls 80 klst. Múgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og knúin frá aflúttaki. Þyngd vélarinnar er um 239 kg. Hún setur heyið í beina jafna og sundurlausa múga. Magn dreifa í rakstrafari mældist að jafnaði á bilinu 20-70 kg þurrefni á hektara við eðlilegan ökuhraða. Vélin fylgir fremur vel ójöfnum á yfirborði landsins. Við múgun ekur dráttarvélin í heyflekknum, en vegna þess að vinnslusvið múgavélarinnar nær lítið út fyrir hægra afturhjól dráttarvélar er illgerlegt að raka frá girðingum og skurðbökkum. Breidd rakstarfars vélar- innar er allt að 2,3 m. Algengur ökuhraði var 9,5-11 km/klst. og voru afköst að jafnaði 1,9-2,3 ha/klst. Múgavélin er léttbyggð og lipur við tengingu og í notkun. Átta tindar brotnuðu á seinni hluta reynslutímans, þrír tindar snerust um 180° þannig að þeir sneru inn í rakstrartromlu. Af þeim ástæðum varð hún fyrir nokkrum skemmdum. Undir lok reynslutímans komst hey inn í drifbúnað aftari tromlunnar og laskaði hann nokkuð. 28 Freyr 1. JANÚAR 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.