Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 10
Ibúðarhúsið á Bakka í Bjarnarfirði. Pað var upphaflega reist á Seyðisfirði fyrir síðustu aldamót sem verslunarhúsnœði
Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs, en flutt og endurbyggt á Bakka á árunum 1987-1988. (Freysmyndir - M.E.).
uninni en erum lélegir sölumenn.
Okkur finnst milliliðakostnaður-
inn mikill og viljum helst selja vör-
una beint til neytenda.
Við erum með svokallaða líf-
ræna ræktun, þ.e. notum ekki til-
búinn áburð eða eiturefni, og fyrir
þess konar afurðir er nokkur
markaður. Nú upp á síðkastið höf-
um við mest selt svokallaða fjöl-
skyldukassa sem í eru margar teg-
undir grænmetis. Svona svipað því
og kaupendur væru að taka upp úr
eigin garði.
Hvaða tegundir eru þetta?
Neðst í kassanum fara kartöflur,
síðan gulrófur og gulrætur. Svo
erum við með hvítkál, blómkál,
rauðkál, brokkolí og ýmsar krydd-
jurtir svo sem timian, salvíu, ma-
joram, estragon, mintu og melissu.
Kryddjurtirnar höfum við líka selt
svolítið í veitingahús.
Þetta vex allt hérna?
Já, en það þarf að sinna því vel.
Þurrkið þið kryddjurtirnar?
Við reynum að koma þeim fersk-
um til viðskiptavinanna því að þær
eru bestar þannig. Munurinn er
svona álíka og á heyi og grasi.
Það er þá haustið sem gefur
tekjurnaraf þessu?
Já, seinni hluti sumars og fram á
haust. Uppskerutíminn dreifist
samt töluvert.
Ætlið þiðaðauka
gróðurhúsaræktina?
Já, en þá fyrst og fremst til að ala
upp trjáplöntur í skjólbelti. Við
höfum rekið okkur á að það vantar
hér skjól við garðræktina. Með því
að rækta hér upp plöntur og af-
brigði sem vaxa hér fyrir vonumst
við til að ráða bót á skjólleysinu.
Þið nefnduð að þið stundið lífræna
ræktun. Hvað felst í því?
í fyrsta lagi notum við eingöngu
lífrænan áburð; búfjáráburð, þara,
fiskimjöl og fleira í |Deim dúr. Hæn-
urnar vinna svo safnhaug úr öllurn
matarleifum og því sem fellur til í
garðinum. Þær kroppa úr þessu og
róta því saman og úr verður fínasti
áburður. I öðru lagi eru öll eitur-
efni bannvara, við úðum til dæmis
ekki á illgresi eða við neinum
pöddum. Kærum okkur ekki um
að eitra matinn.
Eru hænsnin eina búféð sem þið
hafið?
Já, núna. Við vorum með sauðfé
en lentum asnalega í kvótakerfinu,
svo við ákváðum að taka ekki leng-
ur þátt í þeim skrýtna leik.
Þú, Arnlín, skrifaðir fyrir nokkrum
árum grein um lífræna ræktun (sjá
Frey, 15. tbl. 1985). Hvernig stóðá
að þú gerðir það að áhugamáli
þínu?
Ég stundaði nám í læknisfræði og
öðlaðist þá nokkuð góðan grund-
völl í líffræði. Ég fór svo að stunda
garðyrkju sem ég hafði aldrei
kynnst neitt áður. Reyndar var það
ágæt kona á Seyðisfirði sem kenndi
mér fyrst til verka. Þegar ég lærði
svo meira um ræktun og tengdi það
líffræðiþekkingunni þá lá þessi af-
staða til matjurtaræktunar eigin-
lega í augum upp. Notkun allra
þessara aðkomuefna í landbúnaði
er óeðlileg og spillir náttúrunni
618 Freyr
17, SEPTEMBER 1990