Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1990, Síða 11

Freyr - 01.09.1990, Síða 11
Félagsheimilið Laugarhóll í Bjarnarfirði, þar sem Klúkuskóli er jafnframt. meira en svo að hægt sé að réttlæta hana. Hafið þið svo bætt við garðyrkjuþekkinguna með reynslunni? Já, og með lestri, við höfum komið okkur upp þó nokkru safni bóka um ræktun. Útkoman er nokkuð góð, plönturnar vaxa og ef tekst að láta þeim líða vel er nokkuð öruggt að uppskeran verði heilbrigð eins og til var sáð. Garðyrkjangefurekki nógartekjur til að lifa af, vænti ég, og þið hafið trúlega fleira við að vera? Það er rétt en garðyrkjan nýtist okkur mjög vel varðandi eigin neyslu. Eruðþiðjurtaætur? Nei, ekki eingöngu. Við borðum mikið grænmeti en snúum ekki baki við öðrum mat, kj öti eða fiski, og lifum ekki eftir neinum kenn- ingum í þeim efnum. Við, nokkrar konur í Bjarnarfirði, höfum tekið að okkur að reka sumar- hótel í Klúkuskóla í sameiningu. Önnurstörf ykkar? Magnús: Þau eru töluvert fjöl- breytt. Ég hef stundað þýðingar alltaf öðru hverju, unnið verka- mannavinnu og gripið í smíðar og annað sem til fellur. Vandamálið er helst það hvað langt þarf að sækja alla vinnu. Arnlín: Ég hef kennt. bæði á Hólmavík og svo stundakennslu hér í Klúkuskóla. Svo höfum við, nokkrar konur hér í Bjarnarfirði, tekið að okkur að reka sumarhótel í skólanum og félagsheimilinu á Laugarhóli, sem stendur á Klúku- jörðinni. Áður voru það yfirleitt aðkomu- menn í hálfgerðu verbúðalífi sem ráku þarna sumarhótel í u.þ.b. tíu vikur á sumrin. Svo fæddist sú hug- mynd að við konurnar í sveitinni tækjum aðstöðuna á leigu. Engin okkar vildi út í þetta upp á þau býti að vera bundin allt sumarið, 17, SEPTEMBER 1990 Freyr 619

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.