Freyr - 01.09.1990, Síða 12
Gamli bœrinn á Bakka í Bjarnarfirði þar sem þau Arnlín og Magnús bjuggu
áður.
þannig að við erum níu um þennan
rekstur.
Er einhver ein fyrir hópnum?
Nei, við höfum rekið þetta algjör-
lega í sameiningu. Við höfuð
ákveðna verkaskiptingu og hún er
breytileg milli ára; hver tekur
ákvarðanir, hver er í bókhaldinu,
innkaupunum o.s.frv. Þetta hefur
gengið ágætlega upp og hlutirnir
komast til skila.
Á hvaða grunni eru laun greidd?
Þau eru greidd út á vinnuframlag
hvers og eins. Þegar búið er að
greiða kostnað er afganginum
skipt eftir vinnustundafjölda
hverrar og einna. Tímakaupið er
alveg viðunandi, einkum miðað
við það að við erum allar vanar að
þurfa að fara lengra að heiman í
atvinnuleit en því fylgir óhjá-
kvæmilega ýmis kostnaður. í þessu
tilfelli höfum við hins vegar hálfs
dags vinnu heima hjá okkur.
Ég þykist finna að þið fundið ykkur
í þessu umhverfi, ekki síst þarsem
þið eruð búin að koma ykkur hér
upp húsi. Hverersaga þessa húss?
Það er upphaflega reist fyrir alda-
mót sem verslunarhúsnæði fyrir
Pöntunarfélag Fljótsdalshérðas á
Seyðisfirði. í eina tíð höfðum við
hug á að setjast að á Seyðisfirði og
höfðum þá augastað á þessu húsi.
Þess í stað fluttum við í Bjarnar-
fjörð. Seinna komum við á Seyðis-
fjörð, þá var húsið komið í niður-
níðslu, mest vegna staðsetningar
þess, og stóð til að fjarlægja það,
svo að við keyptum það þótt mörg-
um fyndist það hinn mesti hjallur.
Þegar við rifum það kom í ljós að
það var ótrúlega heilt og undanfar-
in ár höfum við verið að endurreisa
það hér í sem næst upprunalegri
mynd. Viðfluttuminnhérídesem-
ber 1988 en þá var liðið hálft annað
ár frá því að við hófum að reisa
grindina. En eins og sjá má er langt
frá því að húsið sé frágengið þótt
við séum flutt inn.
Nú er þetta nokkuð fastmótað
umhverfi sem þið flytjið hér inn í.
Ég minnist þess að hafa lesið
bráðskemmtilega frásögn í
ársskýrslu Búnaðarsambands
Strandamanna sem þú, Árlín, og
önnurkona stóðuðað. Þaðvarað
skilja að þið kvenfulltrúará
aðalfundinum hafið ekki passað
þar inn í umhverfið. Hvernig finnið
þið ykkur í þessu umhverfi?
Við höfum ekki verið og verðum
sjálfsagt aldrei fullgildir aðilar að
þessu samfélagi. Við erum alltaf
svolítið fyrir utan. Við þekkjum
mjög vel fólkið á öllum bæjunum
og vinnum með því að því sem að
okkur snýr, en þetta er lítil sveit
með sögu sem við þekkjum ekki af
eigin reynslu, hér er að vissu leyti
ættarsamfélag sem við tilheyrum
ekki og auk þess er allur okkar
reynsluheimur gjörólíkur reynslu-
heimi fólksins hér.
Svo að við skiljum ekki alveg við
garðræktina. Seljið þið mest á
höfuðborgarsvæðið?
Já, að vísu vorum við fyrstu sumrin
með útimarkað vikulega á
Hólmavík og gekk ágætlega. Þá
vorum viðfjögurum þetta. En eftir
að við urðum tvö höfum við ekki
lengur tök á því.
Hvernig er veðurfar hér til
garðræktar?
Dalurinn hér er það lokaður að
það er ekki nema í ákveðnum
áttum sem hvassvirði eru til baga
og úr því erum við að reyna að
bæta. Hins vegar erum við það
langt frá sjó að sumarhiti er ein-
hverjum gráðum hærri en næstu
veðurathugunarstöðvar gefa til
kynna, og fyrir bragðið er heldur
ekki jafn umhleypingasamt og víða
við sjó.
Nú búið þið hérá svæði sem
óneitanlega hefurveriðá
undanhaldi hvað búsetu vaðar.
Sjáið þið leiðir til að snúa því við?
Já, möguleikarnir eru það margir
hér bæði til lands og sjávar. Hlunn-
indabúskapur var til dæmis meiri
hér um slóðir áður fyrr, áður en
miðstýringin leiddi til þessa ein-
hæfa fjárbúskapar. Svo má nefna
að hér eru meiri möguleikar til
ferðamannaþjónustu en annars
staðar í sýlunni, hér er fyrirtaks
sundlaug, silungsá og ótal lítt
þekktar gönguleiðir. Svo má nefna
þá möguleika sem heita vatnið hér
gefur en það hefur sáralítið verið
kannað hvernig hægt væri að nýta
það.
Frh. á bls. 624.
620 Freyr
17. SEPTEMBER 1990